"Túrbínutrixið" og miklu stærri pakki en 1970 43 árum síðar.

Það er eins og það hafi ekkert breyst í 43 ár varðandi yfirgang, græðgi og skammsýni í orkumálum.

Á þessu ári eru 43 ár síðan Laxárdeilan komst í hámark og "túrbínutrixið" var notað en nú á að nota svipað trix en bara miklu stærra .

Lítið þið bara á tengda frétt á mbl.is um fyrirætlanir Landsnets varðandi Suðvesturlínu.

Stjórn Laxárvirkjunar rak málið þannig 1970 að landeigendur, sem málið varðaði, ýmist lásu um það í fjölmiðlum eða urðu vitni að því að framkvæmdir væru hafnar á þeirra eigin landi án þess að búið væri að semja við þá.

Þeir fréttu af því sem gerðum hlut að búið væri að panta svo stórar túrbínur, að þær yrðu ekki nothæfar nema risavirkjun yrði gerð sem sökkti Laxárdal og hefði í framhaldinu í för með sér eyðileggingu Laxár og Mývatns með stórfelldum vatnaflutningum og gerð miðlunarlóns, sem yrði stærra en Mývatn.

Allt þetta átti að gera undir formerkjum "orkuöryggis." Laxárvirkjunarstjórnin komst upp með þetta af því að hún taldi sig hafa valdamenn með sér, sem tryggðu nauðsynlegt eignarnám, spjöll á landi og eyðileggingu þess síðar meir.

Nú eru draugar á ferð og greinilega skákað í því skjólinu að eftir kosningar verði stóriðjuhraðlestin keyrð aftur á fullt með tilheyrandi óafturkræfum spjöllum á gríðarlegum náttúruverðmætum. 

Nákvæmlega það sama er að gerast nú eins og 1970, en bara margfalt stærra, því að nú er um að ræða 650 megavött en ekki nokkra tugi megavatta eins og 1970.

Tekin var skóflustunga í Helguvík fyrir sex árum þar sem tveir orkuseljendur, eitt sveitarfélag og einn orkukaupandi slógu föstu ferli, sem myndi á endanum valta yfir minnst tólf sveitarfélög allt frá Reykjanestá austur í Skaftafellsýslu.

Nú, eins og þá, er sagt að framkvæmdir séu vegna orkuöryggis og að þess vegna þurfi að tryggja, að stærstu hugsanlegu risalínur liggi allt frá Reykjanestá vestur og norður um land til Reyðarfjarðar.

En stærð línanna, rétt eins og stærð túrbínanna 1970, sýnir að það er yfirvarp, því að ef afhendingaröryggi til venjulegra notenda væri markmiðið, þyrfti ekki línur nema fyrir brot af þeim orkuflutningi sem fyrirhugaðar línur er hannaðar fyrir.

Ósvífni Landsnets og blekkingar eru ekki dapurlegastar vegna þess hve óskammfeilnar þær eru, heldur vegna þess að við ætlum að láta þetta gerast.  


mbl.is Fréttu af eignarnámi í fjölmiðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir alla muni þá vill ég ekki skemma Reykjanesið með fleiri stóriðjum !!!

Svæði er mikið betra sem fólkvangur, það er víða svo fallegt þarna !!!

Hjörtur Sæver Steinason (IP-tala skráð) 21.2.2013 kl. 12:50

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Norðurál: "Álver í Helguvík þarf 625 MW þegar það er komið í fulla stærð."

Háhitasvæði á Reykjanesskaga:


Eldvörp 50 MW,
Sveifluháls 50 MW,
Gráuhnúkar 45 MW,
Hverahlíð 90 MW,
Meitillinn 45 MW,
Sandfell 50 MW,
Reykjanes 50 MW,
Stóra-Sandvík 50 MW.

Samtals 430 MW.


En engan veginn víst að hægt verði að fullnýta allar þessar átta virkjanir, enda þótt þær hafi verið samþykktar á Alþingi.

Og hvað þá að álver í Helguvík geti fengið raforku frá þeim mjög fljótlega.

Þorsteinn Briem, 21.2.2013 kl. 13:12

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Víða borar víbrator,
í voru landi,
í rassi Sjalla risabor,
rauður fjandi.

Þorsteinn Briem, 21.2.2013 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband