5.3.2013 | 20:47
Hverjir eru á móti hverju?
Óstaðfestar véfréttir eru nú á sveimi í fjölmiðlum um það sem sé að gerast á Alþingi í stjórnarskrármálinu.
Ein er þess eðlis að það sé ekki meirihluti fyrir því að beita heimild til þess að takmarka ræðutíma um stjórnárskrármálið, - sem sagt, - minnihluti þingmanna myndu styðja það að afstýra málþófi.
Hitt fylgir ekki með hverjir það séu sem mynda þann meirihluta, sem komi í veg fyrir að nota þessa lagaheimild.
Önnur er sú að einstakir þingmenn í stjórnarliðinu séu á móti sumum þeirra breytinga sem búið er að gera á frumvarpi stjórnlagaráðs og því sé ekki meirihluti fyrir frumvarpi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Ekki fylgir sögunni hvaða þingmenn þetta séu né hvað það sé, sem þeir séu á móti.
Árni Páll Árnason sagði í sjónvarpi að allt þyrfti að vera uppi á borðinu í þessu máli. Af hverju má þá ekki láta á það reyna hverjir það eru, sem vilja ekki að umræður um stjórnarskrármálið séu takmarkaðar og málið klárað?
Og af hverju fáum við ekki að vita hvaða þingmenn eru á móti hverju í núverandi frumvarpi meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar?
Það eru að koma kosningar og ætti að vera hið besta mál fyrir frambjóðendur og kjósendur að þessi mál upplýsist og "séu uppi á borðinu." Eða er það ekki?
Stundum hefur orðið samtrygging verið notað um ákveðna hjarðhegðun flokka og þingmanna, sem stundum birtist meðal annars í því að þeir "kóa" hver með öðrum þegar verið er að klúðra málum og eru meðvirkir í því að uppljóstra engu það sem er að gerast, hverjir eru á móti hverju, hverjir séu með hverju og hverjir séu að tefja, stagla, staga, þrasa og þusa.
Illu heilli tókst Sjálfstæðismönnum að koma í veg fyrir það með málþófi fyrir kosningarnar 2009 að gerð yrði einföld stjórnarskrárbreyting þess efnis, að eftir 70 ára árangurslaust þóf með stjórnarskrána, yrði málið tekið af þinginu og fært í hendur sérstöku stjórnlagaþingi, sem semdi nýja stjórnarskrá, sem þjóðin tæki síðan afstöðu til.
Nú virðast líkur aukast á því með hverjum af þeim örfáu dögum, sem eftir eru á þinginu, að Alþingi sanni það enn einu sinni að því sé um megn að fást við stjórnarskrármálið, enda eru þingmenn þá að fjalla um starfsskilyrði sjálfra sín.
Þingið hefur haft nægan tíma, fjögur ár til starfans en samt er það komið í tímaþröng örfárra daga.
Og síðan er boðið upp á setningu eins og þessa, sem þingmaður sagði á ljósvakanaum áðan: "Við ætlum að nota tímann í kvöld og áfram til að fjalla um hvernig við getum notað hinn knappa tíma, sem við höfum."
Ég segi bara: Kanntu annan?
Búnir að hafa marga daga, vikur, mánuði og ár til að komast hjá svona ástandi varðandi stjórnarskrármálið. Það er erfitt að halda í vonina þegar horft er upp á þetta en ég ætla samt að biðja Guð um að hjálpa þinginu þegar ég fer að sofa í kvöld.
P. S. Aldrei þessu vant vill einhver þeirra setninga, sem eru í pistlinum hér fyrir ofan, endilega vera með smærra letri en hinar og allar tilraunir mínar til að laga þetta hafa mistekist. Biðst afsökunar á þessu.
Málin rædd af opnum hug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég líka.
Árni Br Guðmundsson (IP-tala skráð) 5.3.2013 kl. 21:12
Ágætt væri að st.breim upplýsti hvað hann greiðir til samfélagsins,og hvort samfélagið hafi haldið í honum lífinu á undanförnum árum.Er hann aumingi.Bændur eru þó allavega vinnandi stétt, eins og flestir á Landsbyggðinni.
Sigurgeir Jónsson, 5.3.2013 kl. 21:31
Sigurgeir Jónsson,
Ég veit ekki til þess að mín sé getið í stjórnarskrám nokkurra landa en ef svo er væri gaman ef þú upplýstir okkur um það.
Hins vegar hef ég greitt skatta bæði hérlendis og erlendis en ég fæ engan veginn séð að það komi þér eitthvað sérstaklega við á þessu bloggi Ómars Ragnarssonar.
Þorsteinn Briem, 5.3.2013 kl. 21:56
hvers vegna einbeitir þingið sér ekki að fjármálum og afkomu heimilina í stað þess að eyða tíma í gæluverkefni
ómar hefur ekki enn svarað hvernig nýja 2-3 milljarða stjórnarskráin á að færa almenningi mannsæmandi kjör
sæmundur (IP-tala skráð) 5.3.2013 kl. 23:59
Sæmundur,
Ég veit ekki til þess að stjórnarskrár séu gæluverkefni.
Þvert á móti skipta stjórnarskrár miklu máli í öllum lýðræðisríkjum.
Og ég veit ekki betur en að ríkisstjórnir hérlendis hafi gert fjölmargt varðandi efnahagsmál, þar á meðal afkomu íslenskra heimila.
Einnig núverandi ríkisstjórn.
Þorsteinn Briem, 6.3.2013 kl. 00:16
"Sé horft til kostnaðar ríkissjóðs við endurskoðun stjórnarskrárinnar frá því að lögin um stjórnlagaþing voru samþykkt og þar til stjórnlagaráð lauk störfum, þ.e. kostnaðar við þjóðfund, stjórnlaganefnd og stjórnlagaráð, stefnir í að útgjöld verði vel innan ramma fjárveitinga.
Samtals námu fjárveitingar til verkefnisins í fjáraukalögum 2010 og fjárlögum 2011 um 363 millj. kr., en áætlað er að útgjöld verði um 326 millj. kr.
Þessu til viðbótar er svo kostnaður við kosningar til stjórnlagaþings en hann nam á árinu 2010 um 240 millj. kr."
Og 326 milljónir króna að viðbættum 240 milljónum króna eru samtals 566 milljónir króna en ekki 2-3 milljarðar króna."
Skýrsla forsætisnefndar Alþingis um tillögur Stjórnlagaráðs
Þorsteinn Briem, 6.3.2013 kl. 00:44
Mikið er ég innilega sammála Ómari hér — og ótrúlegir útúrsnúningar sumra hér í athugasemdum [sérlega Steina Breim] sýna best að skrímsladeildin er bráðlifandi og skeytir ekkert um sæmd, sannleika eða hreint bull.
Helgi Jóhann Hauksson, 6.3.2013 kl. 00:54
Helgi Jóhann Hauksson,
Ætli það hafi nú ekki verið einhverjir aðrir en ég sem voru að snúa út úr hér að ofan.
Þér væri nær að lesa almennilega það sem menn skrifa hér í athugasemdum hver og einn og reyna að fara rétt með nöfn manna.
Þorsteinn Briem, 6.3.2013 kl. 03:00
19.12.2012:
"Skuldir heimila og fyrirtækja hafa lækkað um nær helming frá haustinu 2008 sem hlutfall af landsframleiðslu.
Þá voru þær 510% af landsframleiðslunni en eru núna um 280%. Þær hafa með öðrum orðum lækkað um nálægt helming sem hlutfall af landsframleiðslu á þremur árum, sem telja má eftirtektarverðan viðsnúning.
Sé einungis litið til skulda heimila sést að þær hafa lækkað um 19 prósentustig af landsframleiðslu á tveimur árum (um 300 milljarða króna) og um 27 prósentustig frá hæsta gildi, sem var fyrir um þremur og hálfu ári.
Fara þarf aftur til 1. júní 2007, sem er talsvert fyrir hrun, til að finna sambærilega skuldastöðu heimilanna og nú. Íbúðaskuldir heimila eru nú svipaðar og þær voru í upphafi eignabólunnar árið 2004 sem hlutfall af þjóðarframleiðslu.
Þá var gripið til margvíslegra aðgerða til að gæta réttarstöðu skuldara. Komið var á fót embætti umboðsmanns skuldara, þak sett á dráttarvexti og margt fleira sem miðaði að því að milda áföll hrunsins.
Heildareignir heimila að frádregnum heildarskuldum námu yfir 1.800 milljörðum króna um síðustu áramót og höfðu þar með aukist um tæp 17% á milli ára.
Ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir verulegri hækkun vaxtabóta til að létta þeim róðurinn sem glíma við hækkun verðtryggðra lána. Í fyrra nam vaxtakostnaður heimilanna um 55 milljörðum króna.
Á árunum 2011 og 2012 voru að jafnaði um 30% vaxtakostnaðarins endurgreidd úr ríkissjóði en allt upp í 45% hjá tekjulægstu heimilunum.
Væntanleg hækkun barnabóta á næsta ári bætir stöðu ungra barnafjölskyldna enn frekar.
Á fjárlögum næsta árs er ráðgert að hækka barnabætur í um ellefu milljarða króna, eða allt að 30 af hundraði. Gert er ráð fyrir að um 23 milljarðar fari samtals í barna- og vaxtabætur á næsta ári.
Til samanburðar er það hærri upphæð en sem nemur árlegum rekstrarkostnaði allra framhaldsskóla landsins."
Þorsteinn Briem, 6.3.2013 kl. 03:01
6.3.2013 (í dag):
"Hægt er að mynda meirihluta um afgreiðslu stjórnarskrármálsins í óbreyttri mynd.
Þingmenn Hreyfingarinnar og Bjartrar framtíðar gætu myndað meirihluta um málið ásamt þingmönnum Vinstri grænna og þeim þingmönnum Samfylkingarinnar sem styðja tillögur stjórnlagaráðs.
Til þess þyrfti meirihlutinn að samþykkja breytta dagskrá þingsins og samþykkja takmörkun á ræðutíma í samræmi við 71. grein þingskapa.
Heimildir DV herma að Björt framtíð væri tilbúin til þess að leyfa málinu fram að ganga í heild sinni en mikill titringur hefur verið vegna málsins innan Samfylkingarinnar."
Þorsteinn Briem, 6.3.2013 kl. 06:53
Lög um þingsköp Alþingis nr. 55/1991
Þorsteinn Briem, 6.3.2013 kl. 07:01
Ómar Breim .Samruni eða kannast Ómar við kauða. Upprunann og ætternið. Sami penninn. Áfergjan og æðibunan.
Óskar Jónsson (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 08:31
Er nú Davíð Oddsson Moggaritstjóri farinn að skrifa hér undir nafninu Óskar Jónsson.
Þorsteinn Briem, 6.3.2013 kl. 08:52
Steini
Hvað hafði stjórnarskráin með hrunið að gera og hvers vegna vegna nota núverandi stjórn stjórnarskrárdrögin til þess að fresta öllu sem að almenningur virðist vera umhugað um svo sem fjármál heimilana.
sæmundur (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 09:46
Sæmundur,
Lestu nú það sem ég birti hér að ofan í athugasemd númer níu um fjármál heimilanna.
Þorsteinn Briem, 6.3.2013 kl. 10:38
Sæmundur,
Ég veit ekki betur en að því hafi verið haldið því fram að Geir H. Haarde og fleiri hafi komið tugþúsundum Íslendinga á vonarvöl með því hvernig íslensku bankarnir voru einkavæddir á sínum tíma.
Fjölmargir Íslendingar hefðu þá viljað hafa hér stjórnarskrá sem hefði gert þeim kleift að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um þessa einkavæðingu á sínum tíma.
Og íslenska stjórnarskráin á að sjálfsögðu að vera vel skiljanleg, þannig ekki þurfi prófessora í lögum til að útskýra hana fyrir sauðsvörtum almúganum, eins og nú er, eða hæstaréttardómara fyrir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sem dæmdur var fyrir brot á stjórnarskránni.
Þorsteinn Briem, 6.3.2013 kl. 11:15
Ég les Steini minn Hvað er stór hluti af þessum svokölluðum niðurfellingum vegna þess að lánin voru ólögleg
Hvaða vestrænt ríki hefur þurft að skipta út stjórnarskrá sinni algjörlega??
Hvað í núverandi stjórnarskrá orsakaði hrunið
Hvað réttlætir 2-3 milljarða í þetta gæluverkefni þegar að bæði Fjölskylduhjálpin og Mæðrastyrksnefnd hafa ekki nægjanleg fé til að sinna sínum skjólstæðingum ( sem í Norrænu velferðakerfi ættu ekki að vera til)
sæmundur (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 12:48
En Steini minn meira að segja Feneyjarnefndin , sem var nú kölluð sérstaklega til lagði til að afgreiðslu væri frestað til næsta þings þar sem gæluverkefnið var óskiljanlegt á mörgum sviðum og lögskýringar stemmdu ekki
sæmundur (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 13:38
Sæmundur,
"Fara þarf aftur til 1. júní 2007, sem er talsvert fyrir hrun, til að finna sambærilega skuldastöðu heimilanna og nú.
Íbúðaskuldir heimila eru nú svipaðar og þær voru í upphafi eignabólunnar árið 2004 sem hlutfall af þjóðarframleiðslu."
Og skuldir heimilanna hafa lækkað mikið vegna aðgerða núverandi ríkisstjórnar, eins og sjá má á athugasemd nr. 9 hér að ofan.
Mæðrastyrksnefnd var stofnuð árið 1928 og verður væntanlega alltaf til, enda verða alltaf einhverjir fátækir í öllum löndum heimsins.
"Hvaða vestrænt ríki hefur þurft að skipta út stjórnarskrá sinni algjörlega?"
Svar: Ísland, sjá athugasemd nr. 16 hér að ofan.
Stjórnarskrár skipta miklu máli í öllum lýðræðisríkjum, eru þar aldrei gæluverkefni og 326 milljónir króna að viðbættum 240 milljónum króna eru samtals 566 milljónir króna en ekki 2-3 milljarðar króna.
Þar að auki hefur verið greiddur tekjuskattur og virðisaukaskattur af þessum 566 milljónum króna, þannig að þessi kostnaður ríkisins vegna stjórnarskrárinnar er í raun mun lægri.
Sjá athugasemdir nr. 5 og 6 hér að ofan.
Þorsteinn Briem, 6.3.2013 kl. 14:13
Eiríkur Bergmann Einarsson, sem sæti átti í Stjórnlagaráði:
"Langþráð álit Feneyjanefndarinnar svokölluðu, sem ráðleggur um nýjar stjórnarskrár aðildarríkja Evrópuráðsins, var birt í dag.
Þar kennir ýmissa grasa, ýmsu hrósað og athugasemdir gerðar við annað. Eins og gengur.
Nokkrar athugasemdir eru til að mynda gerðar við forsetaembættið sem nefndin telur þó að breytist lítið að eðli og inntaki í nýju stjórnarskránni.
Nefndin veltir því upp hvort betur kunni að fara á því að stjórnmálamenn og jafnvel sveitastjórnarmenn að auki velji forsetann í stað almennings, eins og nú er.
Þá telur nefndin að málskotsréttur forseta (sem hér hefur lengi verið í gildi) sé sérkennilegur og að heppilegra geti verið að hann vísi málum til lagalegrar nefndar sem meti stjórnarskrárgildi laganna eða þá aftur til Alþingis.
Svo má nefna að Feneyjarnefndin telur að betur fari á því að þingmenn einir breyti stjórnarskrá, helst með auknum meirihluta en að óþarfi sé að bera stjórnarskrárbreytingar undir þjóðina, eins og Stjórnlagaráð leggur til."
Álit Feneyjanefndarinnar á frumvarpi Stjórnlagaráðs
Þorsteinn Briem, 6.3.2013 kl. 14:21
Eiríkur sem aðrir stjórnlagaráðsmenn hafa líka alltaf barið höfðinu í steininn yfir öllum athugasemdum við frumvarpið og hrópað hástöfum ef einhverjir hafa dirfst að ganrýna það
Hvað í stjórnarskránni nákvæmlega olli hruninu
Og hvernig gat Ísland staðið af sér alheimshrun eins og varð
sæmundur (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 15:39
"19. nóvember 2008:
Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti fyrir stundu á fundi sínum beiðni Íslendinga um 2,1 milljarða Bandaríkjadollara lán.
Íslenskt efnahagslíf þarf á fimm milljörðum dollara að halda, að mati ríkisstjórnarinnar.
Sú upphæð jafngildir um 700 milljörðum króna, miðað við Seðlabankagengi."
Þorsteinn Briem, 6.3.2013 kl. 16:18
Vorum við eina evrópuþjóðin sem fékk neyðarlán ???????
Teldu þær þjóði upp sem fengu ýmist eða bæði frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og eða evrópusambandinu
Var það vegna íslendinga??
sæmundur (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 16:36
Sæmundur,
Ég var einmitt að benda þér á að íslenska ríkið hefði fengið stórt erlent lán, eins og fleiri ríki, og því ekki orðið gjaldþrota.
Þorsteinn Briem, 6.3.2013 kl. 17:03
"Samkvæmt OECD er beinn kostnaður íslenska ríkisins vegna bankahrunsins 2008 sá mesti sem nokkurt ríki tók á sig í bankahruninu, að írska ríkinu undanskildu.
Stofnunin segir að þyngsta höggið hafi átt sér stað nokkuð fyrir hrun þegar Seðlabanki Íslands lánaði gömlu bönkunum gegn veði af vafasömum gæðum, ástarbréfin svokölluðu, sem aðallega voru kröfur á aðra íslenska banka."
Ástarbréf Seðlabanka Íslands voru þyngsta höggið í hruninu
Þorsteinn Briem, 6.3.2013 kl. 17:06
19.5.2001:
"Lög um Seðlabanka Íslands og heimild til að selja hlut ríkissjóðs í Landsbanka og Búnaðarbanka voru samþykkt á Alþingi í gærkvöldi."
"35 þingmenn stjórnarflokkanna greiddu atkvæði með frumvarpinu en fimm þingmenn Vinstri grænna voru á móti. Nítján greiddu ekki atkvæði.
Þrír þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu og sagði Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, að Samfylkingin hefði lagt fram breytingartillögur við frumvarpið sem miðað hefðu að því að standa með eðlilegri hætti að sölu á ríkisbönkunum miðað við markaðsaðstæður, meðal annars í því skyni að þjóðin fái hámarksverð fyrir eign sína og koma í veg fyrir einokun og markaðsráðandi stöðu í bankakerfinu og tryggja starfsöryggi starfsmanna.
Þessar tillögur hefðu allar verið felldar og því treystu þingmenn Samfylkingarinnar sér ekki til að styðja málið í óbreyttum búningi og sitji því hjá við lokaafgreiðslu málsins."
Samþykkt að selja hlut ríkissjóðs í Landsbanka og Búnaðarbanka
Þorsteinn Briem, 6.3.2013 kl. 17:13
voru það ekki neyðarlög Geirs Haarde( sem að STeingrímur vildi síðan eigna sér) sem björguðu því að landið varð ekki gjaldþrota.
og á þeim tíma sem að bankarnir voru seldir þá var hæðsta boði tekið.
En ég heyri og sé á máli þínu að kratarnir hafa greinilega fengið syndaaflausn því að þú talar eins og þeir hafi ekki verið í stjórn Geirs
Var ekki Björgvin Viðskiptaráðherra
Var ekki Jóhanna í Ríkisfjármálaráði
sæmundur (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 20:44
það er hvergi getið um það að nauðsynlegt sé að afgreiða þetta gæluverkefni á þessu þingi ,
enda var þjóðaratkvæðagreiðslan aðeins ráðgefandi.
"Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til
stjórnarskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd, skv. ályktun Alþings 24. maí 2012."
En Steini ætlar þú ekkert að fræða okkur um hvaða þjóðir þurftu á lánum að halda frá AGS og EES
sæmundur (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 21:00
Hér er smá listi yfir lönd: Danmörk, Þýskaland, Austurríki, Frakkland, Svíþjóð, Finnland og flest ef ekki öll Austur-Evrópulöndin.
Öll hafa sett sér nýja stjórnarskrá og flest á síðustu 20 árum.
Ómar Ragnarsson, 6.3.2013 kl. 21:07
hefur eitthvað af þessum ríkjum sem þú telur upp skipt út gömlu stjórnarskránni og sett algjörlega nýja í staðin ef svo er hver og hvenær???
sæmundur (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 21:52
Öll þessi ríki hafa gert stjórnarskrár frá grunni. Einu ártölin sem ég man nákvæmlega eru Danmörk 1955 og Finnland 1999. Skoða nánar eftir því sem tími er til.
Ómar Ragnarsson, 7.3.2013 kl. 00:05
Hér koma fleiri ártöl:
Þýskaland 1949 (sama árið og forseti Íslands skoraði á landsfeður hér að efna loforðið um nýja íslenska stjórnarskrá). Portúgal 1976, Spánn 1978, Tékkland 1992.
Engin þessara þjóða taldi stjórnarskrá "gæluverkefni". Hef reyndar ekki séð það sjónarmið viðrað í neinu öðru landi en hér.
Þegar "gæluverkefnið" Þjóðfundurinn, stjórlagaþingið 1851 var haldinn að undangengnum sérstökum kosningum, voru Íslendingar fátækasta þjóð Evrópu, bjó í torfkofum í vegalausu landi og hungurvofuna við dyr fólksoins.
Á þeim árum sem unnið var að nýrri stjórnarskrá upp úr 1950 var hér mikill vöruskortur, skömmtun og höft vegna samdráttar eftir stríðið.
Svipað ástand var í Danmörku þegar Danir kláruðu sitt "gæluverkefni"
Þýskaland var í rústum eftir stríðið þegar sú þjóð vann við "gæluverkefnið" nýja stjórnarskrá.
Ómar Ragnarsson, 7.3.2013 kl. 00:42
Sit ég heima og les eldsmats-texta á blogginu. Skelfing er þetta, og skal ég reyna að koma inn með dempandi og spyrjandi staðhæfingar, sem gæti valdið því, að hinir skörpu pennar sem hér eru að verki verði sammála um eitthvað.
Staðhæfing 1 : Stjórnarskrá er einskins verð ef ekki er farið eftir henn.
Staðhæfing 2 : Svo hefur oftsinnis verið raunin og tengt lagasetningum og réttarkerfi.
ERGO. Réttarbót væri mest með því að laga þetta, og það er ALLTAF hægt að breyta stjórnarskrá
Jón Logi (IP-tala skráð) 7.3.2013 kl. 10:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.