Ofneysla getur verið á hverju sem er.

Ofneysla getur verið á hverju sem er, og ef sett yrðu aðvörunarmerki á dósir með coladrykkjum, þyrfti til dæmi að setja aðvörunarmerki á kaffipakka og á allar matvörur, sem hægt er að neyta í óhófi og geta valdið offitu og fleiri sjúkdómum.

Í hverjum 100 grömmum af Kók eru 46 hitaeiningar. Það þýðir að í 100 sinnum meira magni eru yfir 4000 hitaeiningar sem er langt yfir þörfum  fullvaxins karlmanns og allt að þrefalt meira en kona þarf.

Koffeinið, ásamt hvítasykrinum, - þetta tvennt gefur áhrif sem valda miklum fráhvarfseinkennum, ef neyslan er óhóflega mikil og henni hætt um lengri eða skemmri tíma.

Einhvers staðar las ég fyrir margt löngu að hægt sé að stunda ofdrykkju á vatni, svo að möguleikarnir á ofneyslu virðast vera býsna margir, ef þetta er rétt.   


mbl.is Drakk tíu lítra af kóki á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslendingsins margt er met,
mikið étur saltað ket,
hans er limur fimmtán fet,
frosinn stendur af sér hret.

Þorsteinn Briem, 12.2.2013 kl. 13:17

2 identicon

Ómar, út frá vissum sjónarmiðum er þetta allt satt og rétt. Baráttan við offitu vinnst ekki með boðum og bönnum, heldur með fræðslu og þekkingu. Engu að síður höfum við valið að merkja eitur, til að vara við neyslu vöru sem hefur bein eituráhrif. Tóbak er eitur og er merkt þannig. Vatn er holt innan allra skynsamlegra marka, jafnvel þótt hægt sé að drukkna í því. Flúor er hollur og nauðsynlegur upp að vissu marki, en er eitur ef upp fyrir þau mörk er farið. Sama gildir um áfengi. Ávaxtasykur er eitur, sbr. þessa grein frá Háskólanum í Kaliforníu (UCSF): http://www.youtube.com/watch?v=dBnniua6-oM Ég tel það vert umræðu hvort merkja eigi gos og margar aðrar sykurvörur sem eitur. Þar með einnig sykraðar mjólkurvörur.

Halldór Árnason (IP-tala skráð) 12.2.2013 kl. 13:46

3 identicon

Ég hegg eftir einu:

"Allar tennur hennar höfðu verið dregnar úr henni fyrir nokkru vegna þess að þær voru skemmdar vegna drykkjunnar og eitt barna hennar fæddist án glerungs á tönnum."

Síðast er ég gáði upp í snáðann minn rúmra 6 mánaða, þá var engin í honum tönnin.

Jón Logi (IP-tala skráð) 12.2.2013 kl. 15:30

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Tóbakið hefur þá sérstöðu að það eru algerar undantekningar að menn reyki svo lítið að það hafi engin áhrif á þá. Þess vegna tel ég rétt að merkja þær vörur með aðvörunum.

Ómar Ragnarsson, 12.2.2013 kl. 18:24

5 identicon

Öll efni eru eitur. Það er aðeins skammturinn, sem skiptir máli. Því er bezt að gæta hófs í allri neyzlu.

Stefa'ánn Niclas Stefánsson (IP-tala skráð) 12.2.2013 kl. 21:20

6 identicon

Jón Logi:

Dæs... Barnið þitt fæddist með tennur, þó svo að þú takir ekki eftir þeim strax. Þau byrja að myndast í móðurlífi, þegar fóstrið er um 4-5 mánaða gamalt. Eftir fæðingu, er glerungurinn á framtönnunum næstum fullmótaðar en það ferli klárast þegar barnið er u.þ.b. 1-2 mánaða; rótin heldur svo áfram að vaxa þangað til barnið er tveggja ára. Restin af barnatönnunum fara í gegnum svipað ferli en eru pínu eftirá. Fullorðinstennurnar byrja svo að myndast skömmu eftir fæðingu en þau taka mun lengri tíma að myndast.

Að auki er vert að benda á að þótt svo að það sé ekki tekið sérstaklega fram, þá má örugglega áætla að glerungsleysið hafi ekki uppgötvast fyrr en barnið fór að taka tennur. Það breytir þó ekki því að eitthvað truflaði það ferli sem var nauðsynlegt fyrir glerunginn til að geta byrjað að myndast í móðurlífi og að barnið hafi fæðst án þess.

Einar (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 05:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband