13.12.2012 | 11:12
Gistiheimilið okkar, líkaminn.
Við fæðingu fáum við að gjöf gistiheimilið, sem verður athvarf okkar meðan á jarðvistinni stendur og við verðum síðan að skila til baka við brottför.
Við erum bundin við þessa einu eign, sem þó er í raun leiguíbúð, og verðum að sætta okkur við hana með kostum sínum og göllum. Hið eina sem við ráðum er hvernig við förum með hana og nýtum hana og í flestum tilfellum er það ekki sama, hvernig við stöndum að því.
Margir líta niður á fólk sem vill fegra, laga til og fara vel með þetta gistiheimili okkar og vissulega getur tíminn og fyrirhöfnin við það farið úr hófi fram.
En hinu verður ekki neitað að það er einfaldlega alls ekki sama hvernig við förum með þetta eina, sem við fengum að láni, og verðum að skila aftur.
Okkur líður betur þegar við sinnum líkamlegu formi sem best og sýnum þessari einu jarðlífsins gjöf þá virðingu, sem hún á skilið.
Háð ræktinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.