"Hekla þenst hraðar út." "Krýsuvík í gjörgæslu."

Ég hitti Pál Einarsson, jarðfræðing, á gangi í miðbænum á dögunum og auk almenns spjalls góðkunningja í áratugi fórum við auðvitað að ræða um eldfjöllin eins og venjulega þegar við hittumst.

"Nú er Hekla komin upp fyrir það, sem hún var í fyrir síðasta gos", sagði ég. "Já," svaraði hann, "og hraðinn á útþenslunni eykst".

"En svona var þetta oftast í lok hvers hækkunartímabils við Kröflu", sagði ég.

"Já", svaraði hann, "og þess vegna er svo erfitt að spá nokkru um Heklu" svaraði Páll.

Það eina sem er vitað fyrirfram um gos í Heklu er enn, þrátt fyrir allar mælingarnar við fjallið, að einungis er hægt að spá fyrir um gos í fjallinu með innan við klukkustundar fyrirvara.  

"Krýsuvík hefur verið í gjörgæslu í tvö ár" var setning, sem höfð var eftir Páli fyrir áramótin.

Það er ekki á þau logið, íslensku eldfjöllin, eins og  Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur orðar það á mbl.is: "Eldstöðvarnar eru ólíkindatól."

Ef nú væri búið að gefa grænt ljós á jarðvarmavirkjun við Heklu myndi fáum detta í hug að ráðast þar í framkvæmdir. Raunar myndi fáum detta í hug að að gefa grænt ljós á virkjun þar.

En annað á við um Krýsuvík.

Þar er búið að gefa grænt ljós og sömuleiðis búið að slá því föstu að fara í  virkjanaframkvæmdir þar og víðar á svæðinu, sem er í gjörgæslu, til þess að þjóna hinu óseðjandi álveri í Helguvík, sem þegar er búið að reisa kerskála fyrir, þótt ekkert liggi fyrir um hvernig eigi að finna þau 650 megavött, sem sá siðlausi gerningur krefst. .


mbl.is „Eldstöðvarnar eru ólíkindatól“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.12.2010:

"... reyna nú starfsmenn að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma rafmagni aftur á álverið, því það getur orðið gríðarlegt tjón ef rafmagn er lengi af, því þá storknar álið í kerunum."

Þorsteinn Briem, 11.2.2013 kl. 13:22

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Norðurál:

"Álver í Helguvík þarf 625 MW þegar það er komið í fulla stærð."

Þorsteinn Briem, 11.2.2013 kl. 13:44

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

28.10.2012:

"Álverið [í Straumsvík] mun nota 75 megawött af þeim 95 sem Búðarhálsvirkjun skilar á fullum afköstum."

Álverið í Straumsvík mun fá raforku frá Búðarhálsvirkjun

Þorsteinn Briem, 11.2.2013 kl. 14:07

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Norðurál: "Álver í Helguvík þarf 625 MW þegar það er komið í fulla stærð."

Háhitasvæði á Reykjanesskaga:


Eldvörp 50 MW,
Sveifluháls 50 MW,
Gráuhnúkar 45 MW,
Hverahlíð 90 MW,
Meitillinn 45 MW,
Sandfell 50 MW,
Reykjanes 50 MW,
Stóra-Sandvík 50 MW.

Samtals 430 MW.


En engan veginn víst að hægt verði að fullnýta allar þessar átta virkjanir, enda þótt þær hafi verið samþykktar á Alþingi.

Og hvað þá að álver í Helguvík geti fengið raforku frá þeim mjög fljótlega.

Þorsteinn Briem, 11.2.2013 kl. 16:27

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ofan á þetta bætist að jarðfræðingar eru ekki sammála um orkugetu þessara staða og hafa verið færð rök að því að þetta sé talsvert ofmetið á nokkrum af þessum svæðum.

Ómar Ragnarsson, 11.2.2013 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband