1960, 1980, 1988, 2009 og 2012.

Hvað eiga þessi fimm ártöl sameiginlegt? Jú, í öllum tilfellum gegndu konur í fyrsta sinn einhverju af helstu embættum á Íslandi.

1960 var það Auður Auðuns, sem varð borgarstjóri í Reykjavík, að vísu ásamt Geir Hallgrímssyni, 1980 varð Vigdís Finnbogadóttir fyrst kvenna í heiminum til að verða kosinn forseti og þjóðhöfðingi lýðveldis og 1988 varð Guðrún Helgadóttir fyrst kvenna til að gegna embætti forseta Alþingis.

2009 varð Jóhanna Sigurðardóttir fyrsta konan til að gegna forsætisráðherraembætti á Íslandi og 2012 varð Agnes Sigurðardóttir fyrst kvenna til að gegna embætti bískups Þjóðkirjunnar á Íslandi. 

Stundum þarf að sýna svolítið víðsýni við val á mönnum ársins og hvað Agnesi Sigurðardóttur snertir, er það ljóst að þegar fram líða stundir verður nafn hennar fremst í sögubókum hvað varðar þá Íslendinga sem tengjast árinu 2012. 

Og það er athyglisvert að það eru 55 ár á milli fyrsta ártalsins og hins síðasta í upptalningunni hér að ofan.


mbl.is Agnes er Vestfirðingur ársins 2012
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins gott að guð er ekki til því það er stranglega bannað í biblíu að dömur gegni svona embætti/messi yfir körlum :)

DoctorE (IP-tala skráð) 7.1.2013 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband