3.2.2013 | 21:26
Minnir á 1971, 1983, 1987 og 1995.
Sveiflurnar á fylgi flokka í skoðanakönnunum síðustu mánuði og vikur fyrir kosningar geta oft verið lygilegar. 1971 munaði aðeins nokkur hundruð atkvæðum í kosningunum sjálfum að Alþýðuflokkurinn þurrkaðist út af þingi en hann slapp inn með 6 þingmenn ef ég man rétt þar sem nýtt afl í nánd við hann í litrófinu, Samtök frjálslyndra og vinstri manna, var hástökkvarinn sem sprengdi Viðreisnarstjórnina eftir 13 ára slímsetu þess stjórnarmeirihluta í ríkisstjórn.
1983 var Bandalag jafnaðarmanna á feikna siglingu í skoðankönnunum í aðdraganda kosninganna en fékk mun minna fylgi í kosningunum sjálfum en Vilmundur Gylfason og samherjar hans höfðu vonast eftir.
1987 var nýstofnaður Borgaraflokkur Alberts Guðmundssonar með 27% fylgi í skoðanakönnun rúmum mánuði fyrir kosningar en fékk aðeins brot af því fylgi í kosningunum sjálfum.
Útlitið var sannarlega svart fyrir Alþýðuflokkinn í aðdraganda kosninganna 1995 þegar Þjóðvaki Jóhönnu Sigurðardóttur fór með himinskautum, en það, hvernig Jóni Baldvini og kó tókst að stórauka fylgið á allra síðasta sprettinum með 18 rauðum rósum kom mjög á óvart.
Vinstri-grænir með 5,7% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í alþingiskosningunum árið 1971 fékk Alþýðuflokkurinn sex þingmenn en Samtök frjálslyndra og vinstri manna fimm þingmenn.
Alþýðuflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn misstu þá samtals fimm þingmenn til Samtaka frjálslyndra og vinstri manna.
Alþingiskosningar 1971
Þorsteinn Briem, 3.2.2013 kl. 22:04
Í síðustu alþingiskosningum fengu Vinstri grænir um 20% færri atkvæði í kosningunum en skoðanakönnun Capacent Gallup á fylgi flokkanna sýndi í sama mánuði og kosningarnar voru haldnar.
Framsóknarflokkurinn fékk hins vegar um 40% fleiri atkvæði í kosningunum og Borgarahreyfingin um 140% fleiri atkvæði en skoðanakönnunin sýndi.
Kosningar til Alþingis 25.4.2009
Capacent Gallup 8.4.2009: Lítil breyting á fylgi flokkanna
Þorsteinn Briem, 3.2.2013 kl. 22:15
Rétt, Steini, og takk fyrir leiðréttingu á þingmannatölu krata 1971, - en ég hafði ekki fyrir því að fletta henni upp heldur treysti minni, sem ekki er alltaf 100% nákvæmt.
Ómar Ragnarsson, 3.2.2013 kl. 22:38
Brjánzlækjarbarnið nafni minn, er það 'facktízkur' að aldrei rengi ég hann...
Steingrímur Helgason, 3.2.2013 kl. 22:53
Samt heitir hvorugur okkar Steini, Steini.
Þorsteinn Briem, 3.2.2013 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.