Tvær hliðar á málinu.

Tvær hliðar eru á því máli að bílafloti Íslendinga sé með þeim elstu í Evrópu. Annars vegar er þetta óæskilegt vegna þess að nýjustu bílarnir eru mun umhverfismildari en eldri bílar. Þeir bæði eyða minna eldsneyti og blása mun minna koldíoxíði út í loftið.

Svo miklar hafa þessar framfarir verið síðustu árin, að nú blæs stór hluti bílaflotans minna en 120 grömmum af koldíoxíði á kílómetra út í loftið á hvern ekinn kílómetra, og ætti því að fá frítt í stæði í Reykjavík, þannig að sá afsláttur er orðinn úreltur.

Nýjasta Ecoboost vélin frá Ford kreistir tvöfalt meira afl út úr hverjum lítra rúmtaks en bestu vélar gerðu áður án þess að eyðslan hafi aukist og aflmesta Twin-Air vél Fiat er álíka afkastamikil og Ecoboost-vélin.

Nýjustu bílarnir eru búnir mun meiri öryggisbúnaði en eldri bílar. Meira að segja minnsti Toyotabíllinn, IQ, er með níu líknarbelgi innandyra og sjálfvirkar skrikvarnir eru orðnar algengar.

Hin hliðin á málinu er sú, að tíu ára gamall bíll nú er miklu öruggari og vistmildari bíll en tíu ára gamall bíll var fyrir aðeins fimm árum, þ. e. annars vegar bíll af 2003 árgerð og hins vegar bíll af 1998 árgerð.

Nýir bílar eru meira notaðir en gamlir þannig að meðaltalsaldurinn segir ekki alla söguna.

Margir Íslendingar hafa ekki efni á því að eiga nýja bíla og er ég í þeim hópi. IMG_4857

Í staðinn ek ég á minnsta bíl, sem er í umferð á landinu hverju sinni, og er þar reyndar um tvo bíla að ræða. Bíllinn, sem myndin er af, og var sparneytnasti bíllinn á markaðnum á sínum tíma og búinn rafeindakveikju og mengunarvörnum svo að hann stæðist kröfur Evrópusambandsins.

Á meðan sá bíll er í notkun fer ekki hráefni, orka og vinna í það að framleiða nýjan bíl handa mér og hann er svo einfaldur að viðgerðarkostnaður er nær enginn.  IMG_5635


mbl.is Hár meðalaldur íslenska bílaflotans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ættir kannski að bæta við mynd af traktor og Frú, - það má velta fyrir sér meðalaldri traktoraflotans ;)

En að öllu gamni slepptu, þá er endingartími þar mun meiri en bíla. Og á meðan að á "góðærinu" stóð og meðal-endingartími bíla var 7 ár, stefndi í 5 hefðu fjármálamenn haft sitt fram, var hið sama yfirfært á traktora.

Ég man er ég reyndi að endurfjármagna vélapakkann minn upp á 4.3 milljónir. Það stóð ekki til boða, enda nær allt eldra en 5 ára. En 39 milljónir gat ég fengið upp á að kaupa allt kittið nýtt.

Það má nú keyra "kittið" út finnst mér.....það eru umhverfisáhrif að henda stöðugt og nýtt er brætt saman í staðinn.

Jón Logi (IP-tala skráð) 21.12.2012 kl. 10:21

2 identicon

Í mínum huga er ágæt að nýta hlutina vel og það að kasta kannski 7 ára gömlum bíl er tóm della og bruðl.

Bjarni Valur Guðmundsson (IP-tala skráð) 21.12.2012 kl. 16:53

3 identicon

Sem bílaáhugamanni líkar mér mjög vel við það að það sé mikið til af ódýrum gömlum bílum í landinu. Ég gæti kanski farið að láta það eftir mér að kaupa marga gamla bíla sem mig hefur lengi langað í, þ.e.a.s. ef ég fyndi mér loksins eitthvað húsnæði á viðráðanlegu verði, en það er önnur saga svosem. Bílarnir sem ég hef verið á Síðustu ár eru Hyundai Coupe 2.0 '96 - Suzuki Baleno 4x4 '96 og Mercedes Benz 190E '84 Fyrstu tveir fóru uppí vöku vegna skoðunaratriða en keyrðu báðir fínt og hefðu getað gert í mörg ár í viðbót. Bensinn er keyrður a.m.k. 400.000 og á nóg eftir :)

maggi220 (IP-tala skráð) 22.12.2012 kl. 12:46

4 Smámynd: Walter Ehrat

Við hvað er miðað? Mér finnst nú bílaflotinn sem sést á götunum ekkert sérlega gamall.

Ef það er verið að reikna með fornbíla í útreikningunum þá er það ekki sérlega sanngjarnt. Fornbílar sem eru keyrðir að meðaltali nokkur hundruð km á ári.

Ég hef grun um að raun meðalaldur bíla í daglegri notkun sé mun nýlegri hér á landi.

Walter Ehrat, 25.12.2012 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband