Slæmur galli riðlakeppni.

Þegar leikið er í riðlakeppni er alltaf hætta á uppákomum eins og þeim að lið "reyni ekki að vinna" eins og gerðist í leik Dana og Makedóníumanna þar sem Makedóníumenn reyndu ekki að vinna og Danir áttu í vandræðum með að leika hæfilega mikið fyrir neðan getu til að eyða lágmarkspúðri í sigur.

Fyrir bragðið lék hvorugt liðið eins og vel og leikurinn því lélegri en áhorfendur hefðu átt kröfu á að sjá og vafasamt hvort flokka mátti slíkt undir íþróttamannslega framkomu.

Það sem veldur þessu er einföld stærðfræði, "veldisfjölgun leikja" með hverri umferð.

Til að hver einasti leikur verði útsláttarkeppni, þurfa liðin að vera 2, 4, 8, 16 eða 32. Næst síðasta talan er heldur lág fyrir heilt stórmót; - 8 leikir með 16 liðum, en síðasta talan of há, því að hún kostar það að 16 leiki þurfi að leika í fyrstu umferð mótsins með þátttöku 32ja liða. 

Sömuleiðis ræður heppni afar miklu í 16 leikjum milli 32ja liða, og enda þótt að óumdeilt kunni að verða hver hreppir gullið, getur heppnisfaktorinn skilað liðum silfri eða bronsi. 


mbl.is „Við reyndum heldur ekki að sigra“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Sammála þessu.Slæmt að lenda móti Frökkunum á sunnudaginn en við verðum bara að vona að þetta verði okkar dagur.

Jósef Smári Ásmundsson, 19.1.2013 kl. 11:59

2 identicon

Besta aðferðin er að láta alla leikina í lokaumferðinni í A og B riðlum fara fram á sama tíma, og sama í riðlum C og D.

í útsláttarkeppni er oft eitthvað um heppnis sigra.

Trausti (IP-tala skráð) 19.1.2013 kl. 12:19

3 identicon

Rétt heppnissigrar eiga sér stað.

Eins og í síðustu keppni þegar Ísland var með fullt hús stiga og efst í riðlinum eftir að hafa unnið m.a Frakka og Svía. Áttum við því að geta reiknað með tiltörulega auðveldum leik gegn liðinu í 4. sæti hins riðilsins... en með einhverjum ótrúlegum hætti töpuðum við gegn Ungverjum og liðin tvö sem við unnum kepptu síðar um gullið.

Skelfilegur dagur.

Einar (IP-tala skráð) 19.1.2013 kl. 12:23

4 identicon

Fór held ég ekki alveg með rétt mál hér í fyrri athugasemd. Var að rugla saman sigrum og mótum ;)

Einar (IP-tala skráð) 19.1.2013 kl. 12:29

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Makedónía-Danmörk úrslitin eru samt alveg eftir bókinni. Danir eru með miklu sterkara lið en Makedónía og þó Makedónia hefði viljað vinna - þá eru nánast engar líkur til að þeim hefði tekist það.

Hvernig er svo staðan, kalt mat? Jú, Ísland hefur sigrað Chile og Qatar sem eru ekki langt komin í handbolta og svo Makedóníu sem leikur hefðbundin Austurevrópskan leik, kerfisbundinn og þunglamalegan en getur vissulega skila ákv. árangri sem dæmin sanna.

Ísland hefur gjörtapað báðum leikjunum sem verulega reyndi á gegn Rússlandi og Danmörku. þeir áttu bara ekki séns gegn þeim.

þessvegna þarf verulega mikið að gerast í ísl. liðinu, bæði heppni og toppleikur, til að íslenska liðið færi að vinna Frakkland eða þýskaland.

það er alveg augljóst að íslenska liðið er ekkert eins sterkt og nokkur ár uppað 2012. það hlaut að koma niðursveifla. Árangurinn á nokkrum undanförnum árum var svo framúrskarandi.

Svo verða mannabreytingar. Nýjir menn koma inní liðið og menn sem voru mikið á bekknum eiga að fá aukið hlutverk. Íbáðum tilfellum eru þeir ekki að ná standardi aðalmanna sem voru fastir póstar í liðinu í tugi ára ss. Óla Stef. það er enginn Óli Stef þarna. Núju mennirnir eru líka alls ekki að sýna neinar rósir og virka sjálfhverfir.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.1.2013 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband