Er þetta nú víst?

Er það víst að að meðaltali taki reykingar tíu ár af ævi reykingamanna?

Ég skal nefna dæmi.

Ég átti ömmusystur, hana Tótu, sem var í æskuminningu minni einhver flottasta kona sem var hægt að hugsa sér, bjó ein og var alltaf svo uppábúin og vel klædd þegar við hittum hana eða heimsóttum hana.

Þarna sat hún, Þórunn Guðbrandsdóttir, með mikið ljóst hár, og keðjureykti allan tímann, stóra vindla, en líka þrjá pakka af sígarettum á dag. 

Sem barn og unglingur sá ég í Tótu ímynd aðalskonu eða drottningu sem hreif alla með glæsileik sínum. 

Hún lifði tignarleg og flott, keðjureykjandi vindla sína og sígarettur til hárrar elli og dó 93ja ára gömul. 

Og þá segja kannski einhverjir:" Þarna sérðu, það er ekkert að marka þennan áróður gegn reykingum." 

En þá svara ég: "'Jú, því að Tóta átti systur sem hét Ragnhildur. Hún reykti ekki og varð 103ja ára, sléttum tíu árum eldri en Tóta !" 


mbl.is Reykingar stytta ævina um tíu ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Lifði Ragnhildur líka tignarlega og flott?

Ömmu mína vantaði 3-4 mánuði uppá að verða 100 ára.  Var heilsuhraust að öllu leyti alveg fram undir andlátið.  Hafði óskerta sjón, heyrn og andlegt "atgervi" eins og það er kallað.  En var ekkja til 40 ára og var einnig búin að fylgja öllum öðrum sínum samferðamönnum til grafar.

Er svo gott að verða svona gamall; ég held að hún amma mín hafi hreinlega dáið úr leiðindum. 

Kolbrún Hilmars, 26.1.2013 kl. 17:49

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ragnhildur var flott á sinn hátt þótt hún bæri ekki sama aðalskonuyfirbragðið sem töff gella eins og Tóta. 

Ragnhildur brilleraði í sjónvarpsfréttum 100 ára gömul við vígslu stofnunar fyrir aldraða í Kópavogi. Það var kuldi og skítaveður og hún bauð Sigrúnu Stefánsdóttur fréttakonu að lána henni sjalið sitt af því að Sigrúnu hlyti að vera svo kalt!

Þetta voru sko frænkur sem sögðu sex! 

Ómar Ragnarsson, 27.1.2013 kl. 03:59

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Greinilega voru þær það, Ómar, ekki leið eftirmæli þetta.

Mótsögnin er svo eins og einhver sagði "allir vilja verða gamlir en ekki vera gamlir".

Kolbrún Hilmars, 27.1.2013 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband