19.1.2013 | 19:09
Helmingur fundarmanna sést á myndinni.
Myndin sem fylgir tengdri frétt á mbl.is og er hér til hægri, sýnir "allmarga" fundarmenn á Austurvelli en þó ekki nema helming þeirra, því að annar eins hópur stóð sunnar á vellinum.
Myndin er tekin þannig, að hinn dreifði hluti á helmingi vallarins er fremst á myndinni og mest áberandi, en yfirgnæffandi meirihluti fundarmanna vildi ekki standa í bleytunni á grasinu og er fjær á myndinni.
Sagt var í útvarpsfréttum að "meira en hundrað" hefðu komið sem er rétt út af fyrir sig, og hefði verið jafn rétt að segja að fleiri en tveir hefðu verið þar.
Ég hef skemmt fólki á mörg þúsund skemmtunum í meira en hálfa öld og tel mig vita nokkurn veginn hvað eitt Háskólabíó eða einn Austurbær af fólki.
Ég hefði giskað á að ekki færri en 500 hafi verið á Austurvelli í dag í slagveðri, þrumum og eldingum.
Læt fljóta með mynd sem er tekin í átt að Alþingishúsinu með þeim fundarmönnum sem þar stóðu, en hópurinn náði horna á milli á vellinum.
Vilja að stjórnarskrármálið sé klárað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikið ert þú varfærinn.
Eru þetta ekki bara 500.000 manns?
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 19.1.2013 kl. 19:31
Ekki er von að margir mæti í rigningu og slagviðri. Fundurinn var ekki auglýstur í útvarpi eða blöðum að því ég best veit. Mæting 500 manns er heilmikið. Það verður stjórnarandstöðunni ekki til framdráttar að reyna að stöðva þetta réttlætismál og réttarbót til handa kjósendum. Þegar meirihluti kjósenda vill endurbætur er það skylda þeirra sem eru ósammála að reyna að ná fram samningum við stjórnarflokkana um afgreiðslu málsins. Endurbætur á stjórnarskránni er þróun sem ekki má tefja. Það skiptir alla miklu að lýðræðið verður aukið og komið verði í veg fyrir endurtekin efnahagsleg mistök og verðbólgu.
Sigurður Antonsson, 19.1.2013 kl. 20:17
Austurvöllur er ekki Háskólabíó.Þeir sem kaupa sig inn á skemmtun hjá þér Ómar eru komnir þangað af því þeir vita að þeir fá skemmtun.Þeir sem voru á Austurvelli í dag komu þangað margir til að forvitnast um uppákomuna, vegna þess að þeir urðu varir við hana á flakki sínu um miðbæinn,svo var um mig.Svo voru fastagestirnir á sínum stað, en höfðu sínilega engan áhuga á uppákomunni.Kannski hefði það hæft fréttaflutningi RÚVSINS að telja þá með.En vitanlega hefði rúv átt að taka viðtal við hundinn sem var meðal fundarboðenda.Það hefði hæft fundinum og RÚVINU.
Sigurgeir Jónsson, 19.1.2013 kl. 20:32
Þar gelti Sigurgeir Jónsson, búrtík FLokksins!
N1 blogg, 19.1.2013 kl. 20:57
Hannes er enn á horninu
Þorsteinn Briem, 19.1.2013 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.