5.3.2013 | 11:58
Mikið var Laxness heppinn !
Á fjórða áratug síðustu aldar stóð styrr um það hvort Halldór Laxness ætti að fá greidd listamannalaun úr ríkissjóði. Eftir að hann skrifaði Sjálfstætt fólk lögðust til dæmis margir Framsóknarmenn með Jónas frá Hriflu í broddi fylkingar gegn því að manninum yrði gert kleift að skrifa slíkt "níð".
Rétt er að geta þess að skoðanir manna fóru ekki alveg eftir flokkslínum í þessu efni, en þeir, sem voru andsnúnir Laxness gátu þó látið skera framlög til hans verulega niður.
En mikið var nú Halldór Laxness heppinn að ekki fóru fram skoðanakannanir á þessum tíma.
Þá hefði allt eins verið viðbúið að þingmenn hefðu beygt sig fyrir þrýstingi og tekið af honum stuðninginn, jafnvel strax í upphafi.
Og þjóðin hefði losnað við þá "óværu" sem ritstörf hans voru og þær "fyrirlitlegu" afurðir, sem af ritstörfunum spruttu.
Meirihluti andvígur listamannalaunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sú skoðun þín að hann hefði ekki getað skrifað ef hann hefði ekki fengið ríkisstyrk stenst ekki nánari skoðun, nema maðurinn hafi verið aumingi.
KIP (IP-tala skráð) 5.3.2013 kl. 12:12
Fróðleg athugasemd hér á undan "Nema maðurinn hafi verið aumingi" .
Hé rsýnist mér koma fram það viðhorf að listir og listamenn séu ekki að skapa verðmæti og þeirra "störf" flokkist því ekki sem vinna. Eflaust hefði Halldór Laxness haldið áfram að skrifa en listamannalaun snúast um það að gera listamanninum kleyft að einbeita sér og helga sig listinni. Hvað verki/verkum hefðum við misst af hefði Laxness ekki fengið styrk?
Það er aumt samfélag sem dæmir afburðafólk á sviði lista til hversdagslegra starfa sem hver sem er getur innt af hendi.
Pétur Arnar Kristinsson, 5.3.2013 kl. 12:37
Það er fróðlegt að lesa um þá ritskoðun í formi listamannalauna, sem þú Ómar berð upp á Jónas frá Hriflu. Líklega er þessi afstaða Jónasar ekkert einsdæmi og því vafasamur rökstuðningur fyrir listamannalaunum svo ekki sé meira sagt. Þvert á móti hefði Halldór Laxness orðið stórefnaður ef stjórnvöld hefðu ekki komið í veg fyrir sölu verka hans ytra.
Sigurður Þórðarson, 5.3.2013 kl. 12:38
Afburðafólk á sviði lista þarf ekki styrki til að lifa. Það er nú svo einfalt. Núverandi kerfi gerir fátt annað en að ala af sér aumingja og hygla einkavinum.
KIP (IP-tala skráð) 5.3.2013 kl. 13:09
Sér er nú hver auminginn. Það er víða sem ríkið veitir styrkjum út í samfélagið til að efla iðn og störf. Þannig hafa mörg stöndug fyrirtæki byrjað á spena Rannís og engir fetta fingur út í það. Er Marel hópur af aumingjum? Ef litið er á listir og menningu, af þeim toga sem styrkt er með listamannalaunum, sem hvern annan fyrirtækjarekstur þá felur hann í sér gríðarlega mikinn forhlaðinn kostnað en uppskeran kemur (vonandi) mikið seinna. Listamannalaun hjálpa til við að brúa þennan upphafskostnað rithöfunda, málara, myndhöggvara o.fl., líkt og styrkir Rannís gera fyrir sprotafyrirtæki í nýsköpun.
Einnig verður að líta til þess að styrkirnir þjóna margvíslegum tilgangi: Listamönnum er gert auðveldara að stunda list sína sem eykur listsköpun í landinu sem viðheldur og bætir menningararf landsins. Með fullri virðingu fyrir Arnaldi Indriðasyni og öðrum framúrskarandi reyfarahöfundum, þá þætti mér miður ef léttmetisbókmenntir á borð við metsölukrimma væru einu ritverkin sem okkar kynslóð skildi eftir sig. Einnig hafa styrkir sem þessir margfeldisáhrif í samfélaginu því ef t.d. fleiri rithöfundar geta helgað sig ritstörfum þá verður meira um ritverk sem þýðir að bókaútgáfa eflist og eykst sem þýðir að bóksala eflist og eykst. Listamaðurinn fær sín lúsarlaun í formi styrkja frá ríkinu en vegna þess geta útgáfufélögin ráðið fleiri starfsmenn og það sama á við um bóksala.
Þegar kafað er ofan í málið kemur því í ljós að það er efnahagslega hagkvæmt að veita listamannalaun.
Sindri Þór Hilmarsson (IP-tala skráð) 5.3.2013 kl. 14:19
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn ætla þá væntanlega að leggja niður alla ríkisstyrki til bænda, enda þótt þeir kjósi líklega flestir þessa flokka.
Ef íslenskir bændur fengju enga styrki myndi sauðfjárbúum og kúabúum hérlendis fækka gríðarlega, þar sem verð á lambakjöti og mjólkurvörum í verslunum myndi snarhækka og neytendur því kaupa mun minna en áður af þessum vörum.
Margir kaupa aldrei lambakjöt en greiða þó með sköttum sínum styrki til sauðfjárbænda.
Og sumir kaupa mikið af mjólkurvörum en aðrir sáralítið og jafnvel ekki neitt.
Þar að auki búa bændur langflestir á landsbyggðinni og þar hafa vegir, brýr og hafnir verið greiddar úr ríkissjóði.
Og skattgreiðendur búa langflestir á höfuðborgarsvæðinu.
Þorsteinn Briem, 5.3.2013 kl. 16:07
Ef það er rétt sem þú segir Sindri að þaðséefnahagslega hagkvæmt að veita listamannalaun þá er rétt að gera það.En það hefur ekki verið kafað ofaní málin.Ég dreg það í efa að þetta sé rétt.Það er líklegt að það borgi sig fyrir ríkið að veita styrki til frumkvöðla(fyrirtæki) til að koma þeim á lapirnar ef þau lofa góðu og eins til þeirra listamannsefna sem eru efnilegir.það má líta á þetta sem áhættufé.En það á ekki að þurfa að borga listamönnum alla tíð.Þeir sem þurfa á því að halda standa í raun ekki undir kostnaði ríkisins.Þeir borga sig ekki.En það er ekkert sem segir það að þeir einstaklingar sem vilja styrkja þessa listamenn geti það ekki.En aðrir en þeir eiga ekki að þurfa að borga.Eins er þetta með ríkisútvarpið , Sinfóníuna og þjóðleikhúsið.Fólk sem vill halda þessu við á bara einfaldlega að greiða fyrir það.
Jósef Smári Ásmundsson, 5.3.2013 kl. 16:08
Allir greiða tekjuskatt og útsvar, einnig þeir sem fengið hafa styrki frá íslenska ríkinu, þar á meðal listamenn og bændur.
Allir sem starfa til að mynda í Hörpu, jafnt hljóðfæraleikarar sem ræstingafólk, greiða tekjuskatt til ríkisins og útsvar til síns sveitarfélags.
Þar að auki fær íslenska ríkið virðisaukaskatt af starfseminni þar og Reykjavíkurborg fasteignaskatt.
Starfsemin í Hörpu er því engan veginn ómerkilegri en til að mynda sauðfjárbúskapur á landsbyggðinni.
Þorsteinn Briem, 5.3.2013 kl. 16:30
Þarft að endurskoða reikningskunnáttuna Steini Briem.Allir styrkþegar greiða skatt en af styrknum sem þeir fá.Þá er að sjálfsögðu enginn gróði fyrir ríkið eða sveitarfélögin.þetta er ennþá styrkur.Þó ég ætli ekki að verja sauðfjárbúskapinn þá þurfa þeir bændur sem stunda hann samt sem áður að kaupa kvóta af ríkinu.mjólkurkvótinn kostar þrefalt á móti verð mjólkur þ.e.ef þú kaupir 100 l mjólkurkvóta þá þarftu að borga fyrir hann jafnvirði 300l mjólkurverðs.En síðan fá bændurnir niðurgreiðslu á móti.En að sjálfsögðu ætti að hætta öllum styrkjum og gera þetta allt sjálfbært.
Jósef Smári Ásmundsson, 5.3.2013 kl. 16:47
Hvalveiðar eru þjóðhagslega hagkvæmar vegna þess að hvalir éta tugfalt það sem við veiðum. Auk þess er hvalkjöt hollara en t.d. kýrkjöt þess vegna ættu hvalveiðimenn fái listamannalaun, ekki síður en kúa- og sauðfjárbændur.
Sigurður Þórðarson, 5.3.2013 kl. 17:03
Jósef Smári Ásmundsson,
Þú heldur náttúrlega að íslenskar landbúnaðarvörur séu ókeypis í verslunum, svo og allir tónleikar, bækur og tónlistardiskar.
Íslenska ríkið fær virðisaukaskatt af vörum sem seldar eru hérlendis, til að mynda landbúnaðarvörum, bókum og tónlistardiskum.
Og ef enginn væri íslenski bóndinn væri nú ekki mikið framleitt af landbúnaðarvörum hérlendis og ef enginn væri íslenski eða erlendi hljóðfæraleikarinn og rithöfundurinn væri heldur ekki mikið selt af tónlistardiskum og bókum.
Laun íslensks tónlistarfólks koma að sjálfsögðu meðal annars frá íslenskum og erlendum tónleikagestum, til að mynda í Hörpu, þar sem aðgöngumiðar eru nú yfirleitt ekki ókeypis, enda þótt þú haldir það.
Og íslenskir tónlistarmenn greiða af launum sínum útsvar til síns sveitarfélags og tekjuskatt til íslenska ríkisins.
Þá gildir einu hvort þeir hafa fengið einhverja styrki, enda gætu nú fáir íslenskir listamenn og bændur lifað eingöngu á þeim styrkjum sem þeir hafa fengið frá íslenska ríkinu.
Þorsteinn Briem, 5.3.2013 kl. 18:23
Ertu þá að segja að eina ástæðan fyrir að Halldór skrifað, listi hér fyrir neðan, er útaf því að hann fékk listamannalaun frá ríkinu?
Ófullkomin list tekin af Wikipedia.
Axel (IP-tala skráð) 5.3.2013 kl. 19:04
Þessi lisit yfir 14 verk Halldórs Laxness, flest hver stórvirki, sýnir, að hann hefði aldrei náð að skrifa öllu þessi verk ef hann hefði aldrei fengið stuðning frá þjóðinni. Sérstaklega á þetta við um verk hans á fyrri hluta þessa tíma, en þau eru rituð þegar Halldór stendur á hátindi andlegrar og líkamlegra getur og eru þekktustu verk hans. Það má einnig efast um að hann hefði fengið Nóbelsverðlaunin 1955 nema vegna hinna miklu afkasta sinna og einbeitingar til stórvirkja þegar mest reið á því. En Nóbelsverðlaunin eru svo sem fánýti, ekki satt? Hvað voru þau mörg kíló eða mörg tonn?
Ómar Ragnarsson, 5.3.2013 kl. 19:14
10.10.2012:
"Á vef Ríkisendurskoðunar má kynna sér fjármál hvers stjórnmálaflokks fyrir sig og þar kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn fékk kr. 90.027.578.- á síðasta ári frá ríkinu!"
Þorsteinn Briem, 5.3.2013 kl. 19:24
Ég hef lesið nokkuð eftir hann, alls ekki allt en ég er að vinna að því hægt og rólega, og við að gera það upplifi ég Halldór sem listamann sem skrifaði allt sem gerði vegna þess að hann þurfti þess, eitthvað inní honum virtist láta hann gera það.
Það er ekki hægt að halda því fram að hann hefði ekki verið jafn virkur höfundur hefði hann verið "launa"laus því þú skapar ekki eitthvað nýtt, ferskt of fallegt á tímakaupi heldur einfaldlega vegna þess að þú vilt það og ef þú vilt það finnuru tíma í það.
Axel (IP-tala skráð) 5.3.2013 kl. 19:38
Ok.Steini rétt skal vera rétt en þú getur náttúrulega ekki talið ríkinu til tekna þann hluta VSK,skatt og útsvar sem er greitt af þeim hluta launa listamanna sem þeir hafa sem listamannalaun.Reykjavíkurborg er að greiða með Hörpunni í dag svo fasteignagjöldin sem hún fær er eiginlega bara frádráttur frá þeirri upphæð.En það er fullt af listamönnum sem fær engin listamannalaun en borgar sína skatta.
Jósef Smári Ásmundsson, 5.3.2013 kl. 21:10
"Hagfræðistofnun telur að tekjur tilkomnar vegna Hörpu séu á bilinu 1,0 til 1,4 milljarðar króna á ári og geti orðið allt að 3 milljarðar króna á ári."
Fasteignagjöld renna til sveitarfélaga sem ákveða álagningu þeirra og annast innheimtu og Harpa er að stórum hluta í eigu Reykjavíkurborgar.
"Eignarhaldsfélagið Portus og dótturfélög eru í eigu Austurhafnar-TR, sem er í eigu íslenska ríkisins og Reykjavikurborgar.
Íslenska ríkið á 54% í fyrirtækinu en Reykjavíkurborg 46%."
Þar að auki fá ríkið og Reykjavíkurborg miklar tekjur frá stóru lúxushóteli, sem reist verður við hlið Hörpu, fasteignagjöld, virðisaukaskatt, útsvar og tekjuskatt.
Þorsteinn Briem, 5.3.2013 kl. 22:16
Hvar kemur fram að listamannalaun séu skattfrjáls?!
Listamenn, bændur, ellilífeyrisþegar og aðrir greiða hér tekjuskatt og útsvar.
Og allir greiða virðisaukaskatt af landbúnaðarvörum sem þeir kaupa hérlendis.
Lög um tekjuskatt nr. 90/2003
Lög um listamannalaun nr. 57/2009
Þorsteinn Briem, 5.3.2013 kl. 22:33
Auvitað skipti það máli að Halldór Laxnes fékk laun frá ríkinu fyrir sinn skáldskap og list á sínum tíma. Fyrst fékk hann einhvern slatta um 1930 - gegn miklum mótmælum þeirra Sjalla sem töldu skrif hans hefðu vond áhrif siðferðislega og þá sérstaklega á konur og börn. Hann hafði sótt um áður en verið hafnað. Sennilega vegna þeirra Sjalla.
þetta skipti líklega bara öllu máli. Að hann fékk styrk. það sést að Vefarinn kemur 1927. þá er hann búinn að vera í kaþólskunni.
1931-1932 kemur svo Salka - og þó Vefarinn gefi alveg vísbendingar um það sem koma skal - þá er með Sölku sleginn tónn og bókin er svo úthugsuð að sennilegt er að höfundur hafi gefið sig nánast algjörlega að efninu.
það skipti líka miklu máli að Halldór taldi nauðsynlegt að skoða heiminn. Til þess að verða skáld - þá yrði hann að ferðast. það vita allir sem hafa ferðast hve slíkt hefur mikil áhrif.
Ennfremur sést strax á skáldskap Halldórs, að hann er vel að sér í heimsbókmenntunum. Hann þekkir alla meginstrauma og jafnvel fornbókbentir oþh. Hann er mjög vel lesinn. það gerist ekkert si sona. það er bara vinna. Og einhvernveginn verður maður að lifa á meðan.
Nú, varðandi Jónas frá Hriflu - að þá vil ég koma honum að hluta til varnar. Oft finnst mér Jónas ekki alveg njóta sannmælis.
Jónas beitti sér fyrir því þegar hann var formaður fjárlaganefndar þingsins að Halldór var settur á full laun, um 5000 krónur, 1934. þá voru fáir listamenn á slíkum launum. Eitthvað 3-4 minnir mig og þar á meðal Einar Benediktsson sem á þeim tíma var álitinn af mörgum helsta skáld Íslands. þessu kom Jónas í gegn af hörku. Nokkrum árum áður hafði Halldór skrifað til stuðnings Jónasi þegar þeir Sjallar ætluðu að koma Jónasi sem þá var Dómsmálaráðherra á geðveikrahæli. Jónas sló þá Sjalla umsvifalaust niður með einu höggi sem frægt varð.
En vissulega komst svo Halldór í ónáð hjá Jónasi síðar sem of langt mál er að fara útí.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.3.2013 kl. 22:41
Og svo má ekki gleyma því að svona smáfuglar eins og Bach, Beethoven og Mozart, að ógleymdum Thorvaldsen, vóru allir á framfæri einhverra þjóðhöfðingja og gátu þannig helgað sig list sinni. Reyndar mætti telja miklu fleiri en þetta ætti að duga til að sýna fram á að ríkisstyrkur er ekki bara til aumingja sem ekki geta lifað af list sinni heldur hefur leitt til sköpunar margra helstu stórvirkja veraldarsögunnar.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 5.3.2013 kl. 23:57
Já. Allir meira og minna á framfæri eða styrk opinberra aðila - eða stundum einhverra höfðinga ss. þeir sem settu saman íslendingasögurnar. Á framfæri klaustra og/eða höfðingja sem þá réður hver sýnu svæði og voru í raun einskonar þjóðhöfðingjar á sínu svæði.
En varðandi Laxnes og Sjalla, þá ber nú að halda því til haga að ekki voru allir Sjallar algjörlega á móti honum. Td. virkar það sem Moggi þess tíma hafi verið frekar hlyntur honum. Enda var Tómas Guðmundsson þá að skrifa um bókmenntir á Mogga og hann hvatti Alþingi eidregið til að veita honum full laun - og nefnir sem rök að annars kynni íslenska þjóðin að missa Laxnes til annarra landa þar sem Tómas hafi heimildir fyrir að verið sé að bjóða í hann. (Einnig ber að taka fram að Laxness hafði einhverja styrki hlutið fyrir 1930 en stopula og tímabundið, að eg tel.
þetta með jónas frá Hriflu og viðsnúning hans gagnvart Laxnes, að þá ber að hafa í huga að viðhorf Jónasr í pólitík breyttust að sumu liti á þessu tímabili um og uppúr 1940. Hann mildaðist í afstöðu til Sjalla og ástæðan virkar sem fyrst og fremst sem mikil andúð og illur bifur á kommúnistum/sósíalistum og uppgangi þeirra og í framhaldi fyrst og fremst Stalín. það er eins og hann hafi farið að líta þannig á að kommúnistar/sósíalist margir á Íslandi væri barasta framlenging á stalín.
Ennfremur spilaði inní auðvitað bændasamfélag og veseið með íslendingasögurnar og stafsetning þeirra og útgáfa Laxdælu sem Halldór kom að. þetta er alveg heilmikil saga og mjög flókin og erfitt að skýra í stuttu máli.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.3.2013 kl. 00:21
Vandinn við alla styrki er að velja og hafna. Hver á að fá listamannalaun? Eru það listamenn sem ekki skrimta af því að sinna listum, en eru að gera eitthvað sem þykir merkilegt? Eru það listamenn sem hafa árum saman skapað eitthvað sem er vinsælt og þykir flott og geta því lifað af því að skapa? Þeir sem sjálfir geta haft í sig og á með listsköpun, og þá sölu verka sinna, hafa í raun ekkert við það að gera að fá listamannalaun ofaná það sem þeir vinna sér inn og hinir, sem ekki gengur eins vel, eru kannski á rangri braut í sinni sköpun og ættu því að finna sér eitthvað annað að sýsla. Er það ekki?? Þetta er eins með bændur og þeirra styrki. Ef ég vil reka fyrirtæki, sem bú vissulega er, þá er ég til í að taka þann séns að ég fari á hausinn. Ríkið á ekki að skipta sér af því frekar en smiðum eða sjálfstætt starfandi tölvunarfræðingum sem ekki gengur vel.
Haraldur Geir (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 11:24
Sammála þér Haraldur Geir.Þetta er einmitt það sem ég vildi benda á líka.Steini Briem,ég bið þig afsökunar á þessu frumhlaupi mínu með reiknikunnáttuna þína."En Jörðin,hún snýst nú samt".
Jósef Smári Ásmundsson, 6.3.2013 kl. 11:43
Tja, Steini:
"
Ef íslenskir bændur fengju enga styrki myndi sauðfjárbúum og kúabúum hérlendis fækka gríðarlega, þar sem verð á lambakjöti og mjólkurvörum í verslunum myndi snarhækka og neytendur því kaupa mun minna en áður af þessum vörum.
Margir kaupa aldrei lambakjöt en greiða þó með sköttum sínum styrki til sauðfjárbænda. "
Það má setja ýmislegt út á þetta. Fyrsta fullyrðingin er í grunninn rétt, þar sem að enginn stuðningur við búskap á skerinu, hvar tíðarfar, kostnaður og vextir eru með óhagstæðara móti, þá væri stofnað til samkeppni við miklu meira styrkjarkerfi, aðallega í Evrópu, - og er það nú þegar mun öflugra en hér.
Vitlausi grunnurinn er þó sá, að um er að ræða styrki, sem fengu að heita styrkir, en áður voru nefndir NIÐURGREIÐSLUR TIL NEYTENDA. Sem sagt, varan var greidd niður til þeirra.
Sjálfur neyti ég nær einskins af afurðum styrkra listamanna, en finn litla hvöt hjá mér til þess að fara að lemja á þeim, líkt og margir eru vísir til varðandi bændur. Mér þætti þó vænt um að mega hafa áhrif á val þess er launin hlýtur, og væri mín fyrsta tillaga sá sem hýsir þessa bloggsíðu. ;)
Jón Logi (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 12:32
Beingreiðslur til bænda hérlendis koma frá ríkinu og þar með skattgreiðendum.
Þorsteinn Briem, 6.3.2013 kl. 14:37
.....og þar sem bændur hafa ekkert vald yfir afurðarverði er þetta ákvörðun ríkisins.
Einu sinni var það svo að ríkið niðurgreiddi vöru eftir afurðarverð. Þetta hét niðurgreiðsla til neytenda.
En, svo fannst það út, að hagstæða væri að borga bónda beint, og lækka bara afurðarverð hans um helming í staðinn. Þá fór landbúnaðarafurðin skítbilleg út á markaðinn, og hefði átt að lækka skverlega.
En eitthvað varð lítið úr því, þar sem álögur allar í % hækkuðu á móti.
Síðan á svo að heita að bændur hafi tekið við af neytendum sem styrkþegar.
Jón Logi (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 16:53
Íslenskir neytendur greiða skatta til íslenska ríkisins og þar með beingreiðslur ríkisins til íslenskra bænda.
Þannig greiða neytendurnir lægra verð en ella fyrir íslenskar landbúnaðarvörur sem þeir kaupa hér í verslunum.
Ef styrkir til framleiðslu á íslenskum landbúnaðarvörum féllu niður myndi því verð á þeim hækka mikið í verslunum, neytendur þar af leiðandi kaupa mun minna af þeim en áður, íslenskum bændum myndi fækka mikið og þeir yrðu að sjálfsögðu einnig að greiða hærra verð fyrir landbúnaðarvörur í verslunum.
En á móti kæmi að hægt væri að lækka hér skatta sem næmi þessari niðurfellingu á styrkjum til landbúnaðar og bændur greiða að sjálfsögðu einnig skatta.
Og neytendur, þar á meðal bændur, hefðu þá meira fé handa á milli til að kaupa hér landbúnaðarvörur.
Þorsteinn Briem, 6.3.2013 kl. 18:02
Ekki er að efa að Halldór Laxness hefði þótt það betra að eyða minni tíma í vera á ferli í heimsborgunum til þess að krækja sér í sambönd við útgefendur áhrifamenn í bókmenntaheiminum og kollega sína í skáldastétt.
Með ólíkindum er, þegar lesin er ævisaga hans, hve miklum tíma hann eyddi í þetta. En það var óhjákvæmilegt, ekki aðeins til að vera í "kontakt", fylgjast með menningarstraumum og fá hugmyndir, heldur líka til að koma sér á framfæri. Ég hef uppgötvað það í kvikmyndagerð minni að kvikmyndagerðarmenn þyrftu helst að hafa minnst eina manneskju á fullum launum allt árið til þess að koma verkum sínum á framfæri, leita samvinnu um gerð þeirra og hafa ofan í sig og á í stað þess að geta unnið öllum stundum við sköpun sína. Sama á við um tónlistarfólk. Viðhorfið: "Það getur hver sem farið út í bílskúr og gaulað og glamarað á gítar" er undarlega algengt.
Ómar Ragnarsson, 7.3.2013 kl. 00:16
Datt í hug einn listamaðurinn sem þiggur listamanna laun (ÞB), en situr samt á
Alþingi á fullum þingmannalaunum.
Er ekki réttlátt að afnema þessi listamnnalaun
þegar menn eru í fullri vinnu annarstaðar..?????
Eða er það svo að þegar þú ert komin á listamannalaun þá má
ekkert við þeim hreyfa..???
Tek heilshugar undir með Jóni Loga.#24
M.b.kv.
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 7.3.2013 kl. 00:51
Halldór Laxness fékk lengi vel ekki náð fyrir opinberum nefndum og þar með ekki listamannalaun, ekki frekar en til dæmis Þórbergur Þórðarson og Jóhannes úr Kötlum sem var kennari og Guðmundur Böðvarsson sem var bóndi. Þau listamannalaun sem Halldór fékk voru smáaurar,dropi í hafið, miðað við það skemmdarverk sem íslensk stjórnvöld ástunduðu gagnvart sölu bóka hans erlendis. Þannig bað Bjarni Benediktsson fyrrv. foræsætisráðherra bandarísk stjórnvöld um að koma í veg fyrir útgáfu og sölu verka Halldórs.
Sigurður Þórðarson, 7.3.2013 kl. 12:08
Jónas var hlynntur ritskoðun. Hann meira að segja notaði pólitískt vald til þess meðan hann hafði einhver völd og áhrif.
Guðjón Sigþór Jensson, 7.3.2013 kl. 12:35
það voru bara allt öðruvísi tímar þá en núna. þessi barátta sem kom upp þarna um 1940 í kringum listir - að þetta var hluti af stærri baráttu. það má ekki horfa framhjá því að sennilegast var mikill meirihluti landsmanna sammála því sem Jónas sagði um list og listastefnur á þessum tíma. Td. í sambandi við málverk, þá veit eg um margt eldra fólk sem lítur svo á að málverk geti aldrei verið neitt annað en sem nákvæmasta eftirlíking af fyrirmyndinni. Allt annað er bara einhver klessuverk. þessi skoðun var barasta ríkjandi á þessum tíma - nema hjá einhverjum bóhemum í Reykjavíkinni.
Afstaða Jónarar var ekki alveg uppúr engu.
Ennfremur er alveg athyglisvert hvernig baráttan var oft lögð upp af Jónasi og hans mönnum. það var lagt þannig upp að þeir listamenn sem Jónas hafði horn í síðu í eða listsköpunin væri ,,óþjóðleg". þetta er algjörlega mjög kunnulegir frasar í pólitískri umræðu. Sjáum bara hvernig umræðan er að sumu leiti í dag. þá eru menn ekki nógu miklir íslendingar í vissum tilfellum og standa ekki nógu vel á íslenskum jarðvegi o.s.frv.
Á tíma Jónarar var alveg heljarmikil deila og barátta um íslendingasögurnar og voru sett sérstök fornritalög. það mátti aðeins gefa út íslendingasögurnar eftir stöðluðum formum. Í því tilefni sagði Jónas eitthvað á þá leið að koma yrði i veg fyrir að kommúnistar eyðilögðu fornritin og mælti: ,,Við getum þolað kommúnistum eitt og annað en ekki þetta".
Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.3.2013 kl. 13:24
þ.e.a.s., til samlikinar, að ,,íslensk menning" skipti svo svaka miklu máli á þessum tíma. Má líkja við fjármálastofnanir núna og allt þrasið í kringum það. Hrægammar hægri vinstri og ,,óþjóðlegir menn" o.s.frv.
það er eins og litið hafi verið þannig á á þessum tíma kringum og uppúr 1940, að sá sem réði yfir menningunni - hann réði líka yfir íslendingum og Íslandi. þetta var hluti af stærra dæmi. þvílíkri baráttu þar sem þjóðrembingi var beitt til hins ýtrasta. Á þessum tíma var líka þjóðrembingur í talsverðri tísku, einnig utan Íslands.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.3.2013 kl. 16:53
Jónas frá Hriflu taldi sig vera rétta aðilann að skilgreina hvað væri list. Sýning hans og ofsóknir gegn listamönnum minntu nokkuð á tilburði nasista. En Jónas lét nægja að sína list þeirra og átti að vera þeim til háðungar. Og listamannalaunum svifti hann sumum en umbunaði öðrum. Og hann fékk samþykkt lög um einkarétt ríkisins að gefa út fornrit. Hvað er þetta annað en ritskoðun?
Guðjón Sigþór Jensson, 7.3.2013 kl. 19:00
þetta er ekkert annað en ritskoðun.
En á þessum tíma höfðu menn soldið aðrar hugmyndir en almennt eru viðurkenndar í dag. Td. varðandi svokallað sjálfstæði 1944 og samþykkt stjórnarskrár - þá var ekki talið við hæfi að einhver maldaði í móinn eða hefði önnur sjónarmið varðandi það efni. það var talið merki um óþjóðhollustu og var barasta bannað.
Ofannefnt er náttúrulega svona hart dæmi - en umræðan á þessum tíma var pólaniseruð. Og höfuðpólar víluðu ekki fyrir sér að ritskoða eða halda fram eingöngu einstrengingslegri og tilskorinum málflutningi.
Við erum að tala um allt aðra tíma.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.3.2013 kl. 20:37
Sem dæmi þessu viðvíkjandi má nefna, þ.e. hve umræðan var pólskipt, skrif Laxness sjálf varðandi Sovétríkin. Hann hikaði ekki við að ritskoða sig.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.3.2013 kl. 22:28
Við sem nú lifum skiljum ekkert í hvers vegna sumir landar okkar fyrrum vörðu rússnesk yfirvöld í umdeildum ákvörðunum sem með réttu má telja til refsiverðra verknaða. En þeir voru að einhverju leyti háðir þessum voðalegu mönnum, Stalín og hans fylgifiskum og vildu ekki styggja þessi goð.
Guðjón Sigþór Jensson, 7.3.2013 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.