12.2.2013 | 00:35
Hótanirnar um sífelldar breytingar og óstöðugleika .
Svo er að sjá í fljótu bragði af því sem birtist á mbl.is sem Feneyjanefndin hafi ekki sérlega alvarlegar áhyggjur af stjórnarskrárfrumvarpinu sjálfu heldur miklu frekar af margítrekaðum hótunum forkólfa tveggja stjórnmálaflokka um að verði ný stjórnarskrá samþykkt nú muni næsta ríkisstjórn eftir kosningar samþykkja aðra stjórnarskrá og síðan koll af kolli með tilkomu hverrar nýrrar ríkisstjórnar.
Þetta jafngildir hótun um "pólitískt þrátefli og óstöðugleika", eins og Feneyjarnefndin lýsir því, - þrátefli, þótt yfirgnæfandi meirihluti hafi lýst fylgi við það í þjóðaratkvæðagreiðslu að gera nýja stjórnarskrá á grundvelli frumvarps stjórnlagaráðs.
Þessari hótun um "pólitískt þrátefli og óstöðugleika, sem gæti valdið vandræðum í stjórn landsins" kastaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrstur manna fram í umræðum á Alþingi í fyrra og líkti ástandinu í íslenskum stjórnmálum við stjórnarfar Rakosis kommúnistaleiðtoga í Ungverjalandi á verstu árum einræðisins þar á árunum eftir stríð !
Á þeim tíma sem Sigmundur Davíð hélt þessa ræðu hafði engin efnisleg gagnrýni verið sett fram á frumvarpið en ballið á Alþingi byrjaði á þessu. Þessi hótun fólst í því að staðið væri frammi fyrir tveimur kostum:
1. Framlengingu á því að minnihluti Alþingis hefði ævinlega neitunarvald og gæti þar með komið í veg fyrir heildstæða endurskoðun stjórnarskrárinnar, sem landsfeðurnir sammæltust um 1943-44, en hefur ekki komist í framkvæmd í 70 ár vegna þessa neitunarvalds.
2. "Pólitískt þrátefli og óstöðugleiki með hættu á vandræðum í stjórn landsins."
Báðir kostirnir þýddu það að komið yrði í veg fyrir, kannski 70 ár í viðbót, að þjóðin fengi þá nýju stjórnarskrá sem hún vill, en til þess eru refirnir skornir.
Þetta er ljótur leikur, sem Feneyjarnefndin hefur áttað sig á að leikinn er í íslenskum stjórmálum, og virðist ekki hafa mikla von um að þessar aðferðir verði lagðar af.
"
Flókin ákvæði í stjórnarskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
En þetta er raunveruleg ógn. Það verður aldrei friður um stjórnarskrárbreytingar fyrr en búið er að frelsa hana úr gíslingu Alþingis. Samkvæmt minni tillögu þá dugir að gera 2 breytingar til að svo megi verða.
79.gr
Þjóðin er stjórnarskrágjafinn. þess vegna skal samhliða öllum Alþingiskosningum fara fram kjör á fulltrúum til setu á stjórnlagaþingi. Stjórnlagaþing skal samkvæmt nánari ákvæðum í lögum fjalla um allar óskir sem fram koma á fyrirfram ákveðinn hátt, um breytingar eða viðbætur við stjórnarskrána. Alþingi skal ekki fjalla um breytingar á stjórnarskránni
80.gr
Allar samþykktir um breytingar eða viðbætur sem koma frá stjórnlagaþingi skulu fara í allsherjar kynningu í 2 mánuði hið minnsta og að þeim tíma liðnum skal fara fram bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla um allar breytingar. Ef breytingarnar hljóta samþykki meirihluta kosningabærra manna þá öðlast þærgildi. En ef þáttaka í þjóðaratkvæðagreiðslu nær ekki 50% af atkvæðisbærum mönnum þá er atkvæðagreiðslan ógild.
Þetta er eina leiðin til að frelsa stjórnarskrána úr gíslingu Alþingis
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.2.2013 kl. 00:43
Sæll Ómar.
Tillögur stjórnlagaráðsins sem SKIPAÐ var af sitjandi valdhöfum í kjölfar ógildingu Hæstaréttar á kosningu til stjórnlagaþings, eru óhjákvæmilega þar með pólítiskar sökum valdmeðferðar málsins.
Því til viðbótar eru tillögur þær hinar sömu ekki stjórntækar sem stjórnarskrá í heild sökum flókinda og ýmissa annmarka sem aldrei skyldu eiga eitt einasta erindi í stjórnarskrá landsins.
því miður.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 12.2.2013 kl. 01:10
Sammála því að það hefur staðið nýrri stjórnarskrá fyrir þrifum að það mál hefur verið í gíslingu Alþingis, enda eru þingmenn að semja reglur fyrir störf og starfsumhverfi sjálfra sín og því í raun vanhæfir til þess.
Framsóknarmenn vildu upphaflega á útmánuðum 2009 að málið yrði tekið úr gíslingu Alþingis og sett í hendur þjóðarinnar sjálfrar með stofnun sérstaks stjórnlagaþings, en Sjálfstæðismenn stöðvuðu það með málþófi, gáfu þar með tóninn fyrir þann ljóta leik sem síðan hefur verið leikinn og drógu að lokum flokkseigendur Framsóknar með sér.
Ómar Ragnarsson, 12.2.2013 kl. 01:10
Ef þessi Feneyjarnefnd telur að dröginn að nýrri stjórnarskrá sé rugl, á samt að gera þetta plagg að Stjórnarskrá Íslands?
Lögfróðir íslenzkir menn voru búnir að benda á vankantana í margar vikur og enginn hlustaði.
Nú þegar útlendingar segja að þetta sé rugl, þá hljótið þið að samþykkja það að sennilega er þetta bara rugl plagg, er það ekki?
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 12.2.2013 kl. 01:46
Já það er ljótt af Feneyjanefndinni að vera að hengja sig í raunveruleika Íslenskra stjórnmála. Hvers vegna geta þeir ekki frekar notað draumaveröld stjórnlagaráðs þar sem öll dýrin í skóginum eru vinir sem útgangspunkt? Enda heil 30% kosningabærra Íslendinga sannfærð um að breytinga sé þörf.
Það sem hefur staðið nýrri stjórnarskrá fyrir þrifum er að einungis 37% kjósenda á kjörskrá sáu ástæðu til að kjósa. Hæstiréttur dæmdi kosningarnar ólöglegar þannig að stjórnlagaráð var pólitískt skipað. Og að þetta áhugafólk um breytingar bara til að breyta fengu síðan aðeins 30% stuðning við breytingarnar. Plaggið hefur verið gagnrýnt og hlegið að frá öllum hliðum af jafnt háum sem lágum. Og þetta glappaskot væri best gleymt og grafið því það verður aldrei sú sátt sem stjórnlagaráð dreymdi um, til þess er það bara of viðvaningslega og illa unnið.
J.H. (IP-tala skráð) 12.2.2013 kl. 02:42
Forsetakosningar í Bandaríkjunum eru sem sagt ekki leynilegar, að mati Hæstaréttar Íslands.
Atkvæði greidd í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2012 - Mynd
Þorsteinn Briem, 12.2.2013 kl. 05:55
Álit Feneyjarnefndarinnar er blaut tuska í andlit Stjálfstæðisflokks og Framsóknar sem taka hagsmuni útgerðar fram yfir vilja þjóðarinnar.
Tökum eftir því að nefndin ræddi við þessa flokka eins og aðra og greinilegt að þar hefur komið fram að þessir tveir flokkar ætla ekki að sætta sig við Nýja Stjórnarskrá fólksins í landinu.
Þetta heitir að virða ekki lýðræðið og hóta að beita hér valdaráni til að nokkrar fjölskyldur geti fullnægt ógeðslegri græðgi sinni.
Ólafur Örn Jónsson, 12.2.2013 kl. 05:55
"Niðurstaða talningar atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október síðastliðinn um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga:
1. Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?
Já sögðu 73.408 eða 64,2%."
Þorsteinn Briem, 12.2.2013 kl. 06:01
"Svisslendingar, Írar og Frakkar hafa ekki gert lágmarksþátttöku að skilyrði fyrir gildi þjóðaratkvæðagreiðslu."
"Engin skilyrði um lágmarksþátttöku [í þjóðaratkvæðagreiðslum] eru fyrir hendi á Írlandi og raunar má finna dæmi þess frá 1979 að breytingar á stjórnarskrá hafi verið samþykktar í kosningum með innan við 30% þátttöku."
"Franska þjóðin kaus um Maastricht-sáttmálann árið 1992 og árið 2000 var þjóðaratkvæðagreiðsla um styttingu á kjörtímabili forsetans úr sjö árum í fimm.
Engin skilyrði um lágmarksþátttöku voru í þessum kosningum og úrslit kosninganna árið 2000 voru bindandi, þrátt fyrir aðeins um 30% kosningaþátttöku."
Rúmlega 460 þjóðaratkvæðagreiðslur í Evrópu frá 1940
Þorsteinn Briem, 12.2.2013 kl. 06:05
Í þjóðaratkvæðagreiðslu hér á Íslandi um þegnskylduvinnu árið 1916 var kosningaþátttakan 53%, um Sambandslögin árið 1918 44% og um afnám áfengisbanns árið 1933 45%.
Matthías Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins:
"Dagurinn 1. desember 1918 var lokadagur í þeim árangri að Ísland varð sjálfstætt og fullvalda ríki."
"43,8% kjósenda greiddu atkvæði [um Sambandslögin 1918]."
Þorsteinn Briem, 12.2.2013 kl. 06:11
Ég vil minna á að Hæstiréttur bar ekki brigður á úrslit stjórnlagaþingkosninganna heldur hengdi sig í minniháttar útfærsluatriði í framkvæmd þeirra við ógildingu þeirra, en slíkt er algert einsdæmi varðandi kosningar á Vesturlöndum.
Hæstaréttardómararnir hefðu líkast til fengið hjartaáfall hefðu þeir séð hvernig hliðstæðar kosningar eru framkvæmdar í mörgum löndum.
Til voru þeir sem kröfðust þess að enginn, sem bauð sig fram í þessum kosningum, mætti sitja í stjórnarskrárnefnd sem þingið skipaði og það hefði þá sannarlega orðið hreinrækt "skipuð" nefnd hjá þinginu eins og aðrar stjórnarskrárnefndir, sem hefur mistekist það ætlunarverk sitt að setja þjóðinni nýja, heildstæða stjórnarskrá.
En ég tel að heppilegast hefði verið að endurtaka kosningarnar úr því sem komið var.
Ómar Ragnarsson, 12.2.2013 kl. 07:35
Eins og Jóhannes Laxdal kemst að orði er það StjórnlagaÞING, ekki ráð. Þing er kosið, ráð er skipað.
Það eitt er nóg til þess að allt fellur enda varla gott að reyna að breyta stjórnarskránni með því að byrja á að brjóta hana.
Óskar Guðmundsson, 12.2.2013 kl. 08:48
Stjórnarskránni verður ekki breytt fyrr en eftir alþingiskosningarnar nú í vor.
"79. gr. Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi.
Nái tillagan samþykki skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju.
Samþykki Alþingi ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög."
Stjórnarskrá Íslands
Þorsteinn Briem, 12.2.2013 kl. 09:19
Meirihluti Alþingis fyrir og eftir alþingiskosningarnar nú í vor getur breytt stjórnarskránni.
Ómar Ragnarsson getur þá kosið stjórnmálaflokk sem vill breyta stjórnarskránni.
Davíð Oddsson getur hins vegar kosið stjórnmálaflokk sem ekki vill breyta stjórnarskránni.
Þannig hefur hvor þeirra eitt atkvæði varðandi breytingar á stjórnarskránni.
Meirihluti þeirra sem taka þátt í alþingiskosningunum nú í vor getur því breytt stjórnarskránni og yrði því í raun stjórnarskrárgjafinn.
Þorsteinn Briem, 12.2.2013 kl. 10:09
Ég hef margoft spurt þessarar spurningar en aldrei fengið svar: Ef skipun stjórnlagaráðs var brot á lögum og stjórnarskrá, af hverju var hún þá ekki kærð?
Ekki vantaði viljann til að kæra framkvæmd stjórnlagaþingkosninganna.
Úr því að enginn hefur viljað svara mér, skal ég varpa upp þessu svari: Skipan stjórnlagaráðs var ekki brot á stjórnarskrá eða lögum, vegna þess að hún var nákvæmlega sama eðlis og eins framkvæmd og skipun ótal stjórnarskrárnefnda frá lýðveldisstofnun.
Ómar Ragnarsson, 12.2.2013 kl. 10:50
Það virðist ekki skipta stjórnlagaráðs nokkru einasta máli að nánast allir umsagnaraðilar, og helstu sérfræðingar landsins í t.d. stjórnskipunarrétti telja af og frá að tillögur ykkar óbreyttar séu nothæfar í nýja stjórnarskrá.
Samkvæmt hádegisfréttunum á rúv gerði feneyjarnefndin fjölmargar alvarlegar athugasemdir við tillögurnar, og er þetta bara nýjasta umsögnin, sem gefur nýrri stjórnarskrá falleinkun.
Er ekki tímabært að fara að horfast í augu við það að það er búið að gjöreyða þessu verkefni með botnlausu fúski og handabakarvinnubrögðum alveg frá degi eitt.
Fyrir utan auðvitað þá staðreynd, að þetta gæluverkefni kemst hvergi á blað hjá almenningi þegar spurt er að hvaða verkefnum Alþingi og ríkisstjórn eigi að beita sér í þessi misserin.
Setja þetta til hliðar takk, og hætta að sóa tíma Alþingis í þessa vitleysu á meðan enginn er að takast á við alvöru vandamál eins og gengi krónunnar, höftin, verðbólguna osfrv....
Þetta verkefni er löngu ónýtt.
Sigurður (IP-tala skráð) 12.2.2013 kl. 13:13
Enn eru ákvæði í íslensku stjórnarskránni sem ekki eru í samræmi við veruleikann og því ætti ekki að þurfa mikið þras á Alþingi um að breyta þeim.
Alþingismenn ráða því svo sjálfir hversu mikið tillit þeir taka til vinnu Stjórnlagaráðs og Alþingi hefur verið kosið af íslensku þjóðinni.
Frumvarp Stjórnlagaráðs
"48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum."
Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands
Þorsteinn Briem, 12.2.2013 kl. 13:30
Skipun stjórnlagaráðs var kannski ekki beint ólögleg, en hún var í það minnsta ósmekkleg, og alveg augljósleg tilraun til að sniðganga úrskurð Hæstaréttar og kosningalögin í landinu.
Það er ekki beint gæfuleg byrjun að nýrri stjórnarskrá að svindla sér framhjá ákvæðum núverandei stjórnarskrár.
Sigurður Líndal útskýrir þetta ágætlega hér.
"Alþingi lítilsvirðir þrískiptingu ríkisvalds":
http://eyjan.pressan.is/frettir/2011/03/17/althingi-virdir-ekki-thriskiptingu-rikisvalds-med-skipan-stjornlagarads/
Og á mbl:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/03/08/tillagan_a_mjog_grau_svaedi/
„Af hverju var það [Alþingi] að vísa þessu til Hæstaréttar ef það á svo ekki að fara eftir því?
"Ef þetta er ekki ólöglegt, ef þetta fer ekki beinlínis við lög, þá er þetta a.m.k. lagasniðganga, stjórnlagasniðganga.“ Þetta séu því ekki gæfurík fyrstu skref að því að breyta stjórnarskrá landsins"
Sigurður (IP-tala skráð) 12.2.2013 kl. 13:37
Alþingi getur beðið hvaða Íslending sem er um að semja frumvarp að nýrri stjórnarskrá, eða einhverjum breytingum á gildandi stjórnarskrá.
Og Alþingi ræður því sjálft hvort eða hversu mikið það tekur tillit til þessara tillagna.
Hæstiréttur Íslands getur ekki dæmt einhvern Íslending óhæfan til að taka þátt í að semja frumvarp að nýrri íslenskri stjórnarskrá eða að Alþingi taki tillit til ábendinga innlendra og erlenda sérfræðinga varðandi slíkt frumvarp.
Meirihluti kjósenda í alþingskosningum er hér í raun stjórnarskrárgjafinn en ekki dómsvaldið eða framkvæmdarvaldið.
"Niðurstaða talningar atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október síðastliðinn um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga:
1. Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?
Já sögðu 73.408 eða 64,2%."
Niðurstaða þessarar þjóðaratkvæðagreiðslu gat hins vegar ekki verið bindandi fyrir Alþingi vegna þessa ákvæðis í stjórnarskránni:
"48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum."
Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands
24.5.2012:
Þingsályktun um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga
Þjóðaratkvæðagreiðsla samkvæmt 26. gr. stjórnarskrárinnar er hins vegar bindandi fyrir Alþingi:
"26. gr. [...] Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu.
Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu."
Hins vegar ættu alþingismenn að sjálfsögðu að taka tillit til niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu, enda þótt hún geti ekki verið ekki bindandi fyrir þá samkvæmt stjórnarskránni.
Þorsteinn Briem, 12.2.2013 kl. 15:19
... enda þótt hún geti ekki verið bindandi fyrir þá samkvæmt stjórnarskránni, átti þetta nú að sjálfsögðu að vera.
Þorsteinn Briem, 12.2.2013 kl. 15:28
Þetta stjórnlagaplagg er löngu gengið sér til húðar vegna þess hve óljóst það er. Sérkennilegt er það lítillæti fulltrúa "stjónlagaráðs" að halda að þeir geti komið sínum hugðarefnum í gegn um Alþingi, án þess að aðrir fái neitt um það að segja, - ef það er ekki á jákvæðu nótunum.
Best af öllu er að lesa ruglið um að það sé eins og "blaut tuska í andlit Stjálfstæðisflokks og Framsóknar sem taka hagsmuni útgerðar fram yfir vilja þjóðarinnar". Svakalega eru menn tæpir.
Minni á að þó Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn séu fundvísir efni í málþóf, er það hjóm eitt þegar maður heyrir nefnd nöfnin Hjörleifur Guttormsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur J Sigfússon og Svavar Gestsson. Sem betur fer eru dagar þessarra einstaklinga á þingi nú þegar taldir, eða allt að því, en því miður munu nýjar hreðjaklemmur kveða sér hljóðs fyrr en varir og halda þingi og þjóð í gíslingu málþófs. Þá held ég að menn ættu að vera kátir að bent hefur verið á veilurnar í tillögum til nýrrar stjórnarskrár.
Önnur stórvægæileg veila, sem enginn vilji virðist vera á að breyta og gerir þetta skjal marklítið. Hér er í annan stað verið að taka ákvörðunarréttinn að hluta af fólkinu og færa það til Alþingis til að einfalda Samfylkingunni að skáskjóta Íslendingum inn í ESB og hins vegar er ekkert tillit tekið til landsbyggðarinnar um að því fé, sem þar er aflað verði ráðstafað þar einnig.
Þvert á móti er í þessu tillögum smurðar leiðirnar fyrir fjármagnið til viðstöðulaust Reykjavíkur, þar sem sukkað verður með það án aðkomu landsbyggðafólks. Nýlendustefnan hjá "Stjórnlagaráði" er hér grímulaus.
Benedikt V. Warén, 12.2.2013 kl. 15:42
Útflutningstekjur eru ekkert síður skapaðar á höfuðborgarsvæðinu hér á Íslandi en á landsbyggðinni.
Reykjanesskaginn, Landnám Ingólfs Arnarsonar, er einungis 1% af Íslandi og telst nú varla til landsbyggðarinnar, enda er Keflavíkurflugvöllur langstærsti millilandaflugvöllur okkar Íslendinga.
Og það væri nú harla einkennilegt ef menn héldu því fram að litlar eða engar útflutningstekjur séu skapaðar í París, höfuðborg Frakklands, mestu ferðamannaborg heimsins með öllum sínum kaffihúsum.
Við Íslendingar lifum sem betur fer á fleiru en útflutningi sjávarafurða, sem eru þar í þriðja sæti.
Í fyrsta sæti er útflutningur á þjónustu og í öðru sæti útflutningur á iðnaðarvörum.
Útflutningur á sjávarafurðum var hér 28,2% af útflutningi vöru og þjónustu árið 2009 en 55,6% árið 1994, samkvæmt Landssambandi íslenskra útvegsmanna (LÍÚ):
Hlutfall sjávarafurða af útflutningi 1994-2009
Árið 2009 voru 62% af heildarfjölda hótelrúma hérlendis frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar en þá bjuggu þar 63% landsmanna.
Fjölsóttasti ferðamannastaður Íslands er Hallgrímskirkja í Reykjavík og aðrir vinsælir ferðamannastaðir í Landnámi Ingólfs eru til að mynda Bláa lónið og Þingvellir.
Til landsins kemur nú árlega rúmlega hálf milljón erlendra ferðamanna, um 1.500 manns á dag að meðaltali.
Þeir gista langflestir á höfuðborgarsvæðinu og kaupa þar á ári hverju vörur og þjónustu fyrir marga milljarða króna, sem skilar bæði borgarsjóði og ríkissjóði miklum skatttekjum.
Þar að auki fara erlendir ferðamenn í hvalaskoðunarferðir frá gömlu höfninni í Reykjavík.
Þar er langmestum botnfiskafla landað hérlendis og jafnvel öllum heiminum, um 87 þúsund tonnum árið 2008, um tvisvar sinnum meira en í Grindavík og Vestmannaeyjum, fimm sinnum meira en á Akureyri og fjórum sinnum meira en í Hafnarfirði.
Og bestu fiskimið okkar Íslendinga eru í Faxaflóa.
Við gömlu höfnina eru til dæmis fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækin Grandi og Fiskkaup, Lýsi og CCP sem selur útlendingum áskrift að Netleiknum EVE Online fyrir um 600 milljónir króna á mánuði sem myndi duga til að greiða öllum verkamönnum í öllum álverunum hérlendis laun og launatengd gjöld.
Landsvirkjun, og þar með Kárahnjúkavirkjun, er í eigu ríkisins, allra Íslendinga.
Og meirihluti Íslendinga býr á höfuðborgarsvæðinu.
Þar að auki má nefna til dæmis Nesjavallavirkjun, sem framleiðir 120 MW af rafmagni og 300 MW varmaorku, en uppsett afl vatnsaflsstöðvanna þriggja í Soginu er samtals 90 MW.
Íslenskir bændur fá gríðarlega styrki frá íslenska ríkinu til að framleiða mjólk og lambakjöt og þeir sem greiða hér tekjuskatt búa langflestir á höfuðborgarsvæðinu.
Ekkert íslenskt lambakjöt og mjólk yrði framleidd ef engir væru neytendurnir og þeir búa langflestir á höfuðborgarsvæðinu.
Þar að auki er fjöldinn allur af útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum, verksmiðjum og öðrum útflutningsfyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu.
Þorsteinn Briem, 12.2.2013 kl. 15:51
"111. gr. Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu.
Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft.
Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi felst.
Samþykki Alþingi fullgildingu samnings sem felur í sér framsal ríkisvalds skal ákvörðunin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar.
Niðurstaða slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu er bindandi."
Frumvarp Stjórnlagaráðs
Þorsteinn Briem, 12.2.2013 kl. 15:58
Fyrir þá sem nenna að leggj á sig að lesa það sem Feneyjarnefndin sagði: http://www.ruv.is/files/skjol/skyrsla_feneyjarnefndar.pdf í stað þess að láta aðra túlka það fyrir sig. það tók mig um 3 klst. að lesa skjalið. Best að hafa bæði núverandi stjórnarskrá og drögin að nýrri stjórnarskrá við hendina.
Í heildina tekið eru nefndarmenn ánægðir með stjórnarskrána, þó að það þurfi að laga ýmislegt. Merkilegast þó mér þó hversu litlar athugasemdir voru við "auðlindarákvæðið"
"Article 34 (Natural resources)
60. The protection and preservation of natural resources as a common heritage of the nation is
crucial for the people of Iceland. The Commission welcomes the efforts made by the Constitution
drafters to set out effective guarantees and provide guiding principles for the use country’s natural
resources and to regulate the government action and responsibilities in this sphere.
8
Undoubtedly,
this reflects the popular will expressed during the 2012 consultative referendum and the people’s
concern to frame and oversee in the most suitable way the access to natural resources, so as to
ensure that their use is in the best interest of all. It is the understanding of the Commission that
there is consensus on these goals.
61. Nevertheless, the wording of Article 34 needs to be reconsidered, since some of its provisions
(i.e. “government authorities may grant permits for the use [….] against full consideration”
9
) open
the way to different and sometimes opposite interpretations.
62. The Commission notes that natural resources situated on private property benefit from special
protection: “On privately-owned land, the owners‘ rights to resources under the surface of the earth
shall be confined to normal utilisation of the property”. In its view, the approach to private property
rights in relation to the country’s natural resources needs to be clarified and made more explicit.".
Eygló Aradóttir (IP-tala skráð) 12.2.2013 kl. 16:11
Eygló Aradóttir.
Þessar nýjustu athugasemdir frá feneyjarnefndinni eru bara viðbót við óteljandi aðrar athugasemdir frá öðrum sérfræðingum.
Það þarf engan snilling til að sjá það að það er bara fullkomlega óraunhæft að ætla að laga alla þessa galla á þeim örfáu dögum sem eftir eru af þinginu.
Þetta er bara ekkert raunhæft, a.m.k. ekki á vandaðan hátt.
Við þekkjum öll hvernig síðustu dagar fyrir þinglok eru, þar sem er dælt í gegnum þingið allskoðnar lögum án lágmarks umræðu á ljóshraða.
Eins og þau vinnubrögð eru nú óboðleg, að þá er varla til orð yfir hvílíkt fúsk það yrði að fara þannig með sjálfa stjórnarsrkána, að ætla að renna einhverju meingölluðu frumvarpi i gegnum þingið.
Fyrir utan það hversu fullkomlega tilgangslaust það er, því það veit hvert einasta mannsbarn að næsta þing mun ALDREI afgreiða þessi lög óbreytt, eins og skylda er samkvæmt núverandi stjórnarskrá.
Það er bara algerlega útilokða mál, og því nær að nýta tíma Alþingis í eitthvað sem mögulega gæti komið að gagni.
Það er dónaskapur við allan almenning í landinu að ríkisstjórnin skuli sóa tíma Alþingis í svona vitleysu, í stað þess að reyna að koma að einhverju gagni í málum sem almenningur er að kalla eftir.
t.d. skuldamál heimilanna, verðtryggingin, höftin eða bara eitthvað sem mögulega gæti komið að gagni.
Sigurður (IP-tala skráð) 12.2.2013 kl. 16:27
Sigurður: ertu í raun búinn að lesa skjalið? ;)
Eygló Aradóttir (IP-tala skráð) 12.2.2013 kl. 16:36
Steini Briem.
Ég skal vera alveg hreinskilinn, það er langt síðan ég hætti að lesa þinn fróðlega, yfirgripsmikla og djúpstæða fróðleik, sem þú á methraða copy/paste inn á síður annarra. Minna er um þannig skrif á þinni eigin síðu.
Svona rétt til að fara á hundavaði yfir innslag þitt, þá:
..hentar vel fyrir Reykvíkinga að vera eingendur Landsvirkjunar þegar það á við.
..hentaði einnig vel fyrir Reykvíkinga að eigna sér Marshallhjálpina í Sogsvirkjanir.
..hentað Reykvíkungum vel að leggja Sogsvirkjanir skuldllausar inn í Landsvirkjun.
..hentað einnig vel að vera með mesta inn- og útflutning frá Reykjavík, þó annað væri í boði.
..hentaði einnig að skipa upp vörum á Reyðarfirði, svo framarlega sem viðtakandinn á Austurlandi borgaði jafnframt siglingunni frá Reykjavík, upp- og útskipunargjöldin þar, þó varan færi aldrei í land í borginni.
Bændur á Íslandi fá endurgreiðslur hér eins og hjá ESB, enda stór hluti þjóðarinnar sem vinnur á einn eða annan hátt í kringum afurðir sem koma út sveitunum. Það á því að líta á þessa fjármuni sem endurgreiðslu en ekki styrk, vegna þess hve verð á öllum aðföngum eru hátt bæði hvað varðar áburð og tækjakost.
Fyrir nokkrum árum vor erlendir sjómenn stórir neytendur íslenskara landbúnaðarafurða, sem þá voru ekki niðurgreiddar af stjórnvöldum. Þegar þessir sjómenn voru hrakti út úr landhelginni sátu bændur eftir með sínar fjárfestingar og kjötfjallið hrannaðist upp. Þá hentaði að kenna bændum einum um.
Við búum við matvælaöryggi á meðan bændur standa sína plikt og ekki sé ég eftir endurgreiðslum til þeirra. Ég er hins vegar hugsi þegar erlendar kvikmyndasamsteypur njóta slíkra endurgreiðsla, - án þess að nokkur æmti yfir því.
Benedikt V. Warén, 12.2.2013 kl. 16:44
BÍÓkarlar fengu 470 miljónir í síðustu fjárlögum en Hjúkrunarfræðingar eiga ekki að fá nema 370 miljónir.
Etthvað vit í þessu?
Þegar er ekki meirihluti landsmanna með einhverju málefni, þá yfirleitt deyr það, en þó ekki alltaf.
Í þessu Stjórnarskrármálefni sem fékk meirihluta af þeim sem kusu í október, en það er vitað mál að meirihluti landsmanna hefur engan áhuga á þessu Stjórnarskrárfrumvarpi, og af því að það er óvinsælt svona rétt fyrir kosningar, þá hentar það ekki (SF) að halda þessu til streitu.
Sem sagt það er verið að reyna bjarga því sem bjargað verður, þess vegna setti nýkjörinn formaður (SF) stop á ferilinn.
Þar fyrir utan þá hafa íslenzkir lögfróðir menn bent á vankantana á því hvernig Stjórnarskráin er skrifuð í margar vikur og enginn hlustaði eða sögðu þeir eru bara ruglarar og vita ekkert um þessi mál.
Svo koma útlendir lögfróðir menn (Feneyjarnefndin) og segja það sama um Stjórnarskrána og þeir íslenzku, en samt vilja Stjórnarskrársinnar troða þessu ófullkomna plaggi upp á þjóðina.
Óskyljanlegur hroki og frekja Stjórnarskrársinna skín í gegnum þennan Stjórnarskrárferil, og þess vegna var Stjórnarskrárfrumvarpið jarðað.
Mistök Stjórnarskrársinna var að biðja Feneyjarnefndina að fara yfir plaggið, ef það hefði ekki verið gert þá hefðu Stjórnarskrársinnar haldið áróðri sínum áfram um að íslenzku lögfróðu mennirnir viita ekkert um hvað þeir eru að tala.
En það fór sem fór, útför stjórnarskrárinar verður í kosningunum í vor, öll blóm eru afþökkuð en bent er á að framlög í kosningasjóð (S) eru vel þeginn, eða (F) eða (G) eða......
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 12.2.2013 kl. 17:21
Samfylkingin, Björt framtíð Guðmundar Steingrímssonar og Vinstri grænir geta fengið meirihluta þingmanna í alþingiskosningunum nú í vor og ef þeir vilja staðfesta breytingar á stjórnarskránni geta þeir það að sjálfsögðu.
Og Alþingi getur tekið tillit til ábendinga innlendra og erlendra fræðimanna varðandi frumvarp Stjórnlagaráðs.
Forsætisráðherra hefur þingrofsvaldið, alþingiskosningar verða 27. apríl næstkomandi og enda þótt áætlað sé að Alþingi starfi fram í miðjan mars næstkomandi getur það starfað mun lengur.
"Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra boðaði til þingkosninga 25. apríl [2009] og rauf þing frá og með þeim degi."
"Á vorþingi 2009 var þingrof tilkynnt 13. mars en þingið starfaði fram til 17. apríl og var fjöldi mála afgreiddur á þessum tíma.
Forsætisráðherra tók það raunar fram þegar tilkynnt var um þingrofið að "engar hömlur" væru "á umboði þingmanna á þessu tímabili", unnt væri að leggja fram ný mál, enda þótt tilkynnt hafi verið um þingrof og hægt væri að afgreiða bæði almenn lög og stjórnskipunarlög."
"Þingstörfum var frestað aðeins rúmri viku fyrir kjördag."
Þorsteinn Briem, 12.2.2013 kl. 17:56
MATVÆLAÖRYGGI BJARTS Í SUMARHÚSUM NÚ OG ÞÁ.
Meirihlutinn af fatnaði og matvörum sem seldur er í verslunum hérlendis er erlendur.
Þar að auki eru erlend aðföng notuð í langflestar "íslenskar" vörur, þar á meðal matvörur.
Erlend aðföng í landbúnaði hérlendis eru til að mynda dráttarvélar, alls kyns aðrar búvélar, varahlutir, tilbúinn áburður, heyrúlluplast, illgresis- og skordýraeitur, kjarnfóður og olía.
"Íslensk" fiskiskip eru langflest smíðuð í öðrum löndum Evrópska efnahagssvæðisins og þau nota að sjálfsögðu einnig olíu.
Og áður en vélvæðing hófst í landbúnaði hérlendis keyptu "Bjartur í Sumarhúsum" og hans kollegar INNFLUTTA ljái, lampaolíu, áfengi, kaffi, tóbak, sykur og hveiti.
Og hvaða hráefni er notað í "íslenskar" pönnukökur?!
Kexverksmiðjan Frón notaði eitt þúsund tonn af hveiti og sykri í framleiðslu sína árið 2000 en formaður Framsóknarflokksins heldur náttúrlega að það hafi allt verið ræktað hérlendis og "Bjartur í Sumarhúsum" hafi slegið grasið með berum höndunum!
Leggist allir flutningar af hingað til Íslands leggst því allur "íslenskur" landbúnaður einnig af!
Þorsteinn Briem, 12.2.2013 kl. 18:07
Ég á erfitt með að trúa því að menn vilji frekar halda í hina stóru eyðu í núverandi stjórnarskrá um sveitarfélögin og kasta í staðinn frá sér þörfum viðbótargreinum um þau, sem eru í nýju stjórnarskránni svo sem hina mikilvægu nálægðarreglu sem er undirstaða þess að meiri fjármunir og fleiri ákvarðanir helgist af "nálægðinn" við þá sem málin varða.
Ómar Ragnarsson, 12.2.2013 kl. 18:32
Tólg og lýsi var lengi notað á lampa. Íslendingar unnu einnig járn hér áður fyrr, þó ljáir hafi ekki bitið eins vel og innfluttir. Mjöður var bruggaður að mestu úr innlendu hráefni, en vissulega þurfti til þess sykur og síðan hveiti í baksturinn.
Út fluttu íslenskir bændur ferskvörur til erlendra sjómanna, sem voru við veiðar við strendur landsins, og það voru vöruskipti m.a. með tóbak og brennivín. Útflutningurinn var umtalsverður, þó hvergi sé hann skráður sem slíkur, vegna þess að varan var kostur um borð í skipum, - og það skekkir myndina hjá copy/paste sinnum.
Hins vegar veltir maður fyrir sér, hvers vegna Reykvíkinga, sem eru svona vel í sveit settir, með sínar eigin hafnir, fiskimið, framleilðslu á Frónkexi, útflutning ýmiskonar, innflutning allskonar og heitt vatn í tonnatali, rafmagn frá Marshallhjálpinni, háskóla og menningarhús, sem þeir reka sjálfir(eða hvað?).
Af hverju þurfa þeir þá að tutla 75% af því sem landsbyggðin aflar?
Er það ekki nýlendustefna á háu plani?
Benedikt V. Warén, 12.2.2013 kl. 18:35
Elsku Steini minn, jólin eru búin og jólasveinarnir farnir til fjalla, en gaman að sjá að þú trúir á jólasveina.
það er auðséð eins og málin standa í dag í skoðurnarkönnunum að það verður engin meirihluti hjá (SF), (BF) og VG eftir næstu kosningar. VG gæti endað með minna en 5% atkvæða og þar af leiðandi engan þingmann.
Árni Páll gerir sér grein fyrir því að þetta Stjórnarskrárfrumvarp er óvinnsælt og eftir öll afglöpin sem núverandi Ríkisstjórn og óvinsældir hefur skapað, að þá lét Árni Páll hætta Stjórnarskrárferlinu og reyna bjarga því sem bjargað verður, sem sagt að (SF) falli ekki niðurfyrir 10% í kosningunum í vor.
Forsætisráðherra getur haldið þinginu til kosningdags, en ef að allir stjórnarþingmenn (SF) vilja það ekki þá er það sjálfhætt.
Svo er aldrei að vita nema að Þór Saari komi með vantrausttilögu á Ríkisstjórnina fyrir helgi og þá er þingrof ennþá fyrr.
Þetta var illa hugsað og illa skrifað plagg, svo segja sérfræðingar í stjórnarskrárlögum innlendir sem erlendir, og ég ættla að hrokafullir Stjórnarskrársinnar komi þessu plaggi aldrei í gegn með frekjuni.
Af hverju ekki? Af því að meirihluti landsmanna vill ekki þetta plagg eins og það er skrifað.
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 12.2.2013 kl. 18:47
Samfylkingin, Björt framtíð Guðmundar Steingrímssonar og Vinstri grænir geta fengið meirihluta þingmanna í alþingiskosningunum nú í vor, rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn.
Í síðustu alþingiskosningum fengu Vinstri grænir um 20% færri atkvæði í kosningunum en skoðanakönnun Capacent Gallup á fylgi flokkanna sýndi í sama mánuði og kosningarnar voru haldnar.
Framsóknarflokkurinn fékk hins vegar um 40% fleiri atkvæði í kosningunum og Borgarahreyfingin um 140% fleiri atkvæði en skoðanakönnunin sýndi.
Kosningar til Alþingis 25.4.2009
Capacent Gallup 8.4.2009: Lítil breyting á fylgi flokkanna
Þorsteinn Briem, 12.2.2013 kl. 19:01
Samfylkingin og Vinstri grænir fá áreiðanlega mörg atkvæði út á að samþykkja breytingar á stjórnarskránni fyrir alþingiskosningarnar nú í vor.
Þorsteinn Briem, 12.2.2013 kl. 19:14
Allt í lagi Steini minn haltu í vonina, en láttu þér ekki bregða ef þér verður ekki að ósk þinni, eins og gerðist í IceSaveferlinu.
Veistu af hverju IceSaveferlið fór í þann farveg sem það fór?
Ég skal svara fyrir þig. Af því að mikill meirihluti landsmanna vildi að dómsleiðini yrði farinn.
Ef þú getur fengið mikinn meirihluta landsmanna eins og t.d. IceSave fylgið, þá færð þú þína Stjórnarskrá illa hugsaða og skrifaða, annars ekki.
Þetta er bara staðreind.
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 12.2.2013 kl. 19:50
Jóhann Kristinsson,
Að vanda gefur þú þér ýmislegt og það sama á við um Sjálfstæðisflokkinn, sem heldur að hann geti stjórnað landinu samkvæmt skoðanakönnunum.
Og fyrst að þú og Sjálfstæðisflokkurinn vitið svona margt hljótið þið að vita hvernig ég kaus í þjóðaratkvæðagreiðslunum varðandi Icesave-reikningana.
Ég kaus nefnilega ekki í þessum þjóðaratkvæðagreiðslum og hef haldið því fram í nokkur ár, meðal annars á þessu bloggi, að langlíklegast sé að eignir þrotabús Landsbankans dugi fyrir innistæðutryggingunni vegna Icesave-reikninganna.
Þar að auki hefur hvorki þú né Sjálfstæðisflokkurinn hugmynd um hvaða stjórnmálaflokk ég kýs í alþingiskosningunum nú í vor.
En væntanlega þykist þið vita það, eins og margt annað.
Þorsteinn Briem, 12.2.2013 kl. 20:50
28.8.2009:
"Alþingi. 137. löggjafarþing, 59. fundur. Atkvæðagreiðsla, 136. mál. Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (Icesave-samningar). Þskj. 346, svo breytt.
Atkvæði féllu þannig: Já sögðu 34 en 14 nei, 14 greiddu ekki atkvæði og einn var fjarverandi."
"Sátu hjá: Ásbjörn Óttarsson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þór Saari."
Þorsteinn Briem, 12.2.2013 kl. 20:57
Icesave er arfleifð Sjálfstæðisflokksins.
"Icesave var vörumerki innlánsreikninga á Netinu í eigu Landsbankans sem starfaði á Bretlandi og í Hollandi."
"Lykilstjórnendur í Landsbankanum á því tímabili sem Icesave varð að veruleika voru þeir Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson.
Í bankaráði sátu Björgólfur Guðmundsson, Kjartan Gunnarsson, Þór Kristjánsson, Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda og einn af eigendum Þórsmarkar ehf. (sem er eigandi Árvakurs sem gefur út Morgunblaðið) og Guðbjörg Matthíasdóttir, afhafnakona í Vestmannaeyjum."
Þorsteinn Briem, 12.2.2013 kl. 21:00
Ég held að ég hafi hvergi sagt hvað þú kýst og hvort þú hefur kosið í IceSave þjóðaratkvæðisgreiðslunum um IceSave eða Stjórnarskrárfrumvarpsins Steini minn.
Hitt er annað mál að þú taldir alla vitleysinga í skrifum þínum um IceSave ferilinn ef þeir vildu fara dómsleiðina.
Ástæða fyrir að dómsleiðin var það sem meirihluti landsmanna vildi var af því að það var enginn vilji hollendinga og breta að semja. Heldur voru þetta við viljum, við viljum frá hollendingum og bretum og þið íslendingar fáið ekki neitt.
Svo að setja mig í flokk með (S) þá er það alveg út í hött hjá þér, hef aldrei verið flokksbundinn (S) og hef kosið (S) einu sinni í bæjarstjórnarkosningum Seltjarnarnes in the 70´s. Aldrei hef ég kosið (S) í Alþingiskosningum.
Svona þér að segja að þá hef ég aldrei kosið í Alþingiskosningum af því að það er waste of time. Frekjur og hrokafullur latte lepjandi lýður 101 Reykjavík, stjórnar landinu enda er allt á rassgatinu út af vanþekkingarleysi og frekju latte lepjandi lýðsins 101 Reykjavík.
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 12.2.2013 kl. 21:35
11. október 2008:
"Sama dag var birt svohljóðandi yfirlýsing íslenskra og hollenskra stjórnvalda:
"Að loknum uppbyggilegum viðræðum hafa hollensk og íslensk stjórnvöld náð samkomulagi um lausn mála hollenskra eigenda innstæðna á Icesave-reikningum Landsbankans.
Fjármálaráðherra Hollands, Wouter J. Bos, og fjármálaráðherra Íslands, Árni M. Mathiesen, tilkynntu þetta. Ráðherrarnir fagna því að lausn hafi fundist á málinu.
Wouter J. Bos kvaðst einkum ánægður með að staða hollenskra innstæðueigenda væri nú skýr.
Árni M. Mathiesen bætti við að aðalatriðið væri að málið væri nú leyst.
Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur.
Hollenska ríkisstjórnin mun veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum og hollenski seðlabankinn mun annast afgreiðslu krafna innstæðueigendanna."
Fjármálaráðuneytið: Annáll efnahagsmála 2008
Þorsteinn Briem, 12.2.2013 kl. 21:58
19.5.2001:
"Lög um Seðlabanka Íslands og heimild til að selja hlut ríkissjóðs í Landsbanka og Búnaðarbanka voru samþykkt á Alþingi í gærkvöldi."
"35 þingmenn stjórnarflokkanna greiddu atkvæði með frumvarpinu en fimm þingmenn Vinstri grænna voru á móti. Nítján greiddu ekki atkvæði.
Þrír þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu og sagði Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, að Samfylkingin hefði lagt fram breytingartillögur við frumvarpið sem miðað hefðu að því að standa með eðlilegri hætti að sölu á ríkisbönkunum miðað við markaðsaðstæður, m.a. í því skyni að þjóðin fái hámarksverð fyrir eign sína og koma í veg fyrir einokun og markaðsráðandi stöðu í bankakerfinu og tryggja starfsöryggi starfsmanna.
Þessar tillögur hefðu allar verið felldar og því treystu þingmenn Samfylkingarinnar sér ekki til að styðja málið í óbreyttum búningi og sitji því hjá við lokaafgreiðslu málsins."
Samþykkt að selja hlut ríkissjóðs í Landsbanka og Búnaðarbanka
Þorsteinn Briem, 12.2.2013 kl. 22:01
"Einkavæðing bankanna 2002 var einkavæðing sem fór fram árið 2002 með sölu á ríkisreknum bönkum, Landsbankanum og Búnaðarbankanum, í hendur einkaaðila.
Einkavæðingin var alla tíð nokkuð umdeild og varð enn umdeildari eftir bankahrunið 2008.
Bent hefur verið á að ef öðruvísi hefði verið farið að hefði þenslan í hagkerfinu ekki orðið jafn mikil á jafn skömmum tíma.
Einnig hefur verið gagnrýnt að ekki var fylgt upprunalegri settri stefnu um að bankarnir skyldu verða í dreifðri eignaraðild.
Steingrímur Ari Arason sagði sig úr einkavæðingarnefnd Landsbankans í september 2002 og viðhafði þau orð að hann hefði aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum."
Geir H. Haarde, þáverandi fjármálaráðherra, 12.9.2002:
"Við erum ekki sammála Steingrími [Ara Arasyni] þegar hann segir önnur tilboð vera hagstæðari á alla hefðbundna mælikvarða.
Þessu erum við einfaldlega ósammála og það er um þennan ágreining sem málið snýst.
Við byggjum afstöðu okkar á mati HSBC-bankans og einkavæðingarnefnd sendir málið áfram til ráðherranefndar sem tekur þessa ákvörðun eins og henni ber.
Hún er hinn pólitískt ábyrgi aðili í málinu."
Þorsteinn Briem, 12.2.2013 kl. 22:03
Þetta var enginn samningur, heldur óskalisti hollendinga og breta.
Hugsaðu þér græðgina í hollendingum og bretum að heimta 6.7% vexti á peninga sem íslendingum bar ekki að greiða.
Græðgin var svo mikil að eftir að þingið samþykkti og Forsetinn skrifaði undir IceSave 1 með fyrirvara Péturs Blöndals, samt neituðu hollendingar og bretar samningnum.
Þeir sjá það núna hvílíkt blöndur og græðgi það var að samþykkja ekki IceSave 1 með breytingum sem var kallaður IceSave 2.
Ef hollendingar og bretar hefðu samið um 0% vexti en fengið Ríkisábyrgð á skuldum IceSave þá hefði það verið samþykkt strax. En græðgi hollendinga og breta var látin ráða, því það átti að græða á íslendingum.
Svo er það með milliríkja samninga að eftir að samninganefnd hefur samið um eitthvað, þá verður það að fara í gegnum feril þess lands hver svo sem hann er til að samningurinn verði löglegur.
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 12.2.2013 kl. 22:16
Tómas Ingi Olrich var einn þeirra sjálfstæðismanna sem stóðu fyrir gríðarlegri ofþenslu hér á Íslandi á síðasta áratug, þannig að hér eru nú gjaldeyrishöft.
Ég veit ekki betur en að Tómas Ingi hafi verið fylgjandi einkavæðingu bankanna hér á árunum 1998-2002, hækkun á lánshlutfalli Íbúðalánasjóðs í 90% árið 2004 og byggingu Kárahnjúkavirkjunar á árunum 2002-2007.
Eða greiddi hann kannski atkvæði á móti öllum þessum aðgerðum á Alþingi og í ríkisstjórn?!
Einkavæðing íslensku bankanna
Efnahagskreppan á Íslandi
Tómas Ingi var þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Norðurlandskjördæmi eystra á árunum 1991-2003 og Norðausturkjördæmi 2003-2004, og ráðherra á árunum 2002-2003.
Þorsteinn Briem, 12.2.2013 kl. 22:20
23.6.2011:
"Samkvæmt OECD er beinn kostnaður íslenska ríkisins vegna bankahrunsins 2008 sá mesti sem nokkurt ríki tók á sig í bankahruninu, að írska ríkinu undanskildu.
Stofnunin segir að þyngsta höggið hafi átt sér stað nokkuð fyrir hrun þegar Seðlabanki Íslands lánaði gömlu bönkunum gegn veði af vafasömum gæðum, ástarbréfin svokölluðu, sem aðallega voru kröfur á aðra íslenska banka."
Ástarbréf Seðlabanka Íslands voru þyngsta höggið í hruninu
Þorsteinn Briem, 12.2.2013 kl. 22:22
Þín skoðun Steini minn, og OECD er sennilega rugl stofnun eins og Feneyjarnefndin, er það ekki?
Hvað sem þú tínir saman þá er það allt rugl af því að dómsorð er komið frá EFTA dómstólnum. Dómsorðið er skírt, íslendingum bara ekki að greiða IceSave úr Ríkissjóði.
Sem sagt: ÍSLAND VANN STÓSIGUR OG HOLLENDINGAR, BRETAR OG ESB VORU RASSKELTIR FYRIR EFTA DÓMSTÓLNUM!!!
Einfalt mál.
Kveðja frá Las Vegas.
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 12.2.2013 kl. 22:38
Örnólfur Árnason: "Ég helt að erlendir bankar hefðu tapað 7-8 þúsund milljörðum á íslenska bankahruninu."
Þorvaldur Gylfason: "Rétt hjá Örnólfi. Útlendingar töpuðu fimmfaldri landsframleiðslu og Íslendingar töpuðu tvöfaldri landsframleiðslu.
Skellurinn í heild var sem sagt sjöföld landsframleiðsla, sem er heimsmet."
Þorsteinn Briem, 12.2.2013 kl. 22:43
"19. nóvember 2008:
Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti fyrir stundu á fundi sínum beiðni Íslendinga um 2,1 milljarða Bandaríkjadollara lán.
Íslenskt efnahagslíf þarf á fimm milljörðum dollara að halda, að mati ríkisstjórnarinnar.
Sú upphæð jafngildir um 700 milljörðum króna, miðað við Seðlabankagengi."
Þorsteinn Briem, 12.2.2013 kl. 22:47
Jóhann Kristinsson: Það er alveg klárt Örlygur og Þorvaldur að erlendir bankar töpuðu á hruni banka í BNA og öðrum ESB löndum en ekki af littlu íslensku bönkunum, það er alveg á hreinu.
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 12.2.2013 kl. 22:49
Ólafur Ragnar Grímsson í London 3. maí 2005 - "How to succeed in modern business":
"No one is afraid to work with us; people even see us as fascinating eccentrics who can do no harm and therefore all doors are thrown wide open when we arrive."
"I have mentioned this morning only some of the lessons which the Icelandic voyage offers, but I hope that my analysis has helped to clarify what has been a big mystery to many.
Let me leave you with a promise that I gave at the recent opening of the Avion Group headquarters in Crawley.
I formulated it with a little help from Hollywood movies:
"You ain't seen nothing yet!""
Þorsteinn Briem, 12.2.2013 kl. 22:56
Það var rétt hjá Forestanum að allt var opið upp á gátt, og það var vandamálið íslenskir útrásarvíkingar notuðu tvöfallt ef ekki þrefallt bókhald á öllum aðgerðum sínum engum datt það í hug, ekki einu sinni erlendum fjármálasérfræðingum.
Ef það hefði verið vitað hveru gífurlegir fjárglæfaramenn útrásarvíkingarnir voru þá hefði bólan sprungið löngu fyrr.
Avion Group er ennþá í crazy Crawley, undir öðru nafni og eigendum.
Allir voru að græða og enginn spáði í það hvaðan peningarnir komu.
En að íslenzkur almúginn beri einhverja ábyrð á því sem útrásarvíkingarnir gerðu er bara fyrra. Það dettur engum í hug að BNA almeningur sé ábyrgur fyrir aðgerðum Bernad L. Madoff eða finst þér að Ríkissjóður BNA eigi að greiða fólki sem tapaði á að láta Madoff handla fjármál sín?
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 12.2.2013 kl. 23:22
Núverandi forseti Íslands, sem aldrei hefur verið í Sjálfstæðisflokknum, synjaði að staðfesta frumvarp um fjölmiðla 2. júní 2004 og frumvarpið var dregið til baka.
Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, 17. maí 2004 um að forseti Íslands synji að staðfesta frumvarp um fjölmiðla:
"Forseti [Íslands] blandar sér varla í löggjafarmál persónulega, þó að hann kunni að vera höfundi þessarar greinar ósammála um vald sitt skv. 26. gr. stjórnarskrárinnar."
Þorsteinn Briem, 12.2.2013 kl. 23:53
Hvernig heldur þú að sú þjóðaratkvæðisgreiðsal hefði farið?
Eigandi allra fjölmiðla var einn, og vildi ekki fá fjölmiðlafrumvarpið sem lög.
Davíð Oddsson hafði ekki rétt fyrir sér og Forsetinn stóð á sínu að skrifa ekki undir frumvarpið og þess vegna dróg Davíð frumvarpið til baka. Það fór aldrei fyrir Forsetan.
Davíð sá að hann átti ekki sjéns í að vinna þetta í þjóðaratkvæði vegna þess að allir fjölmiðlarnir eru hjá einum manni eins og þeir eru í dag.
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 13.2.2013 kl. 00:10
Jóhann Kristinsson,
Hvað þér finnst um hitt og þetta skiptir mig engu máli.
Þorsteinn Briem, 13.2.2013 kl. 03:59
Af hverju Steini, vilt þú ekki heyra havð þeir sem hafa öðruvísi hugmynd um það se er verið að ræða?
Mér finnst það skipta máli hvað þer finst, alltaf gott að sjá hvað oposition hefur um málið að segja, ég læri af því.
Var að enda við að hlusta á Barack Hussein Obama, hélt að Jóhanna Sig. væri kominn í karlmannsgerfi svo líkar eru hugsjónir þeirra.
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 13.2.2013 kl. 04:17
Jóhann Kristinsson,
Haltu endilega áfram að gapa hér út í það óendanlega.
Þorsteinn Briem, 13.2.2013 kl. 04:39
Ok elsku drengurinn, þú ert orðinn leiður á þessu rugli hjá þér og enginn hefur áhuga á því, vildi bara að þú værir ekki að tala við sjálfan þig allan tíman.
Adios amigo.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 13.2.2013 kl. 06:06
Þú hefur greinilega ekki gott af því að vera svona svakalega mikið í Las Vegas, Jóhann Kristinsson.
Þorsteinn Briem, 13.2.2013 kl. 07:25
Eftir þessar einræður ykkar Jóhanns og Steina, má ljóst vera að þjóðin hafnar þessum handónýtu tillögum stjórnlagaþings, enda veigra þeir Sreini Briem og Ómar að koma á nokkurn hátt inn á jafnræði til búsetu og að nýta fjármunina í heimabyggð, sem þar verða til.
Baráttumál þeirra númer eitt í jöfnunarátt, - er jöfnun atkvæða.
Sér er nú hver metnaðurinn í jöfnun.
Svei.
Benedikt V. Warén, 13.2.2013 kl. 08:43
Ég kannast ekki við að hafa minnst hér einu orði á jöfnun atkvæða og hef búið í öllum kjördæmum landsins, Benedikt V. Warén.
Þorsteinn Briem, 13.2.2013 kl. 09:05
Þú hefur samþykkt þetta með þögninni Steini, með því að svara ekki því sem kemur fram í athugasemdum.
Benedikt V. Warén, 13.2.2013 kl. 09:10
Í síðustu alþingiskosningum voru að meðaltali 2.888 atkvæði á bak við hvern þingmann á öllu landinu en 1.848 atkvæði í Norðvesturkjördæmi.
Munurinn er 56%!!!
Þorsteinn Briem, 13.2.2013 kl. 09:59
So?!?!?!?!?
Það er hirt 75%!!!!!! af tekjum okkar í samneysluna.
Benedikt V. Warén, 13.2.2013 kl. 10:03
Ég fæ ekki séð að íbúar í Norðvesturkjördæmi hafi grætt nokkurn skapaðan hlut á þessum 56%.
Þorsteinn Briem, 13.2.2013 kl. 10:30
Núverandi útfærsla er möguleiki, - ekki trygging. Eins og er fá menn einhverju ráðið um fjármagnið, þó í litlu sé, en við bastarð Ómars og félaga hverfur það endanlega frá landsbyggðinni.
Skattar hækka, hækka, hækka og hækka, mest á landsbyggðinni. Ekkert tillit tekið til þess að kostnaður eykst við að afla sér viðurværis í réttu hlutfalli við fjarlægðiðna frá Reykjavík. Ekkert tillit tekið til þess.
Allir borga 25% í VSK. Það er jörnuðurinn sem EXEL-mafían skilur. Hún skilur hins vegar ekki að VSK er síðasti skatturinn sem kemur á vöruna. Segjum að Frónkexið kosti 500 kall í Reykjavík þá er það nálægt því að kosta 1000 kall á Þórshöfn. Bæði heimilin borga 25% VSK. Rvk. borgar 100 IKR í VSK á meðan Þórshafnarbúinn borgar 200.
Þetta er jöfnuðurinn sem Ómar og félagar skilja ekki, en vægi atkvæða, - þá eru menn í 101 að tala saman.
Benedikt V. Warén, 13.2.2013 kl. 11:44
Er þetta bezta röksemdin sem þú hefur Steini minn.
Líttu nú yfir athugasemdirnar hér, hver hefur verið að tala við sjálfan sig oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 13.2.2013 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.