Breiddin og fjölbreytnin ráða miklu.

Síðasta áratuginn hafa ráðamenn Ford lagt áherslu á að Focus og Mondeo hefðu sportlega aksturseiginleika, væru framleiddir það víða að kalla mætti þá "heimsbíla" og nú síðast að bjóða upp á magnað úrval af útfærslum og vélum.

Það hefði þótt saga til næsta bæjar allt fram að þessu að meðalstórir bílar væru boðnir með þriggja strokka smávélum sem væru innan við 1000 cc að rúmtaki.

En svona eru minnstu Ecoboost vélarnar og framleiða þó 122 hestöfl.

Nú hefur Benz gefist upp á "skynsamlega" A-bílnum og kynnt gjörbreyttan A-bíl, sem leggur mest upp úr sportlegum aksturseiginleikum sem geti keppt við Audi 3, BMW 1 og Ford Focus.

Svo mikil áhersla er lögð á útlit nýju A-línunnar að erfitt að komast inn í aftursætið vegna þess að gluggalínan er bogadregin niður á við, eingöngu útlitsins vegna en ekki vegna þess að það gefi neitt í minnkun loftviðnáms.

Spennandi barátta er framundan í þessum stærðarflokki.


mbl.is Vinsælasti bíll ársins 2012
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Andrés Jónsson

Hann yrði finn hjá þér fiatinn með svona ecoboost vél

Sigurður Andrés Jónsson, 22.12.2012 kl. 15:27

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég þarf ekki Ford-vél til þess. Fiat framleiðir nú  875cc tveggja strokka Twin-Air vél sem getur verið 105 hestöfl ef í það fer, en 85 hestöflin, sem er mest framleidd ætti að nægja!  

Ómar Ragnarsson, 22.12.2012 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband