18.1.2013 | 01:38
"...Og þegar Íslendingar arka´á suðurpólinn..."
Afrek Vilborgar Örnu Gissuarardóttur verður lengi í minnum haft, ekki bara vegna þess að hún er fyrsta íslenska konan sem vinnur þessa hetjudáð, heldur líka fyrsti Íslendingurinn sem gengur þetta ein síns liðs.
Þetta hleypir nýju lífi í lagið "Þá eru að koma jól", sem ég syng á skemmtunum yfir jól og nýjár, og fjallar um helstu teikn þess að jólin séu að komja, en miðhluti lagsins er svona:
....Og þegar Íslendingar arka´á suðurpólinn
þá er það óhugsandi nema fyrir jólin.
Og þegar lokaður er loksins barnaskólinn
og lausir kennarnir eru að koma jólin.
Og er af rónunum þeir rýma Arnarhólinn
má reikna með því að þá eru´að koma jólln.
Á nektarstað ef engir fara´að fjörga tólin
er það fullvíst, að þá eru´að koma jólin.
Og þegar leikið er að jólabarnið lagt sé í jötu
þá loksins koma jól.
Og alltaf þegar Bubbi kóngur er að gefa´út plötu
þá eru´að koma jól.
Þegar jólaauglýsingar eru orðnar alger pína
þá eru´að koma jól.
Og þegar öllum verður mál að gefa´út ævisögu sína
þá eru´að koma jól...."
Til hamingju, Vilborg Arna og Íslendingar með þetta glæsilega afrek sem lífgar upp skammdegið!
Vilborg komin á suðurpólinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vilborg hún er kjarnakona,
komst á Suðurpól sóló,
ekki gat hann Ómar svona,
át of mikið Prins Póló.
Þorsteinn Briem, 18.1.2013 kl. 05:30
Ekki dugar þú minn drengur
deigan varla hreyfir lim
Þótt hann þykist endast lengur
Þá lekur niður Steini Briem
Jósef Smári Ásmundsson, 18.1.2013 kl. 06:05
Jósef rindill ríður húsum,
ræður ei við sköndul sinn,
fólið ræðst með flötum lúsum,
á forsetann og hundinn minn.
Þorsteinn Briem, 18.1.2013 kl. 06:35
HE HE.Asskoti ertu klámfenginn Steini.Það er erfitt að toppa þetta.
Meðan brimið holar steininn
og Sifjar Friðleifs mótorhjól
Nuddar hana þá mun sveininn
Steina ekki rísa tól.
Jósef Smári Ásmundsson, 18.1.2013 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.