3.12.2012 | 13:08
Hverjir ættu að vera "reiðir og pirraðir"?
Það hefur komið fram þegar íslenskir og erlendir fjölmiðlamenn hafa farið að athuga fjárfestingar Huangs Nubos í öðrum löndum, að svo virðist sem aðal áhugi hans sé fólginn í því að eignast land, annað hvort með beinu eignarhaldi, eða með leigusamningum til langs tíma, en hins vegar hefur sú fjárfesting að öðru leyti, sem hann hefur sagst vera með í bígerð, látið standa á sér.
Nú segist hann vera "reiður og pirraður" yfir því hér á landi sé tekið mið af þessari reynslu erlendis, þar sem þeir, sem tóku hann trúanlegan, eru hins vegar "reiðir og pirraðir."
Nubo hefur gefið yfirlýsingar og upplýsingar sem hafa stangast á og hafa margar hverjar verið rangar.
Hverjir eru það sem ættu að vera "reiðir og pirraðir"?
Huang: Reiður og pirraður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við ættum að vera reið og pirruð útí þennan karl, sem bara útúðar Íslendingum.
Nei engir útlendingar í landið okkar til eignar ! Af hverju gildir það ekki sem alltaf hefur verið að "útlendingar" meiga ekki eiga eignarland á Íslandi ? Af hverju erum við stolt af "Landi" okkar sem við eigum EKKI !!!!!
Vilhelmina Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2012 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.