Fordómarnir lifa því miður góðu lífi enn.

Liberace var afar sérkennilegur og skemmtilegur píanóleikari með sinn sérstæða stíl, klæðaburð og framkomu, og var að ýmsu leyti, bæði sem persóna og skemmtikraftur langt á undan sinni samtíð. 

Því eru það hryggileg tíðindi, ef það er rétt hjá leikstjóra myndarinnar að hún lýsi sambandi Liberace við sambýlismann sinn á nákvæmlega sama hátt og um sambúð karls og konu væri að ræða, að bandaríski kvikmyndaiðnaðurinn þori ekki að gera þessa mynd.

Það sýnir að þröngsýni og fordómar um þessi mál lifa því miður góðu lífi enn. 

Og þetta gerist á sama tíma og stór hluti íbúa 18 þúsund manna borgar í Bandaríkjunum réttlæta svívirðilegt athæfi ungra íþróttamanna gagnvart stúlku, sem byrlað var lyf í aðdraganda verknaðarins. 

 

 


mbl.is Myndin þótti of „samkynhneigð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll 'Omar. Hef alltaf jafngaman að lesa pistla þína. En nú held ég að við megum ekki fafa of langt í okkar "fordómum". Liberace var "pur" hommi og lifði samkvæmt því.  Það sem er að gesrast í smábænum(18.000) er náttúrulega viðurstyggilegt og lýsir hvernig smábæjar"momentið" er hafið yfir lög og gerðir. Ekki sambærilegt vegna þess á hans tíma var þessi "lifnaður" ekki alveg eins og ég og þú. Góður var hann sem tónlistarmaður ein lífstíllinn var ekki til fyrirmyndar. Gay Pride hvað. Stundum verður að setja mörkin. eller hur?

Bjarni Hjartarson (IP-tala skráð) 7.1.2013 kl. 02:48

2 identicon

Lífstíll? Ha?

Nú? Voru allir í flokknum "ég og þú" með fyrirmyndarlífstíl á hans tíma?

Edda Björk Ármannsdóttir (IP-tala skráð) 7.1.2013 kl. 11:37

3 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Satt, á tíma Liberace var lifnaður samkynhneigðra ekki vel séður, en við erum að tala um núið í sambandi við gerð myndarinnar. Því finnst mér það lýsa einhvers konar fordómum að segja að það sé eðlilegt að þvo hendur sínar af kvikmindagerðinni, bara af því að líf Liberace var fodæmt af mörgum á sínum tíma.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 7.1.2013 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband