11.12.2012 | 14:41
"Meint hlýnun loftslags."
Ofangreind orð notaði Jón Magnússon um það sem er að gerast þessi árin í veðurfarinu.
Sem sagt: Ekkert að marka það þótt hafís sé svo hverfandi lítill í Norður-Íshafinu að sigling norðausturleiðina sé næsta auðveld, og ekkert að marka tólfta hlýindaárið í röð. Ekkert að marka stórfelldari minnkun jökla á Grænlandi og Íslandi en mælst hefur.
Og ekkert að marka mælingar sem sýna mesta magn gróðurhúsalofttegunda sem mælst hefur og langhröðustu aukninguna og þaðan af síður neitt að marka það að tengslu séu á milli þess og hlýjasta hnattræna veðurfars sem mælst hefur.
Og minnst að marka Alþjóðabankann sem varar við afleiðingum þess að hiti á jörðinni hækki tvöfalt meira á þessari öld en spáð hafði verið fyrir um með þeim afleiðingum að heimkynni hundraða milljóna manna muni sökkva í sæ.
Orðin "meint hlýnun loftslags" voru í ofangreindu bloggi notuð til þess að úthúða umhverfisverndarfólki, sem er að reyna að benda hvaða afleiðingar það muni hafa að aðhafast ekkert.
Stefnir í enn eitt hlýindaárið á heimsvísu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.