Fordómarnir varðandi vetrartímann.

Það þykir fréttnæmt í meira lagi og jafnvel ótrúlegt að erlendum ferðamönnum skuli fjölga hér á landi. Landlægir eru þeir fordómar að Ísland sé dauðadæmt land fyrir ferðamenn af því að hér sé of kalt, of mikill vindur, of mikill snjór eða rigning og of dimmt í dimmasta skammdeginu. 

Þetta eitt, dimman í skammdeginu, á raunar ekki við nema á tímabilinu frá 1. nóvember til 10. febrúar eða í rúma þrjá mánuði.

Alla aðra tíma ársins er dagurinn ekkert styttri hér svo neinu nemi en á suðlægari breidargráðum og meira að segja mun lengri í rúma þrjá mánuði á sumrin.

Það þýðir að myrkur á ekki að vera fælandi frá 10. febrúar og fram í júní og ekki heldur frá septemberbyrjun fram í októberlok.  

Síðan er eins og alltaf sé gert ráð fyrir því að markhópurinn, sem eigi að lokka til landsins, sé að leita að því sömu og við sjálf, sem viljum auðvitað upplifa eitthvað nýtt og öðruvísi en er hjá okkur, sól og hita og logn og stækju þegar við förum til sólarlanda.

En þeir sem eiga heima í þessum sólarlöndum eru einmitt, eins og við, að leita að einhverju nýju og öðru til að upplifa en er í heimalöndum þeirra. Í þeirra tilfelli er það  einstæð náttúra og eitthvað annað en sól og hita, logn og stækju sem þeir eru fyrir löngu orðin hundleið á sem gráum hversdagsleika.

Það virðist undrunarefni fyrir Íslendinga að nokkur skuli vilja koma til Siglufjarðar nema um hásumarið.

Rétt eins og Síldarminjasafnið og margt fleira skemmtilegt fari frá Siglufirði á veturna.

Og Siglufjörður í vetrarríki er jafnvel tignarlegri staður en um sumarið og enginn fer á skíði í júlí, er það?  


mbl.is Vetrarferðamennska tekið stakkaskiptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Viðhorfið og klæðnaðurinn er mikilvægastur . Að ætla sér að upplifa, ganga á við ævintýrsins er hálfnuð ferð. Ekki sakar að eiga von á heitum pönnukökum og kakói í ferðarlok, þegar vindurinn og kuldinn hefur náð að koma blóðinu á hreyfingu. Fór með útlending í dag vestur á Granda til að finna saltbragðið af sjávarsíðunni og síðan í gott kaffi á Grandakaffi.

Sigurður Antonsson, 5.3.2013 kl. 19:54

2 identicon

7 fórust í denyn og sokkabuxum á fimmvörðuhálsi .Hvenæar eruð þið búnir að fá seddu 'omar. sÍland er ekkert ferðamannaland að vetri til .

Karl Jónsson (IP-tala skráð) 5.3.2013 kl. 20:30

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Noregur, Svíþjóð og Finnland eru sem sagt engin ferðamannalönd að vetri til!

Þorsteinn Briem, 5.3.2013 kl. 20:43

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Europe is the most important tourist region in the world."

"Tourism in numbers - Finland"

"Tourism employs about 120,000 people in Finland, mainly in small and medium-size enterprises.

In 2003, the number of foreign visitors was 4.6 million
, over 90% of them from Europe.

Others report that tourism in Finland generates 8% of GDP.

The Nordic countries
are good examples of destinations with highly diversified nature-based tourism industry.

The decline of traditional economies such as reindeer husbandry and agriculture has increased the importance of nature-based tourism as a source of income.

Emerging winter tourist activities are snowmobiling and dog sledding.


Indigenous tourism in the form of reindeer activities is also growing in importance.

At present, these new activities constitute the basis of the nature-based tourism industry in the Nordic countries, together with the more traditional activities such as crosscountry skiing and fishing."

Þorsteinn Briem, 5.3.2013 kl. 21:10

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Er þá Lappland ekkert ferðamannaland? Samt koma þangað fleiri ferðamenn á veturna en koma til Íslands allt árið.

Ómar Ragnarsson, 5.3.2013 kl. 21:49

6 identicon

Maður gæti haldið að Ómar hefði ferðast nóg um landið að vetri til til þess að átta sig á muninum á Íslandi að vetri til og í Lapplandi, Austur Evrópu eða í Ölpunum þar sem staðviðri ríkja mánuðum saman að vetri til.

Ísland er, ásamt Patagóníu, eitthvert mesta veðravíti á jörðinni.  Frá miðjum september og fram í apríllok er ALLTAF stórhættulegt að ferðast um Ísland, hvað svo sem ferðamálfrömuðir, flugfélagaforstjórar, eigendur bílaleiga og annarra smábíla segja.

Skollið getur á fárviðri með nánast engum fyrirvara, sem engu eyrir, hvar sem er á landinu, og það er aðeins tímaspursmál hvenær fyrstu erlendu fáráðlingarnir sem ofangreindir hafa lokkað til landsins að undanförnu taka að farast hver á fætur öðrum.  Einn af þessum blábjánum var á reiðhjóli  í Blöndudal í fyrradag og bjargaðist fyrir hundaheppni, annar er að tjalda undir Stóra-Dímon í kvöld og hefur ekki hugmynd um að það er að skella á fárviðri. 
Gaman að draga úr fönn dauðan túrista annars vegar og fennta rollu hinsvegar, ekkert mál og bara gott frétta- og bloggefni

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 5.3.2013 kl. 22:35

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég hef búið í til að mynda Skíðadal í Dalvíkurbyggð, Suður-Svíþjóð, Eistlandi og Rússlandi að vetri til.

Í þessum þremur löndum var mun meiri snjór og verra veður á veturna en í Skíðadal, þar sem ég bjó í tíu vetur.

Þó er Skíðadalurinn ein mesta snjóakista og veðravíti landsins.

Og enginn vandi að finna fjölmargar fréttir um brjálað vetrarveður í Suður-Svíþjóð með tilheyrandi samgöngutruflunum og rafmagnsleysi.

Þorsteinn Briem, 5.3.2013 kl. 22:52

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þyrluskíðaferðir frá Skíðadal í Dalvíkurbyggð - Arctic Heli Skiing Iceland:

"Við skíðum frá Klængshóli í Skíðadal, þar sem að allar ferðir byrja og enda, og skíðasvæði okkar nær um allan Tröllaskagann, sem og Hulduland, sem er skaginn austan Eyjafjarðar.

Frá Klængshóli er aðeins örstutt flug á næstu tinda, til dæmis Hestinn, sem gefur okkur 1.200 skíðaða fallmetra beint heim á hlað á Klængshóli.

Hvort sem um fjögurra daga ferð eða dagsferð er að ræða, skíðum við í einum til þremur fjögurra manna hópum, þar sem hver hópur hefur sinn faglærða fjallaleiðsögumann sér til fulltingis."

Þorsteinn Briem, 5.3.2013 kl. 23:42

9 identicon

Skíðadalurinn er sko snjókista, það er án ágreinings.

En til eru blettir á landinu sem eru al-djöfullegir í "réttri" vindátt. SBR Eyjafjöllin hvar 10 tonna vörubíll sveif ca 900 metra án þess að merki væru um að hann snerti jörð. (1991).
Það er ákveðið byggingarlag á sumum bæjum undir fjöllunum, - gluggar í smærra lagi, og þaksperrur steyptar á kaf. Neglingar í meira lagi.

Sjálfur bjó ég í Svíþjóð að vetrarlagi, og þar gerði ógnar storm, þök fuku, rútur hættu við ferðir o.s.frv. En ég skynjaði þetta ekki sem neitt neitt á minn mælikvarða, - bara svona leiðinda-gjólu.
Sama var er ég hafði vetrarsetu í Þýskalandi, - þar gerði storm sem skaðaði útihús nóg til að úr yrði tryggingarmál. En ég missti alveg af þessu óveðri, - s.s. tók ekki eftir því. Útihúsin þarna myndu svo aldrei endast veturinn þar sem ég bý....og er ég ekki einu sinni í Skíðadal.
Versta veður sem ég hef lent í var hvellur nokkur í febrúar 1990. Það var mjög kalt, kannski svona 10 stig, bálhvasst og blindbylur með skafrenning.
Ég þurfti að komast kílómeters leið á bíl, en skyggni var nánast ekkert, svo að ég varð að ganga á undan félaga mínum sem keyrði þar til sást í vegaxlir. Ég held að 50 metrar hafi þarna farið nærri því að klára mig, og á næstu 1000 metrunum í hægri keyrslu fylltist vélarhúsið á bílnum af snjó, sem bráðnaði á blokkinni, og fraus svo aftur (!!!!!), endaði með að steypa í allt undir húddi, reimin slitnaði, og ég steikti stimpilhringina með sjóðandi vél, sem samt var á kafi í ís! Á einum kílómeter.
Degi síðar var blíða, og þá notaði ég heitt vatn og hamar til að finna mótorinn.
Svipað veður kom svo í desember 1999, ekki eins kalt, en enn blindara. Þá var ég vel akandi á fjórhjóladrifsvél með ámoksturstæki. En skyggni var ekkert yfirleitt og 500 metrar heim tóku klukkutíma, þar sem ég lenti útaf, og þurfti skyndilega að moka mig upp. Fann svo veginn aftur og svo tún, en ætlaði aldrei að finna húsið, og var skíthræddur um það að keyra á það. Loksins tókst það, en ekkert varð úr mjöltum það kvöldið, þar sem 77 metra vegalengd  var of mikil til að komast.
Skíðadalur hvað, - Mýrdælingar geta stundum toppað allt!

Jón Logi (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 08:41

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Amma mín hefði nú kallað þetta golu en nú eru björgunarsveitir kallaðar út hér á Íslandi við minnsta andvara.

Þorsteinn Briem, 6.3.2013 kl. 09:14

11 identicon

Amma þín hvað!
Var hún kannski þyngri en 10 hjóla bíll?
Annars, - veðraskipti hér og "hnútar" í vindi geta verið ör, og er líkt við skilyrði í Himalayjafjöllum. Ekkert til að gera grín að.

Jón Logi (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 10:37

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jamm, Suðurlandið er rokrassgat, rétt er það.

Þorsteinn Briem, 6.3.2013 kl. 11:21

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

6.3.2013 (í dag):

"Um 40 manna hópi af erlendu ferðafólki hefur verið safnað saman í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri.

Ferðaþjónustan Saga Travel ætlaði með ferðamennina austur að Dettifossi og Mývatni í dag
en aflýsa varð ferðinni þar sem Víkurskarðið er ófært.

Þar sat stór flutningabíll á austurleið fastur á miðjum vegi í stórhríð.

Fréttavefurinn Vikudagur greinir frá þessu.

Þar segir að ekki sé útlit fyrir að Víkurskarð verði fært fyrr en veðrið lagast.

Í staðinn verði ferðafólkinu boðið upp á kynnisferð um Eyjafjörð að smakka mat úr héraði, þar sem meðal annars verði staldrað við hjá Kaffi Kú í Eyjafjarðarsveit, Ektafiski á Hauganesi og Bruggsmiðjunni á Árskógssandi."

Þorsteinn Briem, 6.3.2013 kl. 16:55

14 identicon

Það verður nú að segja það, að þetta er flott B-plan hjá þeim. Hróssins vert !

Jón Logi (IP-tala skráð) 7.3.2013 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband