Spennan vex.

Vaxandi spenna hefur ríkt undanfarið um örlög stjórnarskrármálsins á þessu þingi. Spennan eykst nú enn frekar með tilkomu vantrauststillögu Þórs Saari og með henni er tekin mikil áhætta vegna þess að erfitt er að sjá hvaða áhrif hún hafi á það hvernig meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar ætlar að ljúka málinu.

Verður sagt eftir á að vantrauststillagan hafi sprengt málið í tætlur að óþörfu einmitt þegar verið var að ljúka því?

Eða að hún hafi skapað þann þrýsting sem nægði til að þingið kláraði málið á einn eða annan hátt?

Eða að meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafi látið hrekja sig of langt af leið og þess vegna ekki getað gefið Þór Saari, Þráni Bertelssyni og fleirum þær tryggingar fyrir rekstri málsins, sem þeir töldu sig, með réttu eða röngu, eiga heimtingu á að fá?

Eftir því sem kosningarnar nálgast sést greinilega að kominn er skjálfti í þingmenn í ýmsum flokkum og að margir telji sig þurfa að sanna sig á einn eða annan hátt gagnvart kjósendum sínum og baklandi.


mbl.is Fer eftir fyrirætlunum stjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kallinn Saari gröf sér grefur,
gamall er hann ekki refur,
en áhyggjur nú Ómar hefur,
ekkert hann á nóttum sefur.

Þorsteinn Briem, 20.2.2013 kl. 21:48

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Véfréttin lifir. Leyniþræðir stjórnmála liggja víða. Bardagalistin sannar sig og kemur andstæðingum í opna skjöldu. Þegar spennan eykst eru til ýmis útspil sem koma af stað óhefðbundni atburðarrás. Það þarf ekki samsæriskenningar. Ekki þarf nema einn gleiðgosa eða froðustakk með gott útspil til að valda öngþveiti.

Morgunfréttir dagsins ber að skoða. Umræður skapast þegar um sökkvandi skip og strandstað. Síðan kemur gliðnun í stjórnarliðið og upphefst ný skák sem lýkur væntanlega á þriðjudag. Mikið vatn getur á meðan runnið til sjávar. Hefðbundið stjórnmálaþras þar sem aðalamálið verður aukaafurð. Ekki furða þótt menn hafi andúð á stjórnmálum. Goðspáin lifir og menn eru hættir að treysta á drenglyndi annarra.

Sigurður Antonsson, 20.2.2013 kl. 22:06

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Þráinn Bertelsson og Þór Saari róa eimitt lífróður fyrir áframhaldandi þingmennsku hvors um sig, eins og þú nefnir Ómar, að sanna sig. Jón Baldur L'Orange lýsir því vel með ríkisstjórnina: „...hún hangir á duttlungum Þráins Bertelssonar og Þórs Saari. Það er ömurlegt hlutskipti fyrir ömurlega ríkisstjórn.“

Ívar Pálsson, 21.2.2013 kl. 00:14

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þráinn Bertelsson ætlar ekki að bjóða sig fram í alþingiskosningunum nú í vor og Þór Saari veit að sjálfsögðu mæta vel að harla ólíklegt er að hann verði áfram þingmaður eftir kosningarnar.

Meirihluti Alþingis er fylgandi breytingum á stjórnarskránni
nú í vor og ekki stendur annað til en að breyta henni.

Hins vegar þarf meirihluti Alþingis að staðfesta breytingarnar eftir alþingiskosningarnar.

Og Samfylkingin, Björt framtíð og Vinstri grænir gætu fengið meirihluta þingmanna í kosningunum, rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn.

En núna veit það enginn.

Þorsteinn Briem, 21.2.2013 kl. 01:01

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Svona til athugunnar Steini Briem.  Á síðustu dögum ríkisstjórnar, sem laug sig til valda er ekki víst að landinn sé sammála henni.  Stjórnarskrá er alvörumál,  líkt og heiður hvers manns.  En þessi ríkisstjórn hefur troðið á stjórnarskránni og heiðri okkar sjálfstæðra íslendinga og notið við það niður níð,  dyggar aðstoðar Ómars Ragnarssonar og öðrum hans líkum.  

Hrólfur Þ Hraundal, 21.2.2013 kl. 08:45

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Geir H. Haarde var dæmdur af Landsdómi, til að mynda hæstaréttardómurum, fyrir brot á stjórnarskránni.

Það er því eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn sé ánægður með stjórnarskrána.

Sem hann skilur samt ekki.

Þorsteinn Briem, 21.2.2013 kl. 09:10

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Núverandi forseti Íslands, sem aldrei hefur verið í Sjálfstæðisflokknum, synjaði að staðfesta frumvarp um fjölmiðla 2. júní 2004 og frumvarpið var dregið til baka.

Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, 17. maí 2004 um að forseti Íslands synji að staðfesta frumvarp um fjölmiðla:


"Forseti [Íslands] blandar sér varla í löggjafarmál persónulega, þó að hann kunni að vera höfundi þessarar greinar ósammála um vald sitt skv. 26. gr. stjórnarskrárinnar."

Þorsteinn Briem, 21.2.2013 kl. 09:11

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

DÆMI:

"15. gr. Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim."

Stjórnarskrá Íslands


Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands:


"15. gr. stjórnarskrárinnar um að forseti [Íslands] skipi ráðherra verður að skoða í ljósi þingræðisreglunnar.

Því er það Alþingi sem ræður því í raun hverjir verði skipaðir ráðherra, þótt formlegt skipunarvald sé hjá forsetanum.

Skipun eins ráðherra í ríkisstjórn fer eftir tillögu forsætisráðherra.

Við myndun nýrrar ríkisstjórnar ber forseta að kanna vilja Alþingis áður en ákvörðun er tekin um skipun ráðherra."

Þorsteinn Briem, 21.2.2013 kl. 09:18

10 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Steini Briem. Hafðu þína visku og eða bull svo sem þér líkar, en að því lita viti sem mér var gefið þá met ég það svo að mál þitt sé ekki svara vert.  

Hrólfur Þ Hraundal, 21.2.2013 kl. 11:38

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hrólfur Þ Hraundal,

Hér að ofan vitnaði ég í orð Bjargar Thorarensen, prófessors í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands, og Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra.

En að sjálfsögðu er eðlilegt að þér finnist þessi orð Davíðs Oddssonar vera bull, enda hefur núverandi forseti Íslands, sem aldrei hefur verið í Sjálfstæðisflokknum, nú nokkrum sinnum vísað lögum í þjóðaratkvæðagreiðslu, þrátt fyrir ofangreind orð Davíðs Oddssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins.

Og enn ein staðreynd, sem ég nefndi hér að ofan, er að Geir H. Haarde, sem einnig er fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var dæmdur af Landsdómi, til að mynda hæstaréttardómurum, fyrir brot á stjórnarskránni.

Þorsteinn Briem, 21.2.2013 kl. 12:14

12 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

http://www.dv.is/leidari/2013/2/20/stjornarskrain-og-svikin/

...hér segir m.a..."Eins og staðan er núna liggja svikin í loftinu. Í stað þess að allir stjórnmálaflokkar komi sér saman um lausn er búið er að tæta niður sáttagjörðina með bellibrögðum og pólitískum klækjum þeirra sem ekki vilja að fólkið í landinu fái þá umbun sem felst í auknu réttlæti og sanngirni. Kjósendur verða að gefa því gaum hverjir það eru sem svíkja og mega ekki kasta atkvæði sínu á glæ. Í vor er tækifærið til að gera upp við þá sem fara gegn þjóðarvilja og þvælast fyrir ­umbótum í samfélagi sem hrundi nánast til grunna. Það má ekki umbera svikin."

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.2.2013 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband