Jólasveinarnir "mæta á svæðið" á vef Framtíðarlandsins.

Nú er verið að framkvæma þá hugmynd hjá Framtíðarlandinu að vera með svolítið létt hjal í svartasta skammdeginu næstu þrettán daga og velta vöngum yfir því hvernig jólasveinarnir myndu "mæta á svæðið" eins og það heitir á vefnum framtidarlandid.is, þ. e. að koma við á einstökum virkjanasvæðum til þess að skoða þau á leið sinni til byggða.

Í dag sést hvar Stekkjastaur er á sveimi, á morgun Giljagaur, á föstudaginn Stúfur, o. s. frv.

Titillinn er "Á hverjum degi jólasveinn" og vísurnar unnar upp úr samnefndum texta við lag, sem ég á einnig höfundarrétt að, svo að þetta á að vera lagalega í lagi.  

Ekki er að efa að ýmislegt muni koma upp á í þessu flandri jólasveinanna.  


mbl.is Stekkjarstaur kominn til byggða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband