Síðustu jólasveinarnir hjá Framtíðarlandinu.

Það eru vetrarsólstöður í dag. Síðustu jólasveinarnir detta inn þessa dagana á framtidarlandid.is þar sem sem á aðfangadag verða komnar 26 vísur í laginu "Á hverjum degi jólasveinn", en það er uppfærð lenging á textanum við lagi með þessu nafni, sem ég söng í fyrra með 3ja ára telpu, barnakór Kársnesskóla og Stórsveit Reykjavíkur.

Má segja að undirtitill textans nú sé "Á hverju svæði jólasveinn" en í honum koma þeir við á nokkrum af þeim svæðum, sem nú er verið að fjalla um á Alþingi varðandi rammaáæltun. Auðvitað fylgjast jólasveinarnir vel með!

Aðaláhyggjuefni mitt ef spá Trausta Jónssonar gengur eftir er það, hvort nógur frostlögur sé á gömlum flugvallarbíl, sem stendur á Sauðárflugvelli á Brúaröræfum milli Brúarjökuls og Kárahnjúka.

En ég fæ gott veður á leið til Akureyrar til áritana fyrir Sjónvarpið á nýjum safndiski af Stiklum.


mbl.is Rætist kuldaspá falla dægurmet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: K.H.S.

Rammasveinn kom síðast og gerði í buxuna.

K.H.S., 22.12.2012 kl. 13:26

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vetrarsólstöður voru í gær, 21. desember, klukkan 11:12.

"Vetrarsólstöður geta hlaupið til milli daganna 20. og 23. desember en sumarsólstöður eru á tímabilinu 20. til 22. júní ár hvert og verða 21. júní á næsta ári."

Daginn tekið að lengja

Þorsteinn Briem, 22.12.2012 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband