Þurfti ekki rannsókn til.

Guðmundur jaki sagði það einu sinni við mig að sig undraði oft að það þyrfti hámenntað fólk til að stunda rannsóknir sem gæfu niðurstöður sem allir vissu fyrirfram.

Sú niðurstaða að 80% landsmanna ætli ekki að kaupa bíl á næstu sex mánuðum er engin frétt. Meðalaldur bíla á Íslandi er yfir tíu ár og jafnvel þótt jafn mikið væri keypt af nýjum bílum og að meðaltali síðustu tíu árin myndu 95% landsmanna svara þannig að þeir ætluðu ekki að kaupa nýjan bíl næstu sex mánuðina.

Þá er eftir að skoða, hverjir ætla að yngja upp eða skipta um bíl, en það gerist auðvitað oftar heldur en að fólk kaupi nýjan bíl, og raunar er talan 20% sem gætu hugsanlega skipt um bíl á næstu sex mánuðum hreint ekki svo lág.


mbl.is Fæstir kaupa bíl í næstu framtíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband