26.11.2012 | 18:49
Varfærnisleg og vafasöm ákvörðun.
Ákvörðun Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um að gefa ekki kost á sér til formennsku á landsfundi Sjálfstæðisflokksins er varfærnisleg og tekin í ljósi þess að veðja á að tíminn vinni með henni og að "hennar tími muni koma síðar" eins og Jóhanna Sigurðardóttir orðaði það fyrir sig 1994 eftir að hún tapaði í formannskjöri fyrir Jóni Baldvini Hannibalssyni.
Kannski finnst henni hún taka of mikla áhættu með því að hjóla aftur í formanninn svona skömmu fyrir kosningar, en það getur reynst tvíbent eins og Árni Sigfússon mátti reyna í borgarstjórnarkosningunum 1994 þegar tíminn fyrir hann til að auka fylgi sitt, reyndist of stuttur.
En öðru máli gegndi um Davíð Oddsson 1991 sem ákvað að taka mikla áhættu og hjóla í Þorstein Pálsson skömmu fyrir kosningar.
En staða Davíðs þá var líklega sterkari en Hönnu Birnu nú hvað það snerti, að hann var sitjandi borgarstjóri í Reykjavík og hafði sigrað örugglega í borgarstjórnarkosningunum árið áður án þesseinu sinni að taka þátt í kosningabaráttunni vegna veikinda.
Það hefði samt verið gaman að sjá Hönnu Birnu taka slaginn og sýna með því áræði og styrk í stíl Davíðs forðum. Því að það er alls ekki sjálfgefið að hún muni fá betra tækifæri síðar.
Hanna Birna ekki í formanninn að óbreyttu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta eru mikil vonbrigði með Hönnu því Bjarna er vart stætt á svellinu og hann er varla byrjaður að hvessa fyrir kosningar. Það stendur sem ég hef áður sagt að Bjarni Ben er hugsanlega versta veganesti hægri manna og algjör dragbítur fyrir ímynd okkar, hvar sem við finnumst í flokki.
Gylfi Gylfason, 26.11.2012 kl. 19:00
Samála þér Gylfi.
Sigurður Haraldsson, 26.11.2012 kl. 19:22
Ómar Ragnarsson getur brugðið sér í allra kvikinda gervi. Nú ákveður hann að vera Ketill Skrækur. Aldrei minnist ég þess að Ómar hafi gagnrýnt flokksforystu Samfylkingarinnar, hvað þá formanninn, sem hefur þó haft ýmislegt á samviskunni í afar slakri stjórnartíð. Ekki þegar Samfylkingin ætlaði að selja Nuubo stróra sneið af Íslandi. Ekki þegar Jóhanna ætlaði að neyða Icesamningunum upp á landslýð. Ekki þegar Samfylkingin sýndi lítilmennsku með því að koma ráðherrum sínum undan því að fara fyrir Landsdóm. Lengi má telja. Rétt eins og aðir Samfylkingarfélagar er hundseðlið allsráðandi. Svo ákveður frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins að fara ekki fram á móti sitjandi formanni, þá losnar um málbeinið.
Sigurður Þorsteinsson, 26.11.2012 kl. 22:53
Fyrir utan kjark og áræði þarf foringi að hafa einhvern boðskap að færa hrökktum kjósendum. Margaret Thatcher kom á réttum tíma fram á sviðið, einbeitt og ákveðin. Sovétið var að liðast í sundur og Austur Evrópa á fátækramörkunum. Allir sáu eftir að hafa hlustað á Thatcher í 10 mínútur, að undir stjórn jafnaðarmanna urðu menn fátækari og fátækari. Einbeitt og háðsk átti hún greiða leið á toppinn og var á honum lengur en aðrir forsætisráðherrar.
Hanna Birna og Thatcher eru ekki ólíkar á myndum. Viljafastar, einhuga um að komast áfram. Á stundum finnst manni Hanna Birna tala helst til hratt til skilja boðskapinn eða finna háðfuglinn. Kannski á hún eftir að vefja lögfræðingunum í flokknum um fingur sér, líkt og Thatcher. Karlpeningurinn var allur eins og bráðið smjör í kringum hana.
Hanna verður að finna hvað hún á að leysa og hvernig hún getur fært valdið meira til kjósenda og litla mannsins sem berst við aukið opinber afskipti. Fulltrúalýðræðið hefur átt sinn gullaldartíma en með netinu og miklu upplýsingastreymi tekur það breytingum. Ekki sakar að hafa nokkra hugmyndafræðinga með sér.
Sigurður Antonsson, 26.11.2012 kl. 23:05
Síðan 2009 hefur ekki verið umrætt né komið upp sú staða í neinum fjórflokkanna að einhver sækti að sitjandi formanni. Tökum þá fyrir hvern fyrir sig:
Jóhanna ákvað sjálf að stíga til hliðar í vetur áður en nokkur einn sækti að henni eða skapaði sér svo sterka stöðu að til greina kæmi uppgjör milli hennar og einvers annars.
Enginn hefur enn gert sig líklegan að sækja að Steingrími J.
Ekkert slíkt er enn í hendi varðandi Sigmund Davíð Gunnlaugsson.
Eini sitjandi formaðurinn nú sem allur almenningur og fjölmiðlar ræða eðlilega um að kunni að eiga sterkt mótframboð á hættu er Bjarni Benediktsson.
Þegar ég dirfist að taka þátt í þeirri umræðu er því snúið upp í "hundseðli" og bætt í með staðlausum staðhæfingum:
Staðhæfing 1:
Ég gerði ekkert þegar Samfylkingin ætlaði að gefa Nubo sneið af Íslandi. Rangt: Ég lagðist strax gegn því ítrekað hér á bloggsíðu minni og var einn af þeim skrifaði undir áskorun um að jörðin yrði í eigu þjóðarinnar.
Staðhæfing 2:
Ég gerði ekkert þegar "Jóhanna ætlaði að neyða Icesave upp á Íslendinga: Rangt: Ég var einn þeirra sem skrifaði undir áskorun til Ólafs Ragnars Grímssonar um að vísa því til þjóðarinnar og lagðist einnig samtímis gegn því hér á bloggsíðunni oftar en einu sinni.
Staðhæfing 3:
Ég gerði ekkert þegar Samfylkingin "sýndi lítilmennsku með því að koma ráðherrum sínum undan Landsdómi.
Rangt: Allt frá því ég var í lagadeild Háskólans fyrir 50 árum til dagsins í dag hef ég verið á móti ákvæðum stjórnarskrárinnar um Landsdóm og ítrekaði það tvisvar í bloggpistlum. Stóð að því með stjórnlagaráði að afnema Landsdóm.
Sigurður Þorsteinsson ætti að vanda betur málflutning sinn og maður má teljast heppinn að geta borið það af sér með óyggjandi gögnum þegar logið er upp á mann.
Ómar Ragnarsson, 26.11.2012 kl. 23:47
Hanna Birna skíttapaði síðustu borgarstjórnarkosningum, löngu eftir að núverandi ríkisstjórn tók við.
Og Hanna Birna tapaði fyrir Bjarna Benediktssyni í formannskosningum í Sjálfstæðisflokknum fyrir einungis ári, fékk 44% atkvæða en Bjarni 55%.
Hún er engin Thatcher og því síður Kennedy.
Og Thatcher er mun kynþokkafyllri en Hanna Birna.
Hefur þar að auki ekki skelfilegt bros og talanda.
Þorsteinn Briem, 27.11.2012 kl. 00:07
Ómar, þú nefnir skoðanir þínar á þremur málum, sem við reyndar erum sammála um. Þú komst á framfærði skoðunum þínum á Nuubo málinu og Icesave, en þú gagnrýnir ekki forystu Samfylkingarinnar eða formanninn og þú gagnrýndir ekki opinberlega flokksforystuna eða Jóhönnu fyrir framgöngu hennar í Landsdómsmálinu, það gerðu hins vegar Össur Skarphéðinsson og Kristrún Heimisdóttir.
Það má vel vera að það sé ósanngjarn af mér að ætlast til þess að þú farir í fararbrodd til þess að gagnrýna flokksforystu Samfylkingarinnar. Þú hefur valið þér að berjast fyrir varfærnari umgengi um landið og átt heiður skilið fyrir það.
Það skiptir miklu máli að vera réttur maður á réttum tíma og réttum stað. Í íþróttum er sagt að efnilegir leikmenn haldi að þeirra tími sé kominn, allnokkru áður en svo er. Það er engin spurning að Hanna Birna er mjög frambærileg. Nú í kvöld bloggar flokksbróðir þinn. http://joningic.blog.is/blog/joningic/
Það er misjafnt eftir hversu marga meistaraflokksleiki menn þurfi að hafa spilað til þess að gera kröfu um fyrirliðabandsis í landsliðunu, og hvort æskilegt sé að einhverjir titlar hafi unnist.
Sigurður Þorsteinsson, 27.11.2012 kl. 00:17
Ítreka Ómar, ég talaði um gagnýrni á formann eða flokksforystu Samfylkingarinnar.
Sigurður Þorsteinsson, 27.11.2012 kl. 00:18
Sigurður virðist ekki getað hugsað sér það að maður setji fram ákveðnar skoðanir í stórum málum nema að persónugera hvert mál og telja upp alla þá, sem maður væri ósamála. Dæmigert fyrir skoðanaskiptin hér á landi.
Í málunum þremur, sem Sigurður nefnir, voru þeir, sem voru mér ósammála, ekki í einum flokki, heldur í fleiri flokkum í mismunandi hlutföllum.
Ómar Ragnarsson, 27.11.2012 kl. 01:18
Skelving er þetta fátækleg umræða hjá ykkur félagr í púngstétt....Hanna Birna er ekki orðin þingmaður...munið það....hún var að vinna stóran sigur í prófkjöri....athygglisvert að engin pungstappa skuli hafa velgt henni undir uggum:) frábært hjá henni að henda sér inn og velta öllu karveldinu á haus....sýnir bara best að það eru sumir karlmenn sem hugsa með höfðinu og vilja breytingar...Hanna er ekki neitt af því sem þið eruð að lýsa....ótvírætt meiri hugsuður um afkomu og framgang ykkar...heldur en ykkur grunar....ahverju að beyta þessari samanburðar-lákúr á fólk sem hefur ekki neitt gert af sér en að bjóða fram krafta sýna...er ekki ráð að lofa unga fólkið okkar og lofa þeim að sanna sig??
Þorgeir samúelsson (IP-tala skráð) 27.11.2012 kl. 03:01
Hanna Birna er 46 ára gömul og búin að vera í pólitík síðastliðin sautján ár, að minnsta kosti, var til að mynda framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna á árunum 1995-1999.
Bjarni Benediktsson er hins vegar fjórum árum yngri, án þess að ég ætli að mæra hann sérstaklega fyrir það, vafningalaust.
Hanna Birna skíttapaði síðustu borgarstjórnarkosningum og það þarf nú engan snilling til að vera ofar á lista en þeir fimm karlpungar sem eru í næstu sætum í Reykjavík.
Meira að segja mín hægrisinnaða tík hefði tekið þessa fjörulalla í bakaríið.
En hún var ekki í framboði.
Þorsteinn Briem, 27.11.2012 kl. 04:05
Ómar orðinn stjórnmála ráðgefandi, hans ráð voru nú ekki upp á marga fiskana í den tid þegar hann ættlaði á þing.
Hanna Birna gerði skyssu þegar hún fór í formannskjör á móti Bjarna síðasliðin vetur og hún skylur það að það eru fleirri í Sjálfstæðisflokknum en Reykjvíkingar.
Svo er Hanna Birna skynsamari en það að láta formannsstólinn tvístra flokknum fyrir mjög mikilvægar kosningar næsta vor.
Auðvitað mundu andstæðingar Sjálfstæðisflokksins vilja sjá formannsslag Sjallana og kanski tvístra flokknum, það væri eina leiðin fyrir stjórnarflokkana að klóra í bakkann í næstu kosningum.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 27.11.2012 kl. 07:43
Hvað sem um Hönnu Birnu má segja., Þá er Bjarni allavega handónýtur sem formaður þvílíka sóðaslóð sem hann dregur á eftir sér. Eigum við ekki bara að vona það sem viljum ekki endilega sjá neinskonar upprisu íhaldsins , að þeir bjóði okkur þann gallagrip áfram sem höfuð flokksins og almennir kjósendur þessa lands afgreiði FLokkinn í samræmi við höfuðprýðina!
Mér finnst það kjarkleysi af konunni að hjóla ekki í Bjarna strax, það er now or never. Imba kerlingin saup seyðið af því á sínum tíma að gefa Össuri frest á sínum tíma. Hennar innreið í forystuna varð hálf hallærisleg fyrir vikið!
Kristján H Theódórsson, 27.11.2012 kl. 13:26
Hvað hefur HB gert gott? Ég man ekki eftir neinu, hún er hugsanlega skárri fyrir sjálfstæðisflokk en hann BB, en hún hefur ekki sýnt að hún sé neitt til að hrópa húrra fyrir.
Að komast til metorða í stjórnmálum er hreinn og beinn skrípaleikur, fólk hefur ekkert gert nema babblað út í loftið svona týpical stjórnmálablaður og .. ég bara skil þetta rugl ekki, þetta er eins og ruglið í trúarbrögðum :)
DoctorE (IP-tala skráð) 27.11.2012 kl. 13:44
Ávirðingar Sigurðar Þorsteinssonar hér að ofan á hendur Ómari voru pólitískt kjánalegar við fyrstu lesningu en eftir svör Ómars eru þær bara kjánalegar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigurður Þorsteinsson verður sér og sínum til skammar og ekki heldur það síðasta, vitiði til.
Svanur Gísli Þorkelsson, 27.11.2012 kl. 14:21
Við búum yfirhöfuð við ákveðinn leiðtogaskort í íslenskum stjórnmálum, Samfylkingin þó sérstaklega sem er m.a. í basli með nýliðun í prófkjörum vegna skorts á framærilegu fólki.
Árni Páll verður væntanlega næsti formaður, bragðlaus karakter en örugglega næs guy sem hefur drukkið með nægilega mörgum flokksmönnum til að klára kosninguna. Hann tryggir Samfylkinguna áfram sem flokk miðlungsfólks sem skortir karaktera til að rífa upp eymdina sem einkennir þetta marklausa miðjumoð þeirra.
Steingrímur J var leiðtogi mikill á meðan hann reif kjaft valdalaus en æra hans hefur borið óbætanlegt tjón vegna sölu hans á málefnum til Samfó. Ég mun aldrei trúa þessum manni aftur og er ekki einn um það. Ég get ekki heldur notað orðið leiðtogi í kringum
Jóhanna er ekki leiðtogi, hún er bara nægilega frek inn í hóp veiklyndra vinstri og miðjumoðara. Virðingu hennar sem leiðtoga er að finna í skoðanakönnunum síðustu ára.
Og hver er eiginlega þessi gæi sem stjórnar Framsókn, leiðtogi? Hver veit, ef honum tekst hin opinbera megrun sín þá er hann auðvitað orðinn að leiðtoga yfir eigin lífi en mér sýnist það ganga illa og bjartsýni mín er dvínandi fyrir hans hönd.
Hvað sem segja má um Davíð þá er hann okkar kraftmesti leiðtogi síðustu áratuga. Hvað kom svo í staðinn? Hver er þessi Bjarni? Ég get bara lesið úr þvi sem ég sé...
Ræðuhæfileikar hans eru ófullnægjandi, hann tafsar mikið, er óöruggur og nær ekki leiðtogaflugi í púlti nema kannski í einum og einum frasa. Hann þagði meira og minna í gegnum verstu stjórn íslandssögunnar þrátt fyrir allt heimsins besta hráefni fyrir leiðtoga á uppleið.
Baklandið er skaðað, um helmingur Sjálfstæðismanna treystir ekki eigin liðsmanni og Bjarna hefur mistekist að selja sjálfan sig.
Raunverulegir leiðtogar endurspegla lífsreynslu sína og reynsla Bjarna er bara því miður ekki sú afrekaskrá sem skapar sterka fyrirmynd er smiti úr frá sér. Bjarni er bara rangur maður á röngum stað og það á að vera hverjum manni styrkleiki að þora að viðurkenna bresti sína og vangetu.
Það væru raunverulegir leiðtogahæfileikar að segja. Því miður kæru sjálfstæðismenn, ég hef ekki óumdeilt umboð ykkar eða traust og legg því málin í hendur ykkur á næsta landsfundi.
En ég spái að það gerist ekki þótt það liggi fyrir að sjálfur formaðurinn sé veikasti hlekkur hægri manna. Enda er Bjarni ekki leiðtogi.
En þá er komið efni í pistil hjá mér eftir þessa langloku :)
Gylfi Gylfason, 27.11.2012 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.