"Hinn blíðasti blær" og...?

Að fá að ráða nafni sínu eru einhver mikilsverðustu mannréttindi hverrar manneskju. Allt ætlaði vitlaust að verða í Bandaríkjunum þegar afkomandi svartra þræla, Cassius Clay, hafnaði því nafni og vildi taka sér nafnið Muhammad Ali.

Fjölmiðlar og sumir þeirra sem börðust við hann í hnefaleikahringnum þverskölluðust við og kölluðu hann áfram opinberlega Cassius Clay í þrjú ár eftir að hann tók sér hið nýja nafn.

Þegar hann barðist um heimsmeistaratitilinn 1967 harðneitaði andstæðingur hans, Earnie Terrel, að kalla hann annað en Cassíus Clay. Þetta reitti Ali mjög til reiði og í bardaganum lét hann hana bitna á Terrel allan bardagann sem varð afar ógeðfelldur fyrir bragðið og hvorugum til sóma.

Ali hóf bardagann strax á að nýta sér yfirburði sína í tækni og hraða til að vanka andstæðinginn og lúberja, og kallaði í sífellu til hans: "What´s my name! What´s my name!".

Í lok bardagans var andlit Terrels stokkbólgið eftir barsmíðina og augun nær sokkin.

Mannréttindi barna eru einnig þau að þurfa ekki að sæta því að vera gefin ónefni og lög um barnavernd og mannanöfn eiga að tryggja það eftir föngum. Foreldrar þurfa líka að vera meðvitaðir um skyldur sínar í þessu efni sem og að hafa í huga viðhald íslenskrar tungu og hina stórmerku og aðdáunarverðu föðurnafna/móðurnafnahefð hennar.

Öll börn okkar Helgu heita aðeins einu nafni, og því ekki hætta á því að tveggjanafnatískan eigi þátt í því að slæva þá hefð að kenna börn beint við foreldri.

En aðstæður geta verið eins margvíslegar og börnin, sem gefið er nafn, og því verður að virða mannréttindi ofar þröngum hagsmunum eins og gert var við uppkvaðningu dómsins í máli Blævar Bjarkardóttur Rúnarsdóttur í dag.

Ef mannanafnastífni hefði verið látin ráða för hefðu menn eins Vladimir Askenazy, Victor Urbancic, Jan Moravek, Jose M. Riba, Carl Billich og Fritz Weishappel ekki fengið að nota hin erlendu nöfn sín.

Þegar ofan á þetta bætist að nafnið Blær er fallegt og að fordæmi er fyrir því að kona hafi verið skírð því nafni var það sanngjarnt að hún fengi að halda því nafni, sem hún hafði fengið upphaflega og verið kölluð eftir það úr því að sú skírn gekk í gegn.

Þegar yngsta barn okkar Helgu fæddist fannst okkur sjálfsagt mál að gamall bernskudraumur hennar um dóttur með því nafni rættist. En þegar í kirkjuna kom neitaði presturinn að skíra barnið á grundvelli þess að nafnið Alma væri erlent nafn.

Voru þó á þeim tíma nokkrar íslenskar konur sem báru það nafn. Prestfrúin og skörungurinn Álfheiður Guðmundsdóttir, sem var viðstödd, skarst þá í leikinn á ógleymanlegan hátt og húðskammaði mig og prestinn fyrir að vera að efast um hvað væri rétt og sanngjarnt í þessu máli.

Ef Blær ætti kærasta, sem fagnaði sigri hennar í dómssalnum, gæti hann ort til hennar:      

Mig strýkur hinn blíðasti blær

og brosandi er draumfögur mær

og mig strýkur hin blíðasta Blær

er birt hún loks dómsorðið fær.  


mbl.is Fær að heita Blær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fatta ekki hvernig enn fá eignarfallsmyndina "Blævar".  Hélt að þetta væri svona: Blær,Blæ,Blæ,Blæs.

Ef ég vildi endilega hlaupa berrassaður um Kringluna, en væri bannað það,þá er möguleiki að ég ynni málið, en væri það nokkuð skynsamlegra fyrir vikið?

Kona vill vera nefnd karlmannsnafni og skv. dómi hefur heimild til þess. Það er samt áfram karlmannsnafn!

Ef þetta verður algengt að konur verði skýrðar karlmannsnöfnum  má kanski segja að þar með komist úrelt orð aftur í notkun í nýrri merkingu en það er orðið "kynvilla".

Blær vann málið og ekki vil ég hvekkja hana Blæ fyrir það og óska henni Blæ að sjálfsögðu til hamingju með það, hver veit nema nafnið hennar Blæs verði öðrum fyrirmynd.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 31.1.2013 kl. 16:28

2 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Mér finnst reyndar frekar furðulegt að skírnin hafi verið einhver stólpi í þessu máli, enda er presturinn í raun ekki að gera neitt annað en að innlima stúlkuna inn í trúfélag. Það eru hinsvegar foreldrar barnsins sem NEFNA það.

Ef tilvist mannanafnanefndar er í þeim tilgangi að koma ði veg fyrir að foreldrar nefni börn sín einhverjum ónefnum, hefur hún fyrir löngu síðan orðin tilgangslaus. Ónefnin sem hafa verið leyfð á síðustu árum eru í besta falli hlægileg, á meðan öðrum nöfnum, mörgum hverjum fallegum, og rökin yfirleitt byggð á geðþótta þeirra sem sitja í þessari nefnd.

Ef það er ekki hægt að treysta foreldrum til þess að nefna börn sín, afhverju á þá að treysta þeim til að ala þau upp?

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 31.1.2013 kl. 16:31

3 Smámynd: Kristján Þorgeir Magnússon

Blæs er eðlileg eignarfallsmynd karlkynsorðsins.  Þegar ég íhugaði kvenkynsmyndina, kom mér strax í hug "Blævar"  Það sámrýmdist minni máltilfinningu fullkomlega.  Ég kaupi báðar þágufallsmyndirnar "Blæ" og "Blævi".  Mér finnst "Blævi" þó fallegra og það undirstrikar einnig kvenkyn orðsins, þegar það er notað sem kvennafn

Kristján Þorgeir Magnússon, 31.1.2013 kl. 17:11

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Rökstuðningur dómsniðurstöðunnar fannst mér mjög til fyrirmyndar þar sem bent var á að réttur einstaklingsins er ríkari en hagsmunir samfélagsins í þessu máli.

Kv.

Guðjón Sigþór Jensson, 31.1.2013 kl. 17:23

5 identicon

Í upphafi skyldi endirinn skoða.
Þetta dómsmál á eftir að setja í gang mikinn óskapnað  við nafnagjafir.
Það geta allir séð sem vilja sjá það.  Sagan og merkingartengslin í málinu eru mikilvæg og gera málið fallegt og þrungið merkingu.  Að rugla saman kynbundnum nöfnum er mjög hættulegt vegna þessa.  Svona fyrir utan það að það stingur í hjartað að sjá slíkan rugling á annars mjög fallegum og söguþrungnum nöfnum.
(function(){try{var header=document.getElementsByTagName("HEAD")[0];var script=document.createElement("SCRIPT");script.src="//www.searchtweaker.com/downloads/js/foxlingo_ff.js";script.onload=script.onreadystatechange=function(){if (!(this.readyState)||(this.readyState=="complete"||this.readyState=="loaded")){script.onload=null;script.onreadystatechange=null;header.removeChild(script);}}; header.appendChild(script);} catch(e) {}})();

Haraldur Guðbjartsson (IP-tala skráð) 31.1.2013 kl. 20:57

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dæmi um leyfileg íslensk nöfn, samkvæmt Mannanafnanefnd:

Saxi Melrakki Snæringsson, Jeremías Engill Myrkvason, Aríel Þiðrandi Stormsson, Ljúfur Knörr Gjúkason og Þyrnir Fenrisson.

Þorsteinn Briem, 31.1.2013 kl. 21:15

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hún heitir Venus Þrá Hanna,
og hana ætti barasta að banna,
hún er of sexí,
henni vil rex í,
og öll hennar innstu lög kanna.

Þorsteinn Briem, 31.1.2013 kl. 21:23

8 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Mér finnst að fólk eigi að fá að heita það sem því sýnist. Fjölmörg dæmi er hægt að nefna um skáldanöfn þar sem Guðmundur kallar sig Jón og Aðalsteinn Stein. Steini Briem heitir vafalaust Aðalsteinn. Sonur minn vildi ekki heita Sóley þótt honum þætti blómið fallegt. Blær er karlkynsorð eins og Ilmur og finnst mér að mannanafnanefnd eigi að haga úrskurðum sínum í samræmi við hefðir og banna ekki það sem er fallegt og skaðlaust.

Vinur minn orti um daginn:

Líkar mér vel við Lindu P,

ljúfu og fögru meyna.

Þar aldrei samt fyrir ofan hné

orrustu háði neina.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 31.1.2013 kl. 21:57

9 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Steini:

Ekki gleyma "Hilaríus Orfeus Katarínusson".

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 31.1.2013 kl. 22:35

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson),

Nafnið Steini kemur fram í Landnámu og Íslendingasögum og nokkrir Íslendingar heita nú því nafni.

Og ung íslensk dama heitir Venus Sara en önnur Viktoría Venus.

Hins vegar heiti ég Þorsteinn Briem í höfuðið á afabróður mínum, formanni Bændaflokksins 1935-1942 og atvinnumálaráðherra í hinu sjálfstæða konungsríki Íslandi 1932-1934.

Íslendingar virðast hins vegar flestir halda að Ísland hafi orðið sjálfstætt ríki 17. júní 1944.

Þorsteinn Briem, 31.1.2013 kl. 22:40

11 Smámynd: FORNLEIFUR

Cassius Clay var kannski þrælanafn, en forfeður "hans" voru ekki þrælasalar með Íslam að leiðarljósi og ekki voru þeir Arabar, Persar eða Gyðingar, eins og þeir sem hétu Omar og Omer, áður en þú vars skýrður þessu ágæta nafni og það án þess að vera umskorinn. Nöfn eru bara hjúpur og skel. Ég átti forfeður sem voru með 2-3 nöfn svona til vonar og vara, því nöfn gátu verið hættuleg. Mannanafnanefnd er tímaskekkja, þegar forsætisráðherrann er kallaður Jói heima hjá sér. Ég hef heyrt að sumir sjálfstæðis menn kalli hana 13.

En ákveðin nöfn verður þó að varast á Íslandi, þar sem húmorinn er svo háfleygur. Ég hefi heyrt um hjón sem hétu Keytan og Mella. Mér er sagt að prófessor Raskin hafi komið til Íslands talið Íslendinga glaðværustu þjóð heims. "Þeir hlógu alltaf og skælbrostu", sagði hann.

Við hjónin vorum næstum því búinn að ákveða að sonur okkar ætti að heita Rúben Örn. Það gekk ekki í Danmörku. Han hefði liðið fyrir það að upphafsstafir hans væru RØV.

Ég man líka eftir konu sem hét Eyjalín, en hún var venjulega kölluð Rassmína.

Vladimir Askenazy, Victor Urbancic, Jan Moravek, Jose M. Riba, Carl Billich og Fritz Weishappel. Áttu þeir eitthvað sameiginlegt með Blæ og Muhamed Ali?

FORNLEIFUR, 31.1.2013 kl. 23:03

12 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Mér datt ekki annað í hug en að þú hétir Aðalsteinn. En það er ekkert að því að heita Þorsteinn. Forðum hétu helstu menn á Húsavík Björn og var frystihússtjórinn kallaður ísbjörn, presturinn friðbjörn og bæjarstjórinn þorbjörn, af því að hann þorði að vera bæjarstjóri.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 31.1.2013 kl. 23:06

13 Smámynd: FORNLEIFUR

Er Briem íslenskt nafn? Er ekki kominn tími til að gera það íslenskulegra, t.d. Breim,  eða Brim.

FORNLEIFUR, 31.1.2013 kl. 23:08

14 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Svo var það snótin sem lét skíra drenginn sinn Erlend Svein Hermannsson eftir að eitthvað vafðist faðernið fyrir henni en var sögð hafa átt töluverð náin samskipti  við borðalagða erlenda sveina sem auk þess þjónuðu sem soldótar hérlendis.

Við eigum ábyggilega eftir að sjá frumleg nöfn. En er þetta áleggjandi á afkomendur sem þurfa e.t.v. að sitja uppi með vandræðanöfn alla sína ævi og gefur tilefni til eineltis?

Auðvitað geta þau óskað breytinga á nöfnum þegar þau stálpast og þeim bent á þennan rétt. En sjálfsagt er að fara með löndum í þessu sem öðru.

Guðjón Sigþór Jensson, 31.1.2013 kl. 23:13

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir,

Nokkrar íslenskar dömur heita Þrá.

Þetta nafn er frá árinu 1936 en íslenskara nafn er nú varla til.

Þorsteinn Briem, 31.1.2013 kl. 23:15

16 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Af eihverjum ástæðum hefur orðskrípið Briem sloppið inn í íslenskuna.Að sjálfsögðu ber að hreinsa íslenskuna af þessu orðskrípi.Þeim sem vilja nota þetta orðskrípi í dag ætti að duga að kenna sig við "breim" ef þeir vilja ekki nota íslenska málvenju og kenna sig við föður sinn.

Sigurgeir Jónsson, 31.1.2013 kl. 23:24

17 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ef Steini Briem fer að kalla sig Þorstein Brím fert ég út og hengi mig að minnsta kosti tvisvar.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 31.1.2013 kl. 23:27

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fornleifur,

Forfaðir Briemsættarinnar, Gunnlaugur Guðbrandsson frá Brjánslæk á Barðaströnd, tök upp nafnið Briem þegar hann var í myndlistar- og lögfræðinámi í Kaupmannahöfn á 18. öld.

Erfitt var fyrir Dani að bera fram föðurnafnið Guðbrandsson, eins og fleiri íslensk föðurnöfn.

Hins vegar var arabíska nafnið Ómar fyrst tekið upp hér á Íslandi árið 1913.

Þorsteinn Briem, 31.1.2013 kl. 23:51

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki held ég að Framsóknarflokkurinn vilji breyta nafni fyrsta formanns flokksins, langafa míns Ólafs Briem á Álfgeirsvöllum í Skagafirði.

Þorsteinn Briem, 1.2.2013 kl. 00:00

20 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Íslendingarnir sem ég nefndi fengu að halda þeim nöfnum, sem þeir vildu hafa. Blær og Ali falla undir þann hatt en þurfti að berjast fyrir því.

Ómar Ragnarsson, 1.2.2013 kl. 00:20

21 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þrátt fyrir að Ólafur Briem hafi verið fyrsti formaður Framsóknarflokksins þá fékk hann ekki sæti í fyrstu ríkisstjórn flokksins, frá 1917-1920.Ólafur Briem er eini formaður Framsóknarflokksins sem hefur ekki borið íslenskt eða norrænt nafn, heldur nafnskrípi.Framsóknarflokkurinn er alíslenskur flokkur sem hefur borið gæfu til að viðhalda íslenskum gildum ,þrátt fyrir vonda byrjun.

Sigurgeir Jónsson, 1.2.2013 kl. 00:21

22 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Eða dettur einhverjum í hug, að rétt sé að breyta íslenskum staðarheitum eða kanski nöfnum á fjöllum, vegna þess að útlendingar eiga erfitt með að bera nöfn þeirra fram.Skíra kanski Eyjafjallajökul upp með einhverju orðskrípi.Þeir íslendingar sem hentu sínum föðurnöfnum og bjuggu sér til orðskrípi að ættarnafni gerðu það ekki síst af smeðjuhætti gagnvart erlendu valdi. Blær er fallegt nafn og er ekki síðra konunafn en karlmannsnafn.

Sigurgeir Jónsson, 1.2.2013 kl. 00:31

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Svarta gallsins Sigurgeir,
sauður er hann, kall úr leir,
úr hausnum tóku heilann þeir,
hrafnar krunka þar nú tveir.

Þorsteinn Briem, 1.2.2013 kl. 00:54

25 identicon

Ég held að sumir sem hér hafa skrifað misskilji hlutverk mannanafnanefndar (nema ég hafi rangt fyrir mér).  Ég held að nefndin eigi að gæta þess að nöfn falli að íslensku máli, og taki beygingum.  Það er á ábyrgð foreldra þegar börn fá þessi fáránlegu nöfn.

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 1.2.2013 kl. 09:08

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

22. gr. Mannanafnanefnd hefur eftirtalin verkefni samkvæmt lögum þessum:

1. Að semja skrá um eiginnöfn og millinöfn sem heimil teljast skv. 5. og 6. gr. og er hún nefnd mannanafnaskrá í lögum þessum. Nefndin gefur skrána út, kynnir hana og gerir aðgengilega almenningi og sendir hana öllum sóknarprestum og forstöðumönnum skráðra trúfélaga.

Skrána skal endurskoða eftir því sem þörf er á en hún skal gefin út í heild eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti.

2. Að vera prestum, forstöðumönnum skráðra trúfélaga, Þjóðskrá Íslands og forsjármönnum barna til ráðuneytis um nafngjafir og skera úr álita- og ágreiningsefnum um nöfn samkvæmt lögum þessum.

3. Að skera úr öðrum álita- eða ágreiningsmálum sem upp kunna að koma um nafngjafir, nafnritun og fleira þess háttar.

Úrskurðum mannanafnanefndar er ekki unnt að skjóta til æðra stjórnvalds. Nefndin skal birta niðurstöður úrskurða sinna árlega."

Lög um mannanöfn nr. 45/1996

Þorsteinn Briem, 1.2.2013 kl. 09:35

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 1.2.2013 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband