Minnir á meðferðina á Gaddafi, Mussolini og Petacci.

Sá verknaður að draga lík hataðs manns, sem drepinn var án dóms og laga, um götur Gaza minnir á svipaða meðferð á líkum Muammars Gaddafis, Benito Mussolinis og Clöru Petacci.

Í þessum tilfellum var um að ræða athafnir, sem settu smánarblett á annars göfuga baráttu gegn kúgun og óréttlæti og urðu góðum málstað síður en svo til framdráttar.

Enginn þarf að efast um að Gaddafi og Mussolini voru harðsvíraðir harðstjórar sem báru ábyrgð á dauða, örkumlun og kúgun milljóna manna. Báðir voru búnir að vera lengi við völd og sjóðandi hatur á þeim var því skiljanlegt.

Lík Mussolinis og Clöru Pettacci, hjákonu hans, voru hengd upp á fótunum á Piazzale Loreto í Mílanó eftir þau voru skotin í stríðslok og þar gat æstur múgurinn svívirt líkin og skeytt skapi sínu á þeim.

Þegar þau Mussolini og Petacci voru á flótta til Sviss átti hún þess kost að fara frá honum og hefði þá verið þyrmt. Hún var aðeins 33 ára og átti áreiðanlega enga sök á voðaverkum Mussolinis, enda var hún aðeins tíu ára þegar hann komst til valda. En hún hugsaði sjálfsagt svipað og Bergþóra, kona Njáls, þegar hún sagði hin fleygu orð: "Ung var ég gefin Njáli..."

Örlög Clöru Pettacci, hinn miskunnarlausi og ósanngjarni dómur sem hún hlaut án viðunandi réttarmeðferðar, hafa ævinlega verið mér hugstæð og harmsefni.

En þegar uppsafnað hatur og harmur milljóna manna brýst út er ævinlega hætta á atvikum á borð við við þau sem nefnd eru hér að ofan.

Þá eru vopn, grimmd og taumleysi oft látin tala. Sjálfir þekkjum við Íslendingar hvernig Guðmundur Kamban var drepinn án dóms og laga í lok seinni heimsstyrjaldarinnar og hvernig börn þýskra hermanna, sem danskar konur áttu með þeim, þurftu saklaus að þola illa og smánarlega meðferð eftir stríðið.  


mbl.is Drógu lík njósnara um götur Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thessi kona atti skilid ad deyja, thott ekki nema fyrir thad ad vera nain samstarfsmadur muzza. Hugsadu frekar um sakleysingjana sem dou af voldum thessa manna.

Beggi (IP-tala skráð) 21.11.2012 kl. 15:54

2 identicon

að Gaddafi hafi verið harðsvíraður harðstjóri sem bar ábyrgð á dauða, örkumlun og kúgun milljóna manna?? - hvað hefurðu fyrir þér í því?

Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 21.11.2012 kl. 17:38

3 Smámynd: Mofi

Tel undir nafna mínum hérna fyrir ofan.  Þessi maður hérna bergmálar mínar spurningar varðandi Gaddafi, sjá: http://www.youtube.com/watch?v=ccUof8lEAkM

Mofi, 21.11.2012 kl. 18:45

4 identicon

Ég þarf að efast um það sem þú segir og meira en það í sambandi við hann Gaddafi. 

Nokkuð viss að hann var duglegur að deila.

Rúrik (IP-tala skráð) 21.11.2012 kl. 20:18

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef ekki séð neitt um það að Clara Petacci hafi verið "samstarfsmaður" El Duce við stjórnarathafnir hans frekar en að Eva Braun hafi borið samábyrgð á verkum Hitlers.

Engin eiginkona þeirra sem voru dæmdir til dauða fyrir stríðsglæpi eftir seinni heimsstyrjöldina var ákærð eða dæmd fyrir "samstarf" við eiginmenn sína enda verður að aðskilja fjölskyldulíf og stjórnmál.

Maó átti fjórar konur sem engum dettur í hug að bendla við verk hans.

Og Stalín var líka faðir, en engum datt í hug að ákæra barnsmóður hans.

Ómar Ragnarsson, 21.11.2012 kl. 21:58

6 Smámynd: el-Toro

sæll Ómar,

þú mundir ekki skrifa slíkt um Gaddafi ef þú værir vel lesin um sögu Líbíu...ekki það að uppreysnin gegn honum hafi verið einsleg, svört á hvítu né öll uppi á yfirborði okkar vestrænna fjölmiðla.

en eitt getum við skoðað...og ég hvet þig til að lesa þér til um slíkt....!

HAGKERFI LÍBÍU VAR STÆRRA HELDUR EN RÚSSLANDS, ÁÐUR EN NATO AÐSTOÐAÐI VIÐ AÐ KOMA GADDAFI FRÁ VÖLDUM....HAGSÆLD OG VELMEGUN VAR LANGTUM HÆÐST Í LÍBÍU, AF ALLRI AFRÍKU TÖLDU...OG JAFNVEL ÞÓ VÍÐA VÆRI LEITAÐ.

HVERNIG STENDUR HAGKERFIÐ Í LÍBÍU Í DAG ????

el-Toro, 22.11.2012 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband