Í staðinn fyrir "heimsendi" Maya indíánanna?

Ég er ekki jarðfræðingur en hef alla ævi verið í nánu sambandi og samstarfi við þá og veit, að þá rekur í rogastans við að heyra aðra eins vitleysu eins og að "Ísland geti sprungið í loft upp á hverri sekúndu."

Ekki sjást þess dæmi í milljóna ára sögu landsins að neitt slíkt hafi nokkurn tíma gerst.

Vitað er um skæð hamfaraflóð bæði í norður og suður frá Vatnajökli og í austur og vestur frá Kötlu, og gosið í Lakagígum olli dauða nokkurra milljóna manna víða um heim.

Við vitum að Hekla getur hvenær sem er gosið með hálftíma aðvörun og að senn geti komið tími á stórgos milli Suðurjökla og Vatnajökuls, á umbrota- og eldgosahrinu á Reykjanesskaga og á risaöskugos undir Vatnajökli eða Mýrdalsjökli.

Einnig gætu orðið mannskæð gos í Öræfajökli og Snæfellsjökli eða í Vestmannaeyjum.

En að landið geti sprungið í loft upp er svo fráleitt að undrum sætir að önnur eins steypa sé birt í einhverjum virtasta fjölmiðli heims athugasemdalaust.

Þetta minnir á hræðslubull fyrri alda um það að Hekla væri fordyri helvítis.

Og þá er bara að virkja íslenska jarðvísindamenn til þess að leiða hið sanna í ljós, því enginn ferðamaður vill væntanlega koma til lands, sem getur sprungið upp á hverri sekúndu sem er.

Engu er líkara að greinarhöfundur hafi talið sig knúinn til að spinna upp þetta  bull vegna vonbriggða með það að ekki varð hinn hlægilegi heimsendir sem átti að verða 21. desember fyrir hreinan misskilning á tímatalli hins annars stórmerka indíánaþjóðflokks Maya.

Honum væri nær að huga að því sem getur gerst í frægasta þjóðgarði heims, Yellowstone.   


mbl.is Ísland er tifandi tímasprengja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Upp í loft hann Óli springur,
ekki meira grísinn syngur,
syrgir enginn snjótittlingur,
sauð sem étur andabringur.

Þorsteinn Briem, 2.1.2013 kl. 19:27

2 identicon

1) Aðeins annar þessara þátta er nýr. Hinn kom út 2011 og er margendursýndur.

2) Í þeim þætti er hvergi sagt að Ísland sé tifandi tímasprengja, aðeins að líklegt sé að þar verði hamfarir sem geta haft áhrif á aðra íbúa álfunnar.

3) Þátturinn (sá með Jeremy Irons) er raunar talsvert mikið skárri en aðrir þættir um sama efni sem við hjúin höfum séð eftir 2010. Líklega er það ástæðan fyrir því að PBS hefur valið hann umfram marga aðra kandídata (margir þeirra eru frá USA og gerðir eftir þeirra kúnstarreglum með tilheyrandi yfirkeyrðu drama).

4) Blaðamaður Mbl þýðir þessa frétt greinilega gagnrýnislaust upp úr frekar slakri grein blaðamanns NYT, fyrst hann getur þess ekki að einungis annar þáttanna er nýr.

Vigfús (IP-tala skráð) 2.1.2013 kl. 19:33

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Ómar, hamfaragos er framundan svo mikið er víst en hvenær það kemur er mjög óvíst en styttist óþyrmilega í þann atburð!

Sigurður Haraldsson, 2.1.2013 kl. 23:40

4 identicon

NUBO STENDUR Á BAK VIÐ ÞENNAN ÁRÓÐUR OG HUGSANLEGA EVRÓPUSAMBANDIÐ LÍKA,ER ÞAÐ EKKI BARA,OG SEI SEI. NUBO ER MIKIÐ MIKIÐ FÚLL.

Númi (IP-tala skráð) 3.1.2013 kl. 00:27

5 identicon

"BNA geta sprungið í loft upp hvenær sem er" væri betri fyrirsögn, því að eins og Ómar bendir á, er svæðið við Yellowstone einhver svakalegasta eldstöð jarðkúlunnar. Gerir öll gos hér nánast að túristagosum í samanburði. Jafnvel 1783-1786, gosið í Öræfajökli, og meir að segja það sem stóð á bak við Þjórsárhraunið!

Jón Logi (IP-tala skráð) 3.1.2013 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband