21.1.2013 | 01:51
Flóð af þrjótaskilaboðum.
Iðni skálka, sem reyna að hafa fé af fólki, er með ólikindum og ekki svo fáir tölvupóstar sem maður hefur fengið síðustu árin með tilkynningum um lottóvinninga, happdrættisvinninga,verðlaun og viðurkenningar sem maður verði að nálgast með því að senda til baka persónuupplýsingar.
En þrjótarnir vita, að því fleiri sem þeir ráðast á, því meiri líkur eru á að einhver láti gabbast og festi sig í neti þessarar tegundar af þjófum, sem verða æ stórtækari með hverju árinu.
Netið og fjarskiptavæðingin hefur falið í sér nýja veröld og marga kosti en líka aukið á ýmsar hættur og óhroða.
Sem betur fer eru kostirnr enn sem komið er, miklu fleir og meiri en gallarnir, en magnið af hvoru tveggja skapar nýjan vanda við að lífa lífinu í sæmilegu jafnvægi í þessum nýja heimi.
Lögreglan varar við smáskilaboðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hefur undir rifjum ráð,
við ræflum öllum ljótum,
ekki þykir auðveld bráð,
Ómar tölvuþrjótum.
Þorsteinn Briem, 21.1.2013 kl. 02:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.