Sumir jafnari en aðrir í "fræðasamfélaginu" ?

Margir hafa hent á lofti ummælin um að þeir sem hafa fengið það verkefni að semja nýja stjórnarskrá hafi ekki hlustað nógu vel ekki á "fræðasamfélagið". Greinilega er átt við þá fræðimenn, sem hafa ekki verið ánægðir með einstök ákvæði nýju stjórnarskrárinnar og vinsælt er að gefa í skyn að fræðasamfélagið sé "einróma" á móti stjórnarskránni.

Í hvert skipti sem aðfinnslur heyrast verða þær að fréttaefni fjölmiðla. Í fyrradag var viðtal á RUV við Svan Kristjánsson prófessor þar sem hann var ósammála aðfinnslumönnunum og jákvæður gagnvart nýju stjórnarskránni.

Hefði mátt ætla að þetta þætti athyglisvert og fréttnæmt en það er nú öðru nær. Er ljóst að ekki eru allir jafnir í fræðasamfélaginu hvað snertir athygli fjölmiðla, - sumir jafnari en aðrir.

Þess má geta á Örn Bárður Jónsson er með tengil í viðtalið við Svan Kristjánsson á bloggsíðu sinni á eyjan.is. 

Síðan er rétt að halda því til haga að stanslaust hefur verið leitað til  "fræðasamfélagsins" í meira en tvö ár. 

Í stjórnlaganefnd, sem lagði grunn að því efni, sem stjórnlagaráð vann úr, unnu prófessorar í stjórnskipunarrétti 800 blaðsíðna efni varðandi verkefnið og gaf í mörgum tilfellum upp mismunandi leiðir í einstökum málum. Stundum var það gert vegna þess að "fræðasamfélagið" var ekki sammála um leiðir og útfærslur. 

Stjórnlagaráð valdi stundum á milli þessara atriða og eðlilegt var að viðkomandi ráðgjafar væru óánægðir sitt á hvað eftir atvikum að þeirra útfærsla var ekki valin. 

Eftir á leggja margir þetta út þannig að um sé að ræða "einróma" andstöðu við útkomuna. 

Ef þessi aðferð er notuð má líka segja að stjórnlagaráð sé "einróma" óánægt með nýju stjórnarskrána vegna þess að ekki þarf lengi að hlýða á upptökur af fundum ráðsins og öðrum gögnum, að vitaskuld fékk enginn fulltrúi öllu  sínu framgengt í 114 greinum. 

Síðan má geta þess að í stjórnlagaráði áttu sæti nokkrir fulltrúar úr "fræðasamfélaginu", prófessorar, stjórnlagafræðingar og lögfræðingar. En þeir virðast ekki vera taldir hlutgengir í þeim virðulega hópi. 

Og "fræðasamfélagið" nær greinilega ekki út fyrir landsteinana. Þannig hafa margir allt á hornum sér að fræðimenn erlendir, sem einna mesta þekkingu hafa á stjórnarskrám landa heims, hafa gefið nýju stjórnarskránni ágætiseinkunn. 


mbl.is Mikilvægt að jafna vægi atkvæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Tek heilshugar undir þetta Ómar!

Ég var sjálf meðframbjóðandi og barðist fyrir að fá íslensku sem opinbert tungumál á Íslandi og var það sett í lög 2011. Gott mál.

Hinsvegar fylgdist ég með öllu ferlinu á netinu og kom með tillögur lýðræðislega eins og svo margir a'rir. Svo kemur bara frá Forsetanum að þetta hafi ekki verið nógu "lýðræðislegt" og þurfi frekari umræðu og blabla...

Það er rangt, það voru bara svo margir sem kúpluðu sjálfir í hlutlausan gír. Þar á meðal ÓLAFUR RAGNAR

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.1.2013 kl. 20:16

2 identicon

Thetta er nu frekar mikil oftulkun a nidurstodum fraedimannanna erlendu: http://www.constitutionalassembly.politicaldata.org/?p=49

Indridi Indridason (IP-tala skráð) 9.1.2013 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband