Stærsti sigurinn enn sem komið er.

Það stefnir í að sigur Hönnu Birnu Kristjánsdóttur verði sá stærsti, sem vinnst í prófkjörum vetrarins þegar litið er á aðstæður, atkvæðafylgi og prósentufylgi. Að minnsta kosti er hann sá stærsti hingað til.

Hún nýtur þess að hafa tekist að laða fólk saman í borgarstjórn Reykjavíkur þegar hún var borgarstjóri eftir að innan borgarstjórnar hafði verið glundroðaástand árin á undan, sem átti sér enga hliðstæðu í sögu borgarinnar og jafnvel í sögu sveitarstjórnarmála á landsvísu.

Staða hennar hlýtur að verða mun sterkari varðandi stöðu hennar í forystu flokksins en var á síðasta landsfundi.


mbl.is Óbreytt röð efstu manna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Já. Það vekur líka athygli að Gulli spillti og Biggi skósveinn koma ekkert sérstaklega vel út í þessu prófkjöri. Stóra spurningin er hinsvegar hvort að HB sé eitthvað skárri en BB.

Guðmundur Pétursson, 25.11.2012 kl. 00:15

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fimm karlar í næstu sætum og Sjálfstæðisflokkurinn fékk fimm þingmenn í Reykjavík í síðustu alþingiskosningum.

Og Framsóknarflokkurinn fær að öllum líkindum engan þingmann í Reykjavík í næstu alþingiskosningum en fékk tvo í þeim síðustu.

Þorsteinn Briem, 25.11.2012 kl. 00:22

3 Smámynd: Sigurður Antonsson

Hanna Birna er fulltrúi litla mannsins. Smára atvinnurekenda sem eiga undir högg að sækja. Hún er mótsögn við vinstrimenn innan allra flokka sem reyna að takamarka einkarekstur í skattakraðagi, reglugerðaskógi og leyfisgjöldum. Hún virðist skilja fyrirtækjarekstur sem byggist á miklu vinnuframlagi og ósérhlífni.

Lögfræðingarnir í flokknum hafa alltaf verið ráðandi, kannski af því að of fáir treysta sér í slaginn.

Sigurður Antonsson, 25.11.2012 kl. 00:23

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það virðist hafa styrkt Illuga að hafa verið stjórnarformaður í Sjóð 9. Hvernig skýrir þú þetta Ómar?

Sigurður Þórðarson, 25.11.2012 kl. 01:17

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Illugi var ekki stjórnarformaður Sjóðs 9, heldur sat í stjórn sjóðsins. Ekkert misjafnt og þaðan af síður saknæmt fannst við ítarlega rannsókn á starfsemi sjóðsins. 

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.11.2012 kl. 10:08

6 identicon

@Sigurður A.

"Hún virðist skilja fyrirtækjarekstur sem byggist á miklu vinnuframlagi og ósérhlífni."

Ef til viðbótar,birtist einhvers staðar yfirlýsingum, að Sjálfstæðisflokkurinn og HB ætluðu að stuðla að heiðarleika í pólitík og viðskiftum, þá gæti ég kannski hugsað mér að kjósa hann.

Stjórnmálamenn í öllum flokkum þurfa að skera upp herör gegn kennitöluflakki og skattsvikum. Þetta eru þjóðarmein sem narta sífellt í grunnstoðir þjóðfélagsins okkar.

einsi (IP-tala skráð) 25.11.2012 kl. 10:11

7 Smámynd: Þórir Kjartansson

Þetta segir mér að grasrótin í Sjálfstæðisflokknum vill hverfa frá þeirri niðurrifspólitík sem þingmenn flokksins hafa stundað eftir að þeir komust í stjórnarandstöðu. Hanna Birna hefur sýnt það með verkum sínum í borgarstjórn að hún getur unnið með annarra flokka fólki og aflar sér og flokknum fylgis með eigin verkum og málefnalegum hætti en ekki með því að reyna alltaf að eyðileggja öll mál fyrir andstæðingunum. Burtséð frá því hvort þau eru góð eða slæm.

Þórir Kjartansson, 25.11.2012 kl. 10:46

8 identicon

Hanna er tiltölulega fersk , innan um mörg skemmd epli, og því eðlilegt að hún skori hátt.

hilmar (IP-tala skráð) 25.11.2012 kl. 11:29

9 Smámynd: Sigurður Antonsson

einsi óþekkti,

Þú hefur líklega verið að lesa "tímann" um helgina. Það eru margar nafnaflíkurnar í flokkunum sem ala á því að allir séu óheiðarlegir. Jafnvel viðskiptamenn þeirra sem sjá þeim fyrir tekjum. Vinstrimenn eru stöðugt að ala á því að allir séu að svíkja og pretta. Þegar þeir sjálfir eiga að stunda atvinnurekstur sjá þeir að allt er niðurnjörvað og í löglegum farvegi. Þeim gengur misjafnlega að greiða lögbundin gjöld, en geta því meira talað um ógæfu þeirra sem mistíga sig.

Þegar hagvöxtur er engin stafar það af því að búið er að kom öllu undir ráðstjórn. Þegar enginn arður er af orkufyrirtækjunum uppgötva menn allt í einu að þeir hafi farið offari. Hefðu menn með reynslu af sjálfstæðum atvinnurekstri rekið Orkuveituna hefði fallið ekki orðið jafn stórt.

Þjóðarmeinin eru mörg en best er að vita hvað telur og skilar árangri. Í fulltrúalýðræði er gagnlegt að menn hafi reynslu af skátastarfi eða komi úr umhverfi þar sem menn hafa þurft að reka fyrirtæki.

Sigurður Antonsson, 25.11.2012 kl. 11:36

10 identicon

Hanna Birna fékk 92% greiddra atkvæða.

Skýr skilaboð grasrótarinnar til  næsta Landsfundar Sjálfst.flokksins.

Andrés Ingi (IP-tala skráð) 25.11.2012 kl. 14:05

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hvaða rannsókn ert þú vísa til Gunnar varðandi sjóð 9? 

Sigurður Þórðarson, 25.11.2012 kl. 19:10

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það kann að vera misminni hjá mér að' Illugi hafi verið stjórnarformaður sjóðs 9 og þá væri fróðlegt að vita hver það var. Það er sjaldan góðs viti þegar menn þurfa að kaupa lögfræðiálti um að þeir séu alsaklausir.  Hitt verð ég að segja að athugasemd þín um að þarna hafi ekkert misjafnt átt vona ég að stafi af vanþekkingu. Aðra möguleika ætla ég ekki að viðra.

Sigurður Þórðarson, 25.11.2012 kl. 19:24

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Rannsóknarnefnd Alþingis, t.d.

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.11.2012 kl. 20:40

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Forstjóri Landsvirkjunar sagði í ávarpi sínu á haustfundi fyrirtækisins að þrátt fyrir að búið sé að vinna að samningum við kaupendur orku frá fyrirtækinu, héldu hinir erlendu samningasaðilar að sér höndum með að ganga endanlaga frá málum, vegna þess að þeir vildu ekki gera það meðan heimskreppan stæði, - ekki fyrr en "þeir sæu til sólar" eins og forstjórinn orðar það.

"En allar kreppur taka enda" sagði hann, "þess vegna reynum við að hafa allt tilbúið þegar það gerist."

Samkvæmt þessu virðist ekki skipta neinu máli hvaða ríkisstjórn er hér við völd, öfugt við það sem haldið er fram.

Ómar Ragnarsson, 25.11.2012 kl. 22:24

15 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Smá bakþanki. Þótt forstjórinn upplýsti og sýndi á línuriti að forsendan fyrir sölu raforku hér á landi hefði verið og væri að bjóða verulega lægra söluverð en gerist erlendis, er hugsanlegt að ný ríkisstjórn myndi skipta út forstjóra og láta lækka tilboðsverð á orku til útlendinga þangað til það yrði nógu svakalega lágt til þess að tilboðinu yrði tekið.

Ómar Ragnarsson, 25.11.2012 kl. 22:30

16 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mjög líklegt er að ef Sjálfstæðisflokkurinn komist í oddaaðstöðu verði eftirfarandi gert:

1. Ný stjórnarskrá sett í salt.

2. Breytingar á Stjórnarráðinu færðar til fyrra horfs enda hentar hún ekki valdaskiptingu Sjalla og Frammarra og spillingu .

3. Skattkerfið gjörbreytt með því að gera hátekjufólki hægara að komast hjá skattgreiðslum.

4. Samneysla dregin saman verulega með því að leggja niður opinberan rekstur eins og skóla og sjúkrahúsa. Þá verði hafnir, flugvellir og fleira einkavætt enda eru tækifæri frjálshyggjunnar óteljandi þar sem græða má á kostnað annarra..

5. Tekinn verður upp þráðurinn að þenja út utanríkisþjónustuna. Gamlir kosningasmalar og vildarvinir bíða í röðum eftir að fá fín störf.

6. Geir Haarde verður hvítþveginn með því að honum verði veitt syndaaflausn með himinháum fjárgreiðslum. Þá verður bröskurum gefnar upp sakaruppgjöf og þeim lofað að ekki verði þeir truglaðir öllu meir af þeim vondu Jóhönnu og Grími.

7. Gengisfellingar verði gerðar árvissar til að sýna lýðnum hver hefur valdið og hvers dýrðin er. Stjórnmálaskóli ungra sjálfstæðra braskara verður gerður að háskóla þar sem allt þetta verður kennt út í ystu æsar.

Þetta verður allt meira og minna gert á kostnað okkar hinna sem höfum kappkostað að vinna hörðum höndum og ekki látið mikið í okkur heyra þó íhaldið hafi oft þrengt kosti okkar og kjör.

Svona má lengra teygja lopann.

Guðjón Sigþór Jensson, 27.11.2012 kl. 19:39

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta hljómar eins og Völva Vikunnar á sterum

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.11.2012 kl. 22:02

18 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sagði rannsóknarnefnd alþingis að ekkert misjafnt eða ólöglegt hafi átt sér stað í sjóð 9?

Einhver annar kannski?

Sá fyndinn þátt hjá Spaugstofunni þar sem rætt var um "svokallað hrun" allt var þetta ímyndun.

Sigurður Þórðarson, 28.11.2012 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband