Jim Jeffries hljóp þessa vegalengd á 10,4 sekúndum.

Það dylst engum sem fylgist með Cristiano Ronaldo á vellinum að hann er í alveg einstaklega góðri þjálfun. Sprettur hans til að koma sér í markfæri í fyrrakvöld samsvarar að hann hefði hlaupið 100 metra á um það bil 10,5 sekúndum og einnig það, að útilokað er fyrir mótherjana að hemja slíkan leikmann.

Og þessi geta Ronaldos er líka atriði sem hlýtur að vera hluti af leikskipulagi liðs, sem hefur slíkan afburðamann, að láta sóknir enda á þennan veg og það var eiginlega synd að hann skyldi ekki skora en vera samt svona grátlega nálægt því.

Sagan geymir fleiri dæmi um svona afburðamenn. Bob Hayes var massaður ruðningsmaður í háskóla í Bandaríkjunum en vakti athygli fyrir spretthörku sína, var "uppgötvaður" og settur í frjálsar.

Menn hlógu í fyrstu að þessu, því að varla var hægt að ímynda sér að þessi þungi vöðvaði hlunkur gæti orðið góður spretthlaupari. FAMU_athlete_Robert_Hayes_practices_running_on_the_track[1]

Gerólíkur keppinautum sínum stakk hann þá hins vegar af í úrslitum 100 metra hlaupsins á Ólympíuleikunum í Tókýó 1960 og í 4x100 metra boðhlaupinu fór hann fram úr á endasprettinum og setti heimsmet auk þess sem hann varð fyrstur hlaupara til þess að hlaupa 100 metra undir 10 sekúndum.

Gunnar Huseby kúluvarpari var liðtækur spretthlaupari, stökkvari og knattspyrnumaðurí upphafi íþróttaferils síns og sigraði í hlaupum, stökkum og köstum á drengjameistaramótum.

Augljóst er að styrkurinn og snerpan, sem skilaði honum tveimur Evrópumeistaratitlum í kúluvarpi, náði allt frá beðan frá tánum og upp og fram í fingurgóma.

Þjálfari, sem Vilhjálmur Einarsson leitaði til um ráðgjöf þegar hann var að byrja, sagði að hann ætti kannski helst möguleika á að verða liðtækur kúluvarpari. Langstökk, þrístökk og hástökk voru greinilega fjarri í huga þessa þjálfara.

Jón Pétursson var einn besti kúluvarpari landsins á tímabili en jafnframt fyrsti Íslendingurinn sem stökk hærra en tvo metra í hástökki og auk þess fyrstur til að stökkva lengra en tíu metra í þrístökki án atrennu og eiga þar Íslandsmet.

Jim Jeffries var heimsmeistari í þungavigt í hnefaleikum frá 1899 til 1905 og varð að hætta keppni þrítugur, af því að enginn boðlegur mótherji fannst. James_J_Jeffries[1]

Hann var 1,88 m á hæð og eins og sést á myndunum, "massað" vöðvabúnt upp undir 100 kílóa þungt. En hann hljóp 100 jarda á 10 sekúndum sem samsvarar því að hann hefði þotið 96 metrana hans Ronaldos á 10,4 og 100 metra á 10,8. JimJeffries-Pose-H[1]

Ég tel að Jeffries sé vanmetinn af okkar nútíð og að hann og Jack Johnson, sem voru stærstu stjörrnunar í þungavigtinni fyrir einni öld, séu í hópi tólf bestu þungavigtarboxara allra tíma, sé tillit tekið til breyttra aðstæðna og mun fullkomnari þjálfunaraðferða nú en þá.

Sagt er að Mike Tyson hafi verið afar sprettharður þegar hann var upp á sitt besta enda var hann á tindi getu sinnar fágætt dæmi um hraða og afl.  

Jón Páll Sigmarsson var kannski enn frábærari, vegna þess að hægt var að bæta hæð, þyngd og þoli við einstaka snerpu hans, hraða og afl. Ég tel líklegt að hann hefði getað komist í röð fremstu hnefaleikara heims, ef hann hefði lagt það fyrir sig.


mbl.is Ronaldo: 96 metra sprettur á 10 sek. (myndskeið)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtilegir punktar um íþróttamennina.  Til gamans má geta að Óðinn Björn Þorsteinsson kúluvarpari (120 kg) getur farið 100m nálægt 12 sek.

Hins vegar verð ég að segja að tímatakan á Ronaldo í þessu myndskeiði er með þeim "jákvæðari" sem ég hef séð, og finnst mér oft lenska í knattspyrnuheiminum að telja leikmenn geta hlaupið hraðar í sek en raunin er.  Ronaldo fer þessa ca. 95m (markteig til markteigs) með fljúgandi starti á ca. 11.2 sek.  Einföld tímataka yfir myndbandinu.  Mér finnst líklegt að Ronaldo gæti hlaupið 100m á ca. 11.5 sek úr blokk, í gaddaskóm með raftímatöku.  Þjálfun knattspyrnumanna er í raun ekki mjög hraðavæn, því þeir æfa það mikið magn sem er nauðsynlegt til að byggja upp úthaldið í 90 mín.  Magnið kemur alltaf að einhverju leyti niður á hraðanum.

Ronaldo er einn af mínum uppáhaldsíþróttamönnum, en hann er ekkert með hagkvæman hlaupastíl.  Hann beygir hné og olnboga sáralítið í skrefunum (sem þýðir að fóturinn og ristin fer sjaldnast langt frá boltanum og skilar sér í betri knatttækni) en þetta þýðir að skrefin verða hlutfallslega stutt, en tíðnin í skrefunum er mikil....sem lætur líta út fyrir að hann fari hraðar en hann raunverulega gerir.  Heimsklassa millivegalengdarhlaupari myndi stinga Ronaldo af í 100m spretti.

Til samanburðar má geta þess að þegar Bolt hljóp 150m keppni á 14.36 sek á götum Lundúna fór hann síðustu 100m á 8.72 sek með fljúgandi starti.  Samanburður á myndbandinu og tímanum hans í 100 úr blokk (9.58) er því langt í frá marktækur.

Stefán Már (IP-tala skráð) 3.12.2012 kl. 20:38

2 identicon

Finnbjörn Þorvaldsson einn fremsti alhliða íþróttamaður Íslendinga á tímann 10,5 og það var á möl. Sá tími var settur fyrir Ólympíuleikana í Þýskalandi 1936. Þann tíma hafa enn ekki margir Norðurlandabúar slegið. Að þeir geti hlaupið fyrir laun sín þessir ofmetnu fótboltamenn þykir mér nú algjört lágmark.

Gunnar Þór Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.12.2012 kl. 23:15

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hlaupastíll Ronaldos hentar best fyrir þá spretti, sem knattspyrnumenn þurfa að vera góðir í, en það eru 5-10 metra sprettirnir, "að vera fljótir í skrefinu".

Þegar ég var að gutla í svona löguðu fyrir hálfri öld var Baldvin Baldvinsson fljótasti maður í skrefinu, sem ég komst í tæri við, að minnsta jafn fljótur og fljótustu spretthlauparar þess tíma.

Sagt var um Baldvin að hann gæti sent sjálfum sér boltinn inn fyrir varnarmenn.

Hlaupastíll manna er mjög persónubundinn og má sem dæmi nefna mismuninn á Hauki Clausen og Herði Haraldssyni á sínum tíma og mismuninn á hlaupastíl Michael Johnsons og keppinauta hans.

Hlaupastíll Ronaldos hentar vel fyrir stutta spretti af því að með litlum hnébeygjum aukast líkur á því að geta skotið sem fljótast.

Þess verður að geta að Ronaldo hafði verið á ferðinni í leiknum í 77 mínútur og gæti þess vegna hafa verið búinn að hlaupa minnst 6 til 7 kílómetra og taka svona spretti svo tugum skipti á þeim tíma.

Frægt var á sínum tíma að Rocky Marciano gat slegið jafn fast, snöggt og ört í 15. lotu og þeirri fyrstu og var það talið merki um afburða góða þjálfun.

Það þarf enginn að segja mér að bestu knattspyrnumenn heims, sem geta gert svipaða hluti í lok 90 mínútna leiks eftir allt að samtals tíu kílómetra röð af spretthlaupum, og bera auk þess af eins og Ronaldo, sé í afburða góðri þjálfun.

Sé það niðurstaðan að Ronaldu hafi, þrátt fyrir allt, hlaupið 100 metrana

Ómar Ragnarsson, 4.12.2012 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband