Útrás, "eitthvað annað," sem ekki er uppblásin bóla.

Dapurlegasti hluti hinnar mærðu "útrásar" á sínum tíma voru yfirgengilegar fjárhæðir sem spilað var með í grundvelli stórlána og þess að versla með fyrirtæki og búa til uppdiktaða viðskiptavild upp á tugi milljarða í hvert skipti sem fyrirtækjaskiptin fóru fram. 

Þessu lýsti Hannes Smárasvon vel í viðtali í blaðinu Króníku í upphafi árs 2007 sem og því hvernig hann færi að því að komast hjá því að borga nokkra skatta, og þetta leit frábærlega út við fyrstu sýn.

En þegar blaðamaðurinn átti samt í vandræðum með að skilja þetta og innti eftir lýsingu á því í einni setningu, svaraði Hannes svona í lok viðtalsins: "Það myndi enginn gera þessa hluti, sem við erum að gera, nema fólki, sem veit engan veginn hvað það er að fara út í." 

Málið í hnotskurn.  "Tær snilld" var orðalagið sem menn notuðu um þetta.

Gylfi Þór Sigurðsson kemur heim til landsins með raunverulega peninga, sem hann hefur unnið sér inn fyrir með dugnaði og með því að virkja hæfileika sína. 

Á bak við þá er engin flókin "viðskiptaflétta" og heldur ekki rányrkja á takmarkaðri auðlind í íslenskri náttúru, heldur fellur þetta undir hugtakið "eitthvað annað" svipað og starfsemi CCP, Össurar og fleiri frumkvöðlafyrirtækja, sem byggja á þeirri miklu auðlind sem íslenskt hugvit og dugnaður er.

Hann segist leggja þetta fé inn í íslenskan sjávarútveg sem skapar meira en tvöfalt meiri virðisauka inn í íslenskt hagkerfi en samsvarandi upphæð, sem lögð væri í stóriðju.

Sjávarauðlindin er auk þess sjálfbær góðyrkja, en ekki byggð á rányrkju á kostnað komandi kynslóða og óafturkræfum náttúruspjöllum eins og væntanlegar virkjanir á Reykjanesskaga.  

Og arðurinn rennur ekki til erlendra fyrirtækja, heldur innlends fyrirtækis. 

 

 


mbl.is Kom heim með 38 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband