Hve marga ferðamenn skyldi Björk hafa lokkað beint eða óbeint til landins?

Í viðtali Morgunblaðsins við Svisslendinginn Roland A. Mores segir hann að alger tilviljun hafi orðið til þess að hann fór til Íslands þegar hann ætlaði til New York en komst ekki þangað. Íslandsferðin hefði dottið inn vegna þess að Björk Guðmundsdóttir væri Íslendingur.

Og síðan kæmi hann árlega til Íslands og væru Íslandsferðirnar orðnar ellefu. 

Vitað er að Björk hefur ekki skafið utan af þjóðerni sínu erlendis og reynt að kynna landið og náttúru þess sem best. 

Væri fróðlegt að vita hve marga ferðamenn hún hafi beint eða óbeint lokkað til landsins. 


mbl.is Meira en lítið ástfanginn af Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Það á einnig líka við um Of Monsters and Man. Það er ein sú heitasta hljómsveit í heiminum í dag.

Sumarliði Einar Daðason, 7.1.2013 kl. 20:37

2 identicon

 nei ekki held eg að það Sumarliði

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 7.1.2013 kl. 23:53

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þá veistu ekki mikið, Helgi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.1.2013 kl. 00:47

4 identicon

Er ekki einhver fæling bundin henni líka.

Ég kannast við frá Frakklandi ef hana ber upp, að það eru margir Frakkar sem þola hana  ekki. Telja hana oflofaðasta músikkant þarsíðustu ára.

Karl Jónsson (IP-tala skráð) 8.1.2013 kl. 03:44

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Icelandic singer Bjork has been given a top award from the French people, putting in her an elite group which includes Michael Jackson and Robert De Niro.

The chart-topping star was given the Order Nationale du Merit, which honours foreign stars for their contribution to French culture.

The awards are only bestowed on the biggest movie and music stars, signifying the esteem in which Bjork is held in the country.

Jack Lang, the French minister for education and former culture minister, presented the singer with the award.

Bjork is currently in the middle of her world tour and is performing in France where the prime minister, Lionel Jospin, has been among the many fans who have flocked to her gigs.

Receiving the Order, Bjork said: "I am extremely honoured to get such a prestigious award from a country which means so much to me."

The star will begin the UK leg of her tour on August 29 when she plays in front of just 300 people at St John's in Smith Square, London, followed by a concert at the English National Opera on September 23.

Svanur Gísli Þorkelsson, 8.1.2013 kl. 05:41

6 identicon

Einmitt Svanur þetta er eitt "oflofið" sem fer hvað mest í taugarnar á mörgum Frökkum.

Karl Jónsson (IP-tala skráð) 8.1.2013 kl. 07:42

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú, þetta er rétt ábending. Börk hefur án efa skapað óhemju gjaldeyristekjur með því að fá ferðamenn til landsins.

Að mínu mati hafa íslendingar aldrei áttað sig á hversu vinsældir Bjarkar voru víðtækar. Náðu yfir allt Popplandakortið. Og hún var vinsæl og virt fyrir að vera með sjálfstæða listsköpun. Oft lagði hún áherslu á að hún væri frá Íslandi og margir fóru að setja = á milli hennar og Íslands.

það sem íslendingar sumir eiga erfitt með að fatta er, að Ísland er fyrir meginþorra fólks útí heimi barasta ekki til. Ísland who? segir fólkið. Aldrei nokkurntíman heyrt um það. Jafnvel bara nágranalönd.

þessvegna kemureinkennilega fyrir sjónir umræðan hérna uppi varðandi pólitísk mál og samskipti Íslands við umheiminn, að þá er það yfirleitt orðið þannig að Ísland er einhver miðpunktur sem allir mæni á. það er rangt að halda slíku að íslendingum. Vegna þess að það er ekkert rétt. Meginþorri fólks erlendis hefur aldrei einu sinni heyrt minnst á Ísland.

þegar eg var í kynnisferðum erlendis um 2000, þá var Björk yfirleitt það eins sem fólk gat tengt við Ísland. From Iceland? Aaa Björk! Svo vissu þeir ekkert meir.

Nú var tónlist Bjarkar aldrei í neinu sérstöku uppáhaldi hjá mér tónlistarlega og eg fór að velta fyrir mér afhverju erlendir aðilar hefðu þetta dálæti á henni - og þá var áberandi að það fólk mat mest var sérstaðan og sjálfstæðið í listsköpun hennar. Hún kom með nýja stíl inní poppið, má segja. þessi stíll höfðaði augljóslega afar sterkt til yngra fólks og þá glóbalt á sýnum tíma. Hún hitti á einhverja fjölþjóðlega taug. Ennfremur náði hún í gegnum markaðssíuna. þ.e.a.s. að hún var bókstaflega spiluð allstaðar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.1.2013 kl. 11:07

8 identicon

Þetta er rétt hjá Ómari og nafna hans Bjarka. Björk er einhver besti sendiherra sem þjóðin hefur átt.

Ég verð alltaf var við það hvað margir þekkja hennar nafn, vita hvaðan hún kemur og kunna að meta hennar list. Ungir sem aldnir.

Þegar ég kom fyrst til Þýskalands fyrir langa löngu og sýndi landamæravörðum vegabréfið, var það ósjaldan sem þeir brostu til mín og sögðu; Nonni und Manni. Yndislegt. Í dag er það Björk.

Sú hugmynd sem hér kemur fram í ummælun, að Björk fæli fólk frá Ísland, sé einhver “fuglahræða”, er með ólíkindum og sýnir þá sótsvörtu afdalamennsku sem er enn til meðal innbyggjara.

Ísland á ekki marga snillinga, við ættum því kannski að hlúa að þeim fáu sem við eigum og sýna þeim virðingu. Þeim gæti jafnvel tekist að bæta það tjón sem orðstýr okkar hefur orðið fyrir af völdum forsetagarmsins og hans “sons of enterprises”.

Kveðja, frá Sviss.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.1.2013 kl. 13:18

9 identicon

Edit: "poets of enterprise", átti það að vera. Við skulum vitna rétt í bull forsetans.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.1.2013 kl. 14:02

10 identicon

Björk þekkja gífurlega margir, og minnist ég þess glottandi þegar Jeremy Clarkson minntist á hana í Íslandsþætti Motorworld frá 1994 með orðunum "In Iceland, people think Björk is normal".
Nonni & Manni voru öflugir, en þeirra árangur í Þýskalandi má að góðum hluta byggja á öðrum sendiherra, - íslenska hestinum.
(Gráni þeirra voru held ég 2 hross, annað meri, og sú endaði í Noregi)

Jón Logi (IP-tala skráð) 9.1.2013 kl. 07:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband