Sérstakt að hætta skuli vera á þessu hér.

Í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október síðastliðinn vildu 67% þátttakenda að frumvarp stjórnlagaráðs yrði lagt til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Nú er svo að heyra á umræðum á Alþingi að menn séu að setja sig þær stellingar að á næsta kjörtímabili muni verða þingmeirihluti fyrir því að hafa þessar kosningar að engu. 

Skyldu vera til fleiri lönd í heiminum þar sem þingmenn eru í fúlli alvöru að velta fyrir sér hættunni á svona löguðu?

Rökin um að tæpur meirihluti þjóðarinnar halda ekki vatni í neinu ríki. Nýlega ákváðu Austurríkismenn með minni þáttöku í þjóðaratkvæðagreiðslu um herskyldumál sín, og var mjótt á munum en samt talaði enginn um hættuna á því að þetta yrði virt að vettugi. fNefna ma´fjölmargar svipaðar þjóðaratkvæðagreiðslur með minni þátttöku. 

43,8 kjósenda samþykkti sambandslagasamninginn við Dani 1918. Aldrei hafa verið bornar brigður á þau úrslit. Þrisvar hafa verið haldnar ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslur hér á landi síðustu 100 ár og ekki alltaf mikill meirihluti fyrir niðurstöðunni né mikil þátttaka. Ævinlega hefur Alþingi farið eftir þeim þjóðarvilja.

En nú bregður svo við að umræðan snýst um þá hættu að yfirgnæfandi meirihluti fyrir nýrri stjórnarskrá verði sniðgenginn af sjálfu Alþingi Íslendinga. Já, við lifum í einstöku þjóðfélagi.  


mbl.is Ábyrgðin hjá einum þingmanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já sem betur fer lifum við í einstöku þjóðfélagi og erum stolt af því. Okkur tekst vonandi að koma í veg fyrir að ESB tuskan Þorvaldur Gylfason og nokkrir nytsamir sakleysingjar snúi okkur undir ESB þóknanlega óstjórnarskrá. Við stöndum saman og rekum þessa hratsmíð af okkur með öllum ráðum. Húrra Ísland. Þeir sem sátu heima sögðu sig frá órétti beittum af þér og öðrum er hunsuðu hæstarétt.

Óskar Jónsson (IP-tala skráð) 7.3.2013 kl. 13:45

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sumt fólk fellir palladóma, og hafa ekki skilið það sem stendur í hinni nýju stjórnarskrá.  Því má þakka miklum áróðri af hálfu þeirra sem vilja ekki missa tök sín á þjóðinni.  Og það er miður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2013 kl. 14:18

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það þóttu mikil vonbrigði árið 1918 að aðeins 43,8% mættu og kusu um sambandsslitin.  En þar af voru 92,5% með, eða 40,5% mættir af mögulegum en einungis 3,3% á móti.  Menn hafa líklega talið að niðurstaðan teldist afgerandi miðað við þá sem sýndu áhuga.

Í október sl mættu fleiri á kjörstað, eða 49% kjósenda. Þar af voru 67% með, eða 33% mættir af mögulegum en 16% á móti. 

Eiginlega ekki saman að jafna, eða hvað?

Kolbrún Hilmars, 7.3.2013 kl. 15:42

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í þjóðaratkvæðagreiðslu hér á Íslandi um þegnskylduvinnu árið 1916 var kosningaþátttakan 53%, um Sambandslögin árið 1918 43,8% og um afnám áfengisbanns árið 1933 45%.

Matthías Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins:

"Dagurinn 1. desember 1918 var lokadagur í þeim árangri að Ísland varð sjálfstætt og fullvalda ríki."

"43,8% kjósenda greiddu atkvæði [um Sambandslögin 1918]."

Þorsteinn Briem, 7.3.2013 kl. 16:12

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010

Já sögðu 48 og enginn sagði nei


Já sögðu sjálfstæðismennirnir:
Ásbjörn Óttarsson, Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Jón Gunnarsson, Óli Björn Kárason, Ólöf Nordal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson og Unnur Brá Konráðsdóttir.

Einnig þeir sem nú eru framsóknarmenn:
Ásmundur Einar Daðason, Birkir Jón Jónsson, Eygló Harðardóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Siv Friðleifsdóttir og Vigdís Hauksdóttir.

Samtals 20 þingmenn, eða 42% þeirra sem sögðu já.

Þorsteinn Briem, 7.3.2013 kl. 16:17

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.6.2004:

"Svisslendingar, Írar og Frakkar hafa ekki gert lágmarksþátttöku að skilyrði fyrir gildi þjóðaratkvæðagreiðslu."

"Engin skilyrði um lágmarksþátttöku [í þjóðaratkvæðagreiðslum] eru fyrir hendi á Írlandi og raunar má finna dæmi þess frá 1979 að breytingar á stjórnarskrá hafi verið samþykktar í kosningum með innan við 30% þátttöku."

"Franska þjóðin kaus um Maastricht-sáttmálann árið 1992 og árið 2000 var þjóðaratkvæðagreiðsla um styttingu á kjörtímabili forsetans úr sjö árum í fimm.

Engin skilyrði um lágmarksþátttöku voru í þessum kosningum og úrslit kosninganna árið 2000 voru bindandi, þrátt fyrir aðeins um 30% kosningaþátttöku."

Rúmlega 460 þjóðaratkvæðagreiðslur í Evrópu frá 1940

Þorsteinn Briem, 7.3.2013 kl. 16:25

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er sem mig hefur alltaf grunað að í raun vildu íslendingar ekkert aðskilnað frá vinum okkar og frændum dönum. Og má leiða líkur að því að við séum enn í ríkjasambandi við Danmörk.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.3.2013 kl. 16:43

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Niðurstaða talningar atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október síðastliðinn um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga:

1. Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?


Já sögðu
73.408 eða 64,2%."

Niðurstaða þessarar þjóðaratkvæðagreiðslu gat hins vegar ekki verið bindandi fyrir Alþingi vegna þessa ákvæðis í stjórnarskránni:

"48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum."

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands


24.5.2012:


Þingsályktun um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga


Hins vegar ættu alþingismenn að sjálfsögðu að taka tillit til niðurstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu, enda þótt hún geti ekki verið ekki bindandi fyrir þá samkvæmt stjórnarskránni.

Það hefur enga þýðingu fyrir Alþingi og íslensku þjóðina að halda hér þjóðaratkvæðagreiðslur ef Alþingi tæki svo ekki tillit til niðurstaðna þeirra.

Og þá gildir einu hvort um er að ræða það Alþingi sem nú starfar eða það sem tekur við eftir alþingiskosningarnar nú í vor.


Hins vegar voru engar þjóðaratkvæðagreiðslur hér á Íslandi á árunum 1945 til 2009, í 65 ár, og Sjálfstæðisflokkurinn var við völd 83% af þeim tíma.

Þorsteinn Briem, 7.3.2013 kl. 17:09

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

... enda þótt hún geti ekki verið bindandi fyrir þá samkvæmt stjórnarskránni, átti þetta að sjálfsögðu að vera.

Þorsteinn Briem, 7.3.2013 kl. 17:32

10 identicon

Nú þegar verið er að tala um aukið vægi þjóðaratkvæðagreiðslna þá fer um mann kaldur hrollur ef þessi svokallaða þjóðaatkvæðagreiðsla (skoðannakönnun) um frumvarp til nýrrar stjórnarskrár á að vera fyrirmyndin. Það var passað rækilega að engin efnisleg umræða hefði farið fram áður og að engin sérfræðiálit lægu fyrir þó svo að slík álit væru handan hornins. Er hugsanlegt að niðurstaðan hefði orðið önnur ef öll þau álit sem komu síðar hefði t.d. legið fyrir? Til viðbótar má nefna að sjálf könnunin og spurningarnar voru svo illa unnin að þær hefðu ekki staðist kröfur til verkefna í aðferðarfræðiI HÍ.

Stefán Örn valdimarsson (IP-tala skráð) 7.3.2013 kl. 17:39

11 identicon

Að taka þátt í ólöglegu afhæfi eða kjósa að  hafna því eins og flestir gerðu,  er ekki mælanlegt sem þáttaka eða ekki. Skoðanakönnun sem hér er vitnað í telst ekki kosning. þar sem er spurt spurninga  en, engin svör gefin þar er er ekki kosið um neitt.

Lesið upphaf hörmungarinnar sem lá frammi á kjörstað

Óskar Jónsson (IP-tala skráð) 7.3.2013 kl. 18:15

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

12.2.2013:

Eiríkur Bergmann Einarsson, sem sæti átti í Stjórnlagaráði:

"Langþráð álit Feneyjanefndarinnar svokölluðu, sem ráðleggur um nýjar stjórnarskrár aðildarríkja Evrópuráðsins, var birt í dag.

Þar kennir ýmissa grasa, ýmsu hrósað og athugasemdir gerðar við annað. Eins og gengur.

Nokkrar athugasemdir eru til að mynda gerðar við forsetaembættið sem nefndin telur þó að breytist lítið að eðli og inntaki í nýju stjórnarskránni.

Nefndin veltir því upp hvort betur kunni að fara á því að stjórnmálamenn og jafnvel sveitastjórnarmenn að auki velji forsetann í stað almennings, eins og nú er.

Þá telur nefndin að málskotsréttur forseta (sem hér hefur lengi verið í gildi) sé sérkennilegur og að heppilegra geti verið að hann vísi málum til lagalegrar nefndar sem meti stjórnarskrárgildi laganna eða þá aftur til Alþingis.

Svo má nefna að Feneyjarnefndin telur að betur fari á því að þingmenn einir breyti stjórnarskrá, helst með auknum meirihluta en að óþarfi sé að bera stjórnarskrárbreytingar undir þjóðina, eins og Stjórnlagaráð leggur til."

Álit Feneyjanefndarinnar á frumvarpi Stjórnlagaráðs

Þorsteinn Briem, 7.3.2013 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband