Skipakirkjugarður.

Þegar ég vann að gerð sjónvarpsmyndarinnar "Eyðibyggð" skoðaði ég vel ströndina sitt hvorum megin við Straumnes. Nesið heitir ekki þessu nafni fyrir ekki neitt, því að þar eru ekki aðeins skörp straumaskil í sjónum heldur líka oft sterk straumaskil í loftinu, til dæmis þegar þokan liggur á nesinu að norðanverðu en nær ekki suður fyrir.

Þarna strandaði Goðafoss fyrir tæpri öld og flak skipsins var lengi áberandi í fjörunni. Strand hans varð kveikjan að meistarastykki Jökuls Jakobssonar, "Hart í bak." Ég skoðaði þennan skipakirkjugarð gaumgæfilega og fór á einum stað í land til að að taka myndir af flaki eins togarina, sem þar var enn nokkuð heillegt fyrir 33 árum.

Nú hefur skipsströndum fækkað á þessum slóðum en líklegt er þó að síðasta skipsstrandið hafi enn ekki orðið í grýttri og hömróttri fjörlinn frá Látrum og fyrir Straumnesið.

Yfir gnæfir hömrum girt Straumnesfjall með mögnuðum rústunum af bandarísku ratsjárstöðinni uppi á brúninni, sem þar eru enn nokkuð heillegar og mér finnst að eigi að varðveita sem einar stórbrotnustu minjarnar um Kalda stríðið.


mbl.is Voru komnir í flotgallana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hægt væri að reisa gríðarstóra erótíska höggmynd af Birni Bjarnasyni á Straumnesfjalli.

Þá hætta Rússar að fljúga nálægt Íslandi.

Þorsteinn Briem, 26.11.2012 kl. 11:58

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mount Rush-no-more ?

Guðmundur Ásgeirsson, 26.11.2012 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband