Elsta frétt á Íslandi.

Það að Íslendingar eyði um efni fram og stundi þar að auki rányrkju er líklega elsta frétt á Íslandi.

Um leið og landnámsmennirnir byrjuðu að taka til hendinni var nýting landsins ósjálfbær til lengri tíma litið og stunduð rányrkja á skóglendi og gróðurlendi landsins.

Rannsóknir sýna að landsmenn voru langt komnir með skóga og kjarr landsins þegar á tveimur fyrst öldum Íslandsbyggðar, bæði með því að höggva hann og beita, og ummæli Ara fóða um að landið hafi verið viði vaxið milli fjalls og fjöru hafa verið vísíndalega staðfest.

Hins vegar er misskilningur þegar nútímafólk segir að landið hafi allt verið skógi vaxið heldur nær orðalagið, sem Ari fróði notar, "viði vaxið" yfir kjarr og jafnvel víði.

Að sumu leyti var fyrstu kynslóðum Íslendinga vorkunn. Þeir áttuðu sig ekki á því að undir jarðveginum á eldvirku svæðinum var laus eldfjallaaska, og ef vindur og vatn komust inn undir jarðveginn þegar búið var að fjarlægja skóginn, en hann hafði bundið jarðveginn saman.

Síðan við fengum fullveldi hefur eyðsla um efni fram verið helsta vandamálið í þjóðarbúskapnum og virðist ekki hafa skipt máli hvort hér ríkti góðæri eða samdráttur.

Aldrei var eytt meira um efni fram en á árunum 1945-47 þegar keppst var við að eyða stríðsgróðanum og í aðdraganda Hrunsins náðu eyðslan og skuldasöfnunin nýjum hæðum.

Á samdráttartímanum 1948-1954 hélt eyðslan um efni fram áfram, en þjóðargjaldþroti var afstýrt með því að fá meir Marshallaðstoð á hvern íbúa en í nokkru öðru landi.

Og nú sýna tölur að á nýjasta samdráttarskeiðinu síðustu þrjú árin heldur eyðslan um efni fram áfram.  


mbl.is Íslendingar eyða um efni fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eigum við þá núna að biðja um Marshallaðstoð frá EU.? Halló!!!

jóhanna (IP-tala skráð) 20.12.2012 kl. 23:33

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"19. nóvember 2008:

Stjórn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins samþykkti fyrir stundu á fundi sínum beiðni Íslendinga um 2,1 milljarða Bandaríkjadollara lán.

Íslenskt efnahagslíf þarf á fimm milljörðum dollara að halda að mati ríkisstjórnarinnar.

Sú upphæð jafngildir um 700 milljörðum króna
miðað við Seðlabankagengi."

Stjórn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins samþykkti lánabeiðni Íslendinga

Þorsteinn Briem, 21.12.2012 kl. 00:55

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gengi íslensku krónunnar hrundi þegar íslensku bankarnir og Seðlabanki Íslands urðu gjaldþrota haustið 2008 og Íslendingar í námi erlendis lentu í gríðarlegum erfiðleikum.

Evrópusambandsríki, til að mynda Danmörk, Svíþjóð og Finnland, lánuðu þá íslenska ríkinu stórfé og björguðu því frá gjaldþroti.

Þorsteinn Briem, 21.12.2012 kl. 01:08

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Rugl.

Halldór Egill Guðnason, 21.12.2012 kl. 04:36

5 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Aðeins varúð hér Ómar.

Við hreinlega meigum ekki dæma forfeður okkar og mæður útfrá einhverjum nútímagildum og viðmiðum. Það er beinlínis rangt.

Til að lifa af hefur maðurinn alltaf nýtt það sem náttúran býður honum. Á norðlægum slóðum þarf eldivið til að kynda hýbýlin. Þú ert semsagt að skensa forfeður þína (vana skógarnytjum) fyrir að byrja ekki strax mótekju? Síðan jókst þetta líka sem afleiðing af hratt kólnandi veðurfari.

Segir ekki "viði vaxið milli fjalls og fjöru", eða nálægt því. Þú þekkir það nú manna best Ómar hve á langstærstum hluta landsins þessi spotti er afskaplega stuttur. Frá fjörunni uppí fjallshlíð er á fæstum stöðum hringvegarins risa landflæmi. Nema kannski hér neðst í Flóanum þar sem þú varst í sveit fyrir margt löngu.

P.Valdimar Guðjónsson, 21.12.2012 kl. 11:01

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þeir brendu líka kjarrið og skóginn gæjanir. Barasta brenndu það. Kallað Sviðningsræktun.

þetta er eitt mesta vandamál innbyggjara rányrkjan á náttúrunni. Íslendingar hafa aldrei lært, á 1000 árum, að umgangast náttúruna. þeir lærðu ekki einu sinni að klæða sig í takt við náttúruna. Fóru hálfberir uppá heiðar að vetrum og urðu þar úti umvörpum.

Í dag má sjá þennan tendens td. í sambandi við makrílinn. það á bara að útrýma honum eða til vara stórskaðastofninn. Enginn morgundagurinn. Engin langtímahugsun. Alveg eins og þeir útrýmdu síldinni á sínum tíma fyrir bara stuttu. Og kolmunnanum.

það sama var svo beisiklí á bakvið Sjallahrunið. það kom fjármagnsganga upp að landinu í nokkur ár - þá var bara veitt og veitt með rányrkjuteoríuna að leiðarljósi þangað til: Ha? Abbú?! Alveg eins og smákrakkar. Svo var náttúrulega bara neitað að borga.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.12.2012 kl. 11:54

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég get þess sérstaklega að þessum kynslóðum hafi verið vorkunn því að þær hafi ekki vitað að hér voru jarðvegur og áhrif eldgosa sem ekki þekktust í Noregi.

Ég er aðeins að segja frá staðreyndum, ekki að "skensa"  eða deila á þá sem áttu heima í landinu á fyrri öldum.  

Það er hins vegar aðal umhugsunarefnið hvernig þeir sem nú lifa í landinu og ættu að hafa allar upplýsingar,  ætla ekki að hika við að fara út í stórfelldari rányrkju á kostnað komandi kynslóða á  sviði orkuöflunar og umgengni við náttúru landsins en áður hefur þekkst á jafn skömmum tíma.

Ari fróði og helstu höfðingjar landsins áttu heima í héruðum þar sem gátu verið allt að hundrað kílómetrar milli fjalls og fjöru. Og allar rannsóknir benda til að land allt hafi verið viði vaxið milli fjalls og fjöru við landnám.

Ómar Ragnarsson, 21.12.2012 kl. 14:47

8 identicon

Tek undir með Valdimari hérna. Fáir nútímamenn sem enn eru á lífi geta sett sig í spor forfeðra okkar. Hafa aldrei soltið eða þurft að upplifa stanslaus harðindi, litlu-ísöld, skaftárelda eða þaðan af verra. Meðal-lífslíkur karlmanna á íslandi náðu neðst ca 32 árum, konur fengu þá 40.
Innlegg Ómarks Bjarka dæmir sig svo steindautt, að best væri að nota það í makrílfóður.

Jón Logi (IP-tala skráð) 21.12.2012 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband