Á skjön við "brjóstvörn frelsisins."

Bandaríkjamenn komu inn í tvær heimsstyrjaldir og í síðara skiptið til þess að bjarga Evrópu og heiminum frá mestu villimennsku sögunnar. Í ársbyrjun 1941 setti Roosevelt forseti fram kenningu sína um frelsin fjögur og stimplaði þar með Bandaríkin sem brjóstvörn frelsisins og "vopnabúr lýðræðisins."

Á meðan á styrjöldinni stóð beittu þeir sér fyrir stofnun Sameinuðu þjóðanna með mannaréttindayfirlýsingu þeirra sem þungamiðju. 

Gvantanamó fangabúðirnar á Kúbu eru í æpandi mótsögn við þetta og skaða því orðstír og stöðu Bandaríkjanna og allra vestrænna þjóða.  


mbl.is Enn 166 í haldi í Gvantanamó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guantanamo fangabúðirnar eru vissulega blettur á Bandaríkjunum en atómsprengjur á Hirósíma og Nagasaki voru með verstu stríðsglæpum seinni heimstyrjaldarinnar. Engu betri en gasofnar Þjóðverja. Saklausu fólki var útrýmt með skelfilegum hætti og örugglega hefði verið réttað yfir Bandaríkjamönnum hefðu þeir tapað stríðinu.

Sverrir Hjaltason (IP-tala skráð) 11.1.2013 kl. 22:18

2 identicon

USA ætlaði nú eiginlega að sitja hjá í WW2. Japanir réðust á þá, og Þjóðverjar lýstu stríð þeim á hendur.
Og sverrir, - viltu þá ekki bæta við fjöldamorðum Japana í Nanking og Manila, loftárásunum á Dresden og Tókýó, og taka kalt mat á tölum sem tengjast "operation olympus" sem var alternatívið við bombuna, - svo og að meta það að eftir Nagasaki vildi Japanska herráðið halda áfram stríðinu. (Það var Keisarinn sem sagði stopp).

Jón Logi (IP-tala skráð) 12.1.2013 kl. 07:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband