23.12.2012 | 17:15
Reykhólaframleiðslan hefur spjarað sig.
Það voru ekki allir vissir um réttmæti þess að hefja þörungavinnslu á Reykhólum á sínum tíma og á tíma blés ekki byrlega í rekstrinum.
En þangauðæfi Breiðafjarðar eru mikil að vöxtum og þrátt fyrir andstreymi í ýmsum framleiðsluiðnaði á landinu hafa Reykhólar spjarað sig og þar hafa verið fundnar nýjar leiðir til þess að efla og víkka út framleiðsluna.
Þetta er gott að sjá á erfiðleikatímum og sýnir að blanda af hugmyndaauðgi, þekkingu og útsjónarsemi getur skilað miklu í þjóðarbúskapnum.
Framleitt til manneldis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já satt er það Ómar,fallega sveitin mín reynir sitt besta til að færa björg í bú fyrir landið okkar..:)
En vonandi kemur þá ekki SJS@JS með einhvern nýjann skatt á verksmiðjuna...þeim væri trúandi til þess..
Annars jólakveðjur til þín og þinna:)
Halldór Jóhannsson, 24.12.2012 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.