Greifarnir geta orðið fleiri en einn að þessu sinni.

Ég hef áður hér á blogginu talað um þann atburð, þegar Trampe greifi sleit Þjóðfundinum 9. ágúst 1851, en Þjóðfundurinn var nafn á stjórnlagaþingi, sem kosið var í sérstökum kosningum, utan alþingiskosninga, og átti að semja stjórnarskrá fyrir Ísland af svipuðum ástæðum og aftur komu upp 160 árum síðar, að Alþingi væri um megn að semja reglur um starfskjör fyrir sjálft sig. 

Ég hef, bæði á blogginu og í ræðu á Ingólfstorgi um daginn, talað um Trampe greifa okkar tíma, hverjir ætli að taka að sér svipað hlutverk og Trampe 1851.

1851 voru engin bein fjarskipti milli Íslands og Danmerkur þannig að Trampe, sem fulltrúi hins danska konungsvalds, beitti þessu valdi samkvæmt eigin mati og tók á því ábyrgð gagnvart erlendum valdhöfum Íslands.

Ástæðurnar, sem gefnar voru upp þá, hljóma kunnuglega nú, sem sé að starfið stefndi í óefni, gengi seint og væri fallið á tíma.

Á Ingólfstorgi spurði ég hverjir það yrðu, sem ætluðu sér að verða Trampe greifar okkar tíma og ganga gegn vilja 67% þátttakenda í þjóðaratkvæðagreiðslu, ekki aðeins frá því síðasta haust, heldur áfram eftir kosningar. 

Enn eru sviptingar í málinu og því ekki öll kurl komin til grafar í því efni.

En ljóst er, að þeir sem vísvitandi ætla að standa í vegi fyrir framgangi málsins vilja taka að sér hlutverk hins illa þokkaða greifa, sem skráði nafn sitt svo skýrum stöfum í sögubækurnar. 


mbl.is Líkti forseta Alþingis við Trampe greifa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Greifi (IP-tala skráð) 8.3.2013 kl. 19:54

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Geysimörg hér greifaþing,
gapað út í bláinn,
þegar allt þar kom í kring,
kyssti torfa náinn.

Þorsteinn Briem, 8.3.2013 kl. 20:13

3 identicon

Ómar, við erum of fámenn og of veikgeðja til að halda hér úti alvöru lýðræði. Við getum ekki einu sinn druslast með bananalýðveldi, nei, sjallabjálfalýðveldi skal það vera. 

Fámennið er góður jarðvegur fyrir cronyisma; ég klóraði þér, núna klórar þú mér. Hefur alltaf verið svona, eins og elstu menn muna.

Störf eru fá í boði og fábreytileg. Þá er ekki langt síðan að innbyggjarar uppgötvuðu að hæsta takmark lífsins væri að grilla og græða samkvæmt kokkabókum frjálshyggjunnar. Og að gróðinn væri auðfenginn með braski og þjófnaði; okri, einkavinavæðingu, kúlulánum, afskriftum skulda, leigu á auðlindum þjóðarinnar, að spekúlera með krónu etc.

Allt varð vitlaust, ignorantar urðu bankastjæorar, hálfvitar urðu þingmenn, allt fór á hausinn.

En menn hugsa fyrst og fremst um eigin afkomu, eðlilega. Eða eins og Brecht kallin sagði; „erst kommt das Fressen, dann die Moral“. Því eru menn núna í kappi við hvorn annan að lúffa fyrir Hrunflokkunum, Íhaldinu og maddömunni, sem tekið gætu við stjórnartaumunum á næsta ári.

Jafnvel okkar ágæti Egill Helgason er farinn að skjálfa, orðinn linur, „malakoni“.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.3.2013 kl. 20:43

4 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Við látum aldrei trampa á okkur aftur.

Ásgeir Rúnar Helgason, 8.3.2013 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband