Hægt að fá Lagarfljót aftur eins og það var.

Kunnuglegt stef hljómar nú árum og áratugum saman varðandi virkjanir. "Ítarlegar rannsóknir", "ströng skilyrði", "endurnýjanleg og hrein orka" eru nefnd aftur og aftur. Við Þjórsá, Mývatn, Eldvörp, Krýsuvík o. s. frv. 

En ævinlega eru virkjanirnar látnar njóta vafans en ekki náttúran.  

Þegar Skipulagsstofnun hafnaði Kárahnjúkavirkjun á grundvelli stórfelldra, neikvæðra og óafturkræfra umhverfisáhrifa sagði forsætisráðherrann að "kontóristar úti í bæ" ættu ekki að ráða svona málum.

Og umhverfisráðherrann hlýddi og sneri úrskurðinum við og réttlætti það með því að sett hefðu verið "20 ströng skilyrði", og Skipulagsstofnun hlýddi með því að láta hina hræðilegu Villinganesvirkjun fljúga í gegn.

Í sjónvarpsviðtali í kvöld nefndi Siv Friðleifsdóttir ekki tölu skilyrðanna, enda ekki nema von, því að eitt þeirra var bull sem byggðist á prentvillu þess efnis að forðast yrði eins og kostur væri að framkvæmdirnar hefðu áhrif á svonefndan Tröllkonustíg, berggang, sem liggur á ská niður Valþjófsstaðafjall, sem væri í aðeins 3ja metra fjarlægð frá komandi mannvirkjum.

Hið rétta var og er að berggangurinn er í 3000 metra fjarlægð og "hið stranga skilyrði" því út í hött.

Eitt skilyrðið var að til að hamla leirfoki úr meira en 30 ferkílómetrum af lónsstæði Hálslón, sem eru þaktir nýjum fíngerðum leir þegar það er þurrt fyrri part sumars, yrði meðal annars dreift rykbindiefnum yfir svæðið úr flugvélum!  

Miklir og óviðráðanlegir leirstormar koma úr lónsstæðinu á hverju sumri og enginn mannlegur máttur, ekki einu sinni lofther Bandaríkjamanna getur komið í veg fyrir þá.

Þetta var vitað fyrirfram eins og dauði lífríkisins í Hálslóni sem gögn lágu fyrir um að yrðu óhjákvæmilegar.

 Í einni af heimildamynd Landsvirkjunar um virkjunina haft viðtal við bónda um breytinguna á fljótinu sem hann taldi verða til bóta, sérstaklega liturinn, sem minnti á fallega sólbrúna konu á sólarströnd !

Við engan annan var talað um þetta og því mátti ætla að menn eystra væru einróma ánægðir með breytinguna á fljótinu.

 Því miður fylgdi spyrjandinn ekki eftir spurningunni með því að spyrja, hvort ekki mætti líka líkja litnum við þann lit sem bóndinn sæi áður en hann sturtaði niður eftir sig á klósettinu.

Í Klettafjöllum er fræg náttúruperla, Lovísuvatnið, mært í ferðamannabæklingum sem einsdæmi. Ég varð fyrir vonbrigðum þegar ég kom þangað, því að liturinn var svipaður og á Lagarfljótinu fyrir Kárahnjúkavirkjun og Lovísuvatnið ekkert sérstakt í augum Íslendings.

Dauði lífríkis í Lagarfljóti, breytt útlit þess og landbrot eru þó smámunir miðað við hervirkin, sem unnin voru á hálendi Austurlands.

Og einn stór fræðilegur munur er á umhverfisspjöllunum á hálendinu og spjöllunum í og við Lagarfljót, að hin síðarnefndu spjöllin eru afturkræf.

Einfaldlega með því að opna botnrás Kárahnjúkastíflu, sem er reyndar 80 metrum fyrir ofan botn þess, og láta Jökulsá á Dal renna aftur um farveg sinn í stað þess að renna austur í Jökulsá í Fljótsdal og Lagarfljóts.

Enn betra væri, ef síðustu forvöðin til þess að tæma Hálslón alveg væru notuð til að sprengja upp járnhliðin sem loka hjáleiðunum á botninum, sem notuð voru við gerð virkjunarinnar.

Ég segi síðustu forvöð, því að botninn fyllist mjög hratt af aur eins og sést á því að botnrásin skuli vera 80 metra fyrir ofan botninn svo að hún sé nothæf, þótt í þeirri hæð sé náttúrulega hlægilegt að tala um botnrás.

Ef eitthvað væri meint með því sem nú er sagt, að virkjunin hefði aldrei verið leyfð á sínum tíma ef menn hefðu vitað um deyðingu Lagarfljóts myndu menn auðvitað gera það sem þarf, til þess að fá Lagarfljót til baka í eðlilegt horf.

En auðvitað verður það ekki gert. Á sínum tíma voru þeir nánast ofsóttir sem "óvinir Austurlands" sem vildu benda á óþægilegar staðreyndir þessarar virkjunar. "Óvinur Austurlands númer eitt" var hrópað að mér þegar ég var þar á ferli.

Og að sjálfsögðu eru þeir áfram "óvinir Austurlands" sem dirfðust og dirfast enn að andæfa verstu mögulegu umhverfisspjöllum, sem möguleg eru á Íslandi.  


mbl.is Ekki ætlunin að afvegaleiða fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Vel sagt...

Góður pistill um ömurlegan veruleika...!

Sævar Óli Helgason, 13.3.2013 kl. 20:49

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Oft varð Siv í brók þar brátt,
botnrás hennar liggur hátt,
þar var engin þjóðarsátt,
þrýstiloft úr hverri gátt.

Þorsteinn Briem, 13.3.2013 kl. 21:31

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hvert er hið eðlilega form Lagarfljóts? 

Kolbrún Hilmars, 13.3.2013 kl. 21:47

4 identicon

Flott grein Ómar, bravó.

Kleptokratar Íhaldsins og hækjunnar eru plebbar og stórhættulegir.

"They know the price of everything and the valur of nothing", eins Oscar Wilde orðaði það.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.3.2013 kl. 21:56

5 identicon

Edit: value, en ekki valur. Sorry!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.3.2013 kl. 21:58

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þeim sem tóku eina vitlausustu ákvörðun í sögu Íslands verður ekki fyrirgefið því þeir vissu hvað þeir voru að gera.

Góðar stundir en án framsóknarvitleysunnar. Kárahnjúkavirkjun var dýrasti kosningavíxill mestu afglapa okkar á Alþingi.

Guðjón Sigþór Jensson, 13.3.2013 kl. 23:23

7 identicon

Við fyrirgefum öllum allt  sem þeir ákváðu án þess að vita hvað þeir voru að gera.

Við sem erum á þingi með Guðjóni tökum undir með honum.

Óskar Jónsson (IP-tala skráð) 14.3.2013 kl. 06:38

8 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það er athyglivert hve samúðin við okkur austfirðinga eykst í réttu hlutfalli við fjarlægðina í beinni loftlínu til þess er samúðina veitir.

Lítið gerir Ómar úr aukinni fískirækt og fiskigengd í Jökulsá á Dal og áður en menn hrapa að fullyrðingum svona á innsoginu, ættu menn að skoða meðaltal þess, sem veiddist í Lagarfljóti, seld veiðileyfi og það sem er nú að gerast á Jökulsá á Dal. Nú er verið að selja laxveiðleyfi inn á það svæði, en aldrei var fræðilegur möguleiki á nýta í þannig ferðaþjónustu, hvað þá í Lagarfljóti.

Með stöðugum árásum og brjóstaslætti "þetta sagði ég" er vegið mjög að ferðaþjónustunni og þar fer Ríkirútvarð allra landsmanna offari eins og oft áður. Hvað haldið þið, góðu hálsar, að venjulegur erlendur túristi haldi um þetta "voða fólk" sem byggir þennan fjórðung oe hefur forgöngu um að "leggja í rúst" náttúru landsins. Haldið þið, sem þennan ároður troðið, að það sé svæðinu til framdráttar og styðji við vaxtasprota í ferðaþjónustunni?

Hvað varðar fokið frá lóninu, fer Ómar með tómt fleypur þar, enda ekki búsettur á svæðinu og sér þetta úr fjarlægð í gegnum geðshræringa gleraugu sín, sem ýkja alla hluti og gera tröllaukna. Sjálfur er ég fæddur og uppalinn á þessu svæði og hef búið hér nær allan minn mansaldur og get upplýst það hér, að fok frá hálendinu er reglulegt vandamál hér og hefur verið um áratugaskeið og hefur ekkert með Hálsalón að gera. Upptökin eru lengst inn á öræfum í nágrenni Öskju og á leirunu Jökulsár á Fjöllum.

Reynið svo að róa ykkur aðeins niður, þessu verður ekki breytt og padentlausnir Ómars eru í beta falli hlægilegar. Auk þess eru til ráð að laga þetta verulega og koma á móts við landeigendur við fljótið og íbúa þess, -fiskana. Það þarf einungir tíma til að skoða það mál, og á meðan verðum við austfirðingar og allir landsmennaðrir að anda með nefinu.

Benedikt V. Warén, 14.3.2013 kl. 08:44

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er mikill misskilningur ef menn halda að Kárahnjúkavirkjun sé einhvers konar séreign Austfirðinga.

Landsvirkjun, og þar með Kárahnjúkavirkjun, er eign allra Íslendinga.

Og álverið í Reyðarfirði er eign útlendinga en ekki Austfirðinga.

En sumir sem búa á landsbyggðinni skæla ætíð úr sér augun þegar fólk sem býr á höfuðborgarsvæðinu hefur einhverja opinbera skoðun á því sem er að gerast á landsbyggðinni.

Ekkert hefur hins vegar skort á að sömu menn reyni að níða niður höfuðborgarsvæðið sem mest þeir mega.

Og halda því jafnvel fram að engar eða nánast engar útflutningstekjur séu skapaðar á höfuðborgarsvæðinu.

Þar að auki hefur mjög stór hluti þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu einnig búið á landsbyggðinni, þar á meðal undirritaður, sem búið hefur í öllum kjördæmum landsins.

Íslenska ríkið hefur greitt kostnað vegna vega, brúa og hafna á landsbyggðinni.

En meirihluti Íslendinga, og þar með skattgreiðenda, býr á höfuðborgarsvæðinu.

Þorsteinn Briem, 14.3.2013 kl. 09:39

10 Smámynd: Benedikt V. Warén

Steini Viðförli mættur og heldur sig við málefnið eins og venjulega.

Benedikt V. Warén, 14.3.2013 kl. 10:11

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er rétt hjá þér, að sandfok af Jökulsárflæðum og söndum þar fyrir austan, er nokkuð algengt í þurrum sunnan- og suðvestanáttum. En hvor heldur þú, að sjái betur og taki betri myndir af leirstormum úr lónstæði Hálslóns, þú í 90 kílómetra fjarlægð niðri á láglendinu, eða ég, staddur í fimm kílómetra fjarlægð á Sauðárflugvelli og á ferð akandi og fljúgandi við lónið?

Þú gleymir því að við Völundur Jóhannesson eyðum mörgum dögum allt frá júníbyrjun og fram á haust inni á Brúaröræfum, og það eru ekki bara nokkurra klukkstunda skrepp, heldur eru gistinætur okkar margar hvert einasta sumar.

En auðvitað vita þeir, sem eru úti á Héraði það betur en við, hvað er að gerast þarna innfrá, maður spyr ekki að því.

Ómar Ragnarsson, 14.3.2013 kl. 10:56

12 identicon

En tengt:
"En meirihluti Íslendinga, og þar með skattgreiðenda, býr á höfuðborgarsvæðinu."

 Og jafntengt, - útflutningsmagnið á sér meirihluta á landsbyggðinni, og meirihluti Íslendinga, og þar með skattgreiðenda, sem býr á höfuðborgarsvæðinu hefur þaðan sitt viðurværi.

Jón Logi (IP-tala skráð) 14.3.2013 kl. 11:08

13 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Nú tjaldar vinstri maffian öllu til til að sverta aðra og þar er RUF á fullu skriði fremst í flokki.

Leifur Þorsteinsson, 14.3.2013 kl. 11:20

14 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Hvað hafa nokrar lækjarlontur fram yfir heila nýja laksá, sem hvu vera afrakstur Kárahnjúka.

Leifur Þorsteinsson, 14.3.2013 kl. 11:37

15 Smámynd: Benedikt V. Warén

Ómar. Ég hef fulla samúð með ykkur Völundi að vera þarna innfrá að leika ykkur í ykkar frítíma og sinna ykkar áhugamálum. Get ekki séð með nokkru móti að það sé vandamál í Grágæsadal hjá Völundi þegar láarenningur er inn á Hálslónssvæðinu, oftast í suð-vestanáttinni og þá færist það litla sem kemur inn á gróðursvæði og bætir það frekar en hitt. Ekki sé ég heldur að það sé vandamál á Sauðárflugvelli, sem í flestum tilfellum stendur af honum eins og í Grágæsadal:

Þið eruð, með fullri virðingu fyrir málstað ykkar Völundar, að fjasa um lítilsverða hluti sem plagar fáa, gerit eingum illt og er bara stormur í vatnsglasti hjá ykkur, - því miður.

Benedikt V. Warén, 14.3.2013 kl. 12:57

16 Smámynd: Benedikt V. Warén

PS.

Við úti á Héraði, sem höfum vinnu okkar við að fylgjast með veðurfari, sjáum inn á þetta svæði, og ef það er ekki sýnilegt héðan, er ekki um merkilegt vandamál að ræða. Það fer hins vegar ekki framhjá okkur, Vopnfirðingum né þeim í Fjarðabyggð, þegar hlendið fykur burt frá Öskju- og Jökulsár-svæðinu.

Benedikt V. Warén, 14.3.2013 kl. 13:55

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður nafni og takk fyrir góða grein. 

Græðgi er aldrei ókeypis, og í þessu tilviki er gjald fjallkonunnar hátt.

En hefur þú íhugað í eina mínútu að gjaldið við fyrsta ICEsave samninginn, sem þú studdir með ráðum og dáðum, var stöðugleika sáttmáli ríkisstjórnarinnar undirritaður 16 júní 2009, um hann má lesa í frétt Mbl.is,

"Alþýðusamband Íslands sendi frá sér minnisblað vegna stöðugleikasáttmálans 16. júní 2009 og sagði þar að samanlagt gæti verið „um að ræða fjárfestingaverkefni upp á 280 til 380 milljarða króna á ári næstu þrjú árin“; 280 milljarðar 2010, 380 milljarðar 2011 og 330 milljarðar 2012, samtals 950 milljarðar króna."

Þessar meintu fjárfestingar voru forsendur þess að Seðlabankinn taldi að hægt væri að samþykkja ICEsave án þess að þjóðin færi beint í gjaldþrot.  

Þessar fjárfestingar voru ekki í fjallagrasatínslu, þær voru í orkufrekum iðnaði.  

Með öllum þeim skelfilegum afleiðingum sem þú bendir á í þessari grein.

Svívirt náttúru, töpuð framtíðarkynslóðum þjóðarinnar.

Þess vegna spyr ég þig nafni, fer það saman að styðja eyðingaröflin, sem þú gerir með stuðningi þínum við núverandi ríkisstjórn, og að harma afleiðingarnar??

Er ekki viss tvískinnungur í gangi??

Á kostnað náttúru landsins?

Hvortr segir meir um hug manns til náttúrunnar, að styðja þá sem ætluðu að virkja hverju sprænu, eða harmur manns yfir þeim náttúruspjöllum sem ekki verða aftur tekin??

Þú þarft ekki að svara mér nafni, það er góð leið til að forðast óþægilegar spurningar.  En samviska þín spyr þessarar sömu spurningar.  

Og þögnin dugar ekki á hana.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.3.2013 kl. 16:42

18 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ótrúlegt að Ómar Geirsson tengi virkjanahneykslið vegna Kárahnjúka við Icesave. Það mál var leyst með samningum enda var ljóst allan tímann að nokkurn veginn væri fyrir skuldbindingunum með útistandandi skuldum Landsbankans. Það voru lýðskrumaranir með forseta lýðveldisins í fararbroddi sem færðu þetta mál í tilfinningalegan táradal.

Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur hefur reiknað út þessi töf kostaði okkur. Telur hann að minnsta kosti 60 milljarðar hafi tapast með þessu móti. Hefði forsetinn staðfest Icesave hefðum við strax fengið hagstæðara lánshæfismat, betri viðskiptakjör, meiri hagvöxt og minna atvinnuleysi. En blekkinguna tóku menn sem æðsta sannleika og snéru öllu á haus.

Lýðskrumið er keyrt áfram og er þð miður hve margir glepjast á þessu glamri. Á meðan erum við sem viljum fara með löndum, virkja hóflega og þá í okkar þágu en ekki einhverra álfursta sem margir hverjir tengjast hergagnaiðnaðinum. Þannig er Alkóa með blóðugar hendur í hergagnaframleiðslu og sölu þeirra. Er þetta sem við viljum?

Það má einnig rifja upp að í sama mánuði og Alkóa opnaði álbræðslu sína við Reyðarfjörð, lokaði sama fyrirtæki 2 gömlum álverum á Ítalíu. Þeir voru farnir þaðan, íslensk þáverandi stjórnvöld buðu betur en Berlúskóní!

Undirlægjuháttur gagnvart álfurstum er sérstakt rannsóknarefni. Ekki er ólíklegt að ýmsar fyrirgreiðslur njóti þeir stjórnmálamenn sem vilja sýna þessum aðilum „skilning“.

Guðjón Sigþór Jensson, 14.3.2013 kl. 18:14

19 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Það er stórfurðuleg þessi xenóphóbía landsbyggðarfólks gegn fólki af Suð-vesturhorni landsins...

-

Ég man eftir því þegar ég var tíu ára, þá gerðum við strákarnir okkur það að leik að lemja strákana í Hveragerði... Og Þorlákshöfn... Og Stokkseyri... O.sv.fr...!

En við, flestir, þroskuðumst uppúr þessari vitleysu...

-

En það eimir enn svona attitjút í umræðum hérna á netinu...

-

Ég veit að ýmis þorpsfífl sem voru kosin á þing, af landsbyggðinni, hafa kennt höfuðborgarbúum um hvernig í pottin er búið fyrir sitt kjördæmi þegar þeir reyna að afsaka getuleysi sitt fyrir kjósendum sínum, á landsbyggðinni...

Og skara þar með undir þessa xenóphóbíu sem virðist grassera í hugum sumra þar...

-

En það er bara RANGT...!

-

Í krafti hagfræðireglna sem segja breytilegan kostnað eitur í rekstri fyrirtækja (og breytilegur kostnaður sagður fylgja litlum rekstrareiningum mest) var settur á fiskveiðikvóti sem síðan hefur verið að safnast fyrir á fáar hendur, og rekstrareiningarnar þannig látnar stækka...

-

Ríkisrekin þjónustufyrirtæki sem eru allri byggð nauðsyn voru gerð að hlutafélögum og svo seld... Þannig að litlar rekstrareiningar þessara fyrirtækja voru gerðar "hagkvæmari" með því að sameina, eða bara á endanum lokað...

Á grunvelli þessarar rekstrarhagfræði...

-

Og þegar bæði atvinna og þjónusta fór úr litlu byggðunum...

Þá fór fólkið líka...

-

Það segir sig náttúrulega sjálft...

Því einsog með Lagarfljótið... Þegar einn hlekkurinn í vistkeðjunni hverfur (ætið) fara, eða deyja, dýrin...

Og eftir er Lagarfljótið dautt...!

Alveg einsog getur gerst með landsbyggðinna og hefur nú þegar gerst, því miður, með sum byggða- og bæjarfélög...

-

Það var fjórflokkakerfið, í sinni spillingu sem þorpsfíflin eru hvað þekktust fyrir, sem var þess valdandi að svona er komið...

-

Og svo þegar fólk sem sér hættuna reynir að spyrna við, þá virðist það skipta máli hvar það býr... Fyrir þessar xenóphóbísku málpípur fjórflokkakerfisins...!

-

Það er ein þjóð í þessu landi og að gera svona tortryggni gagnvart náunga sínum, vegna þess að hann býr ekki í sveitarfélaginu, er ekkert annað en glæpsamleg heimska og eins óíslenskt einsog hægt er að hafa það...

-

Skammist ykkar...!!!

Sævar Óli Helgason, 14.3.2013 kl. 20:26

20 Smámynd: Sævar Óli Helgason

P.s...

Afsakið stafsettningavillur... Ég skrifa á gemsa... Vita skrifblindur...!

Sævar Óli Helgason, 14.3.2013 kl. 20:31

21 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðjón.

Ef þú ert að fabúlera um meintan kostnað við ICEsave höfnun, þá skaltu taka hraustlega til orða, til dæmis að kostnaðurinn við Nei-ið hafi verið 500 milljarðar, eða 2000 milljarðar eins og ungir jafnaðarmenn fullyrtu.  Vertu ekki að hæðast að Björgvin með því að vitna í útreikna hans.  Honum er engum greiði gerður með því.

En ég hef lengi grunað þig um alvarlegt ólæsi, sem skýrir stuðning þinn við ófögnuðinn.

Hér að ofan er ég að benda á einfalda staðreynd um þær forsendur sem lágu að baki þeirri fullyrðingu Seðlabankans að hægt væri að standa við ICEsave samninginn án þess að þjóðin yrði beint gjaldþrota.  

Gert var ráð fyrir ákveðnum hagvexti, og þetta eru fjárfestingarnar sem að baki lágu.  

Fjárfestingar í orkuframleiðslu og uppbyggingu stóriðju.

Það er það sem ég er að benda á, en ekki að kenna ICEsave á nokkurn hátt við Kárahnjúka, enda bæði læs og þekki muninn á fortíð og nútíð.  

En virkjanirnar sem lágu að baki þessum stóriðjuáformum, valda ekki síður umhverfisspjöllum en þær sem urðu vegna Kárahnjúka.  

Það átti að virkja allt sem hægt var að virkja, og það dugði ekki til.  Á þetta benti Sigmundur Einarsson jarðfræðingur í grein á Smugunni þann 01.10.2009 sem hét Hinar miklu orkuauðlindir Íslands.

 
Þar segir hann meðal annars; 
 
 Álver í Helguvík og á Bakka myndu soga til sín nær alla orkuna frá orkulindum á Suður-, Suðvestur- og Norðausturlandi, ekki bara frá jarðvarmavirkjunum heldur einnig frá vatnsaflsvirkjunum. Þar með er farin nánast öll hagkvæmasta orkan í landinu. Utan miðhálendisins væri þá eftir einn sæmilega stór orkukostur sem er Skatastaðavirkjun í Skagafirði. Vissulega eru virkjunarkostirnir fleiri en þeir eru allir minni og hafa ekki verið taldir sérlega hagkvæmir sem sést af því að þeir hafa ekki verið virkjaðir fyrir stóriðju. Það merkir líklega að þeir séu óhagkvæmir en gætu verið fullgóðir fyrir okkur, pöpulinn.
 
Við erum að tala um alla megin virkjunarkosti landsins, allan Reykjanes skagann, allt háhitasvæðið milli Mývatns og Húsavíkur, bókstaflega allt.
 
Þetta var meira að segja rökin fyrir ICEsave 3, eða er hægt að misskilja þessi orð Jóhönnu Sigurðardóttir sem höfð er eftir henni 29. mai 2011;
 
 Ef ofangreind verkefni ganga öll eftir gætum við því verið að tala um fjárfestingar í orkufrekum iðnaði og tengdum virkjanaframkvæmdum uppá 300-400 milljarða á næstu þremur til fimm árum og sex til sjö þúsund ársverk við uppbygginguna," sagði forsætisráðherra.
Hverju ertu að afneita Guðjón??  Er það bara náttúruspjöll ef Davíð og Halldór virkja???
 
Náttúra Íslands er allavega ekki sammála þér.
 
Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.3.2013 kl. 20:40

22 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er eitt sem að verður að koma fram í sambandi við nefnt Lagarfljótsmál, að mínu mati. Jú jú, eg viðurkenni alveg að það er leiðinglegt að segja þetta og ekkert auðvelt.

En málið er þetta sko: Meginþorra íbúa í kringum Lagarfljót, sirka 70-80% og jafnvel uppí 90% - er alveg sjitt sama hvaða litur er á Lagarfljóti. Liturinn mætti vera útfjólublár þessvegna. Eða svartur sem kol. þeim er alveg sama.

Sama hlutfall hefur sömu skoðun á lanbroti úr bökkum fljótsins - svo lengi sem það grafi ekki undan húsinu þeirra.

Og afhverju er viðhorfið svona? Í stuttu máli vegna þess að þeir skynja ekki náttúrufegurð fljótsins. Get farið útí dýpri skilgreiningar en það er of langt mál.

Svo heyrði eg Hjörleif Gutt. tala um netaveiðar í fljótinu þegar hann var krakki. Nýmetið og sona - já haha. Einmitt. Íbúar þarna fara svo mikið á netaveiðar núna að sækja sér nýmeti. Fólk veit ekki einu snni hvað Hjörleifur er að tala um.

Ok. Afhverju eru þá einhverjir þarna á svæðinu að gera mál úr lit núna og broti? Jú, vegna þess að þeir eru búnir að fatta að það gæti verið peningur í því. Sækja bætur.

Eg endurtek: það er mjög leiðinlegt að þurfa að segja þetta.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.3.2013 kl. 23:32

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kvosin og næsta nágrenni, Miðbærinn í Reykjavík, aflar mesta gjaldeyris á landinu með til að mynda verslunum, hótelum, CCP, Fiskkaupum, Lýsi og HB Granda.

Þar er langmesta botnfiskaflanum landað hérlendis og jafnvel í öllum heiminum.

Þorsteinn Briem, 14.3.2013 kl. 23:41

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við Íslendingar lifum sem betur fer á fleiru en útflutningi sjávarafurða, sem eru þar í þriðja sæti.

Í fyrsta sæti er útflutningur á þjónustu
og í öðru sæti útflutningur á iðnaðarvörum.

Útflutningur á sjávarafurðum var hér 28,2% af útflutningi vöru og þjónustu árið 2009 en 55,6% árið 1994, samkvæmt Landssambandi íslenskra útvegsmanna (LÍÚ):

Hlutfall sjávarafurða af útflutningi 1994-2009


Árið 2009 voru 62% af heildarfjölda hótelrúma hérlendis á höfuðborgarsvæðinu og þá bjuggu þar 63% landsmanna
(frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar).

Þar að auki er fjöldinn allur af útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum, verksmiðjum og öðrum útflutningsfyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu, til að mynda HB Grandi, Marel, CCP, Hampiðjan, Actavis, Ístex, Össur hf. og álverið í Straumsvík.

Íslenskir bændur fá gríðarlega styrki frá íslenska ríkinu til að framleiða mjólk og lambakjöt
og þeir sem greiða hér skatta búa flestir á höfuðborgarsvæðinu.

Og ekkert íslenskt lambakjöt eða mjólk yrði framleidd ef engir væru neytendurnir og þeir búa flestir á höfuðborgarsvæðinu.

Þorsteinn Briem, 15.3.2013 kl. 00:03

25 Smámynd: Benedikt V. Warén

Steini Viðförli. Datt svona í hug af gefnu tilefni, að gera eins og þú ert svo góður í, að copy/past grein sem kemur málefninu hreint ekkert við. Þetta skrifaði ég þó sjálfur á bloggið mitt, sá er munurinn.

*Vorum Íslendingar tilbúnir að takast á við markaðsöflin við útfærslu landhelginnar?

*Hafa útgerðamenn umgengist auðlindina með þeirri virðingu sem hún á skilið?

*Hefur stuðningur þjóðarinnar við útgerðina alltaf skilað sér í réttlátri úthlutun tekna til þjóðarinnar?

Oft hafa þessar spurningar angrað mig. Þegar ég var tappi bjó ég í Neskaupstað og var áhorfandi á það mannlíf sem tengdist sjónum og upplifiði asa síldaráranna. Inn á firði lágu mörg skip, stór og smá frá ýmsum löndum. Skip, sem voru hér á norðurslóð til að sækja björg í bú. Sum þessara skipa voru að elta síldina á meðan aðrar útgerðir voru uppteknar að botnsjávarafla og enn aðrar í leið til Grænlands á hval- og selveiðar.

Á þessu árum þurfti að brauðfæða stóran hóp erlendra sjómanna, sem kom í land til að sækja vistir og þjónustu. Kjöt og annað ferskmeti rann út “eins og heitar lummur” og ekki þurfti að greiða niður íslenska lambakjötið í þessa erlendu “íbúa” landsbyggðarinnar. Verslanir þurftu að hafa tiltækar vörur í búðum sínum, langt umfram þarfir innfæddu íbúanna.

Í landlegum gat “íbúatalan” sjávarplássa hækkað margfalt og þá þurfti eitthvað til að bíta og brenna. Kjöt, mjólk, kartöflur og svona mætti lengi áfram telja. Lanbúnaðurinn blómstraði. Þetta voru einnig uppgangstímar hjá öllum í landi, s.s. skipasmiðum, vélvirkjum, rafeindavirkjum og verslunarmönnum. Þessi uppgangur var vegna fjölda erlendra útgerðamanna, sem sendu skip sín á Íslandsmið.

Þá kemur að efanum. Höndluðum við rétt útfærsluna? Hefur allur veiddur afli komið á land til að skapa atvinnu í landi? Hafa útgerðamenn hreint mjöl í pokahorninu?

Rétt til að halda því til haga, þá er ég þeirri aðgerð sammála, að hafa yfirráðarétt á auðlindum okkar og landgrunni. En, - hefði ekki verið réttara að stjórna veiðum erlendra fiskiskipa og leyfa þeim að veiða hér áfram, - gegn gjaldi?

Þeir hefðu þá haldið áfram að koma í land og sækja vistir og þjónustu. Þeir hefðu þurft að taka alla áhættuna vegna veiðanna, bæði hvort fiskaðist og þurftu að takast á við heimsmarkaðsverði olíu á hverjum tíma. Þeirra var einnig að afla markaða og selja.

Var ekki ástæðulaust að hreinsa erlenda flotann út á einu bretti? Innlendir útgerðamenn hefðu haft samkeppni, því ekki er ég að fjalla um að þeir fengu ekki "sína sneið af kökunni".

Er ekki samhengi í útfærslu landhelginnar og því að landsbyggðinni fór að blæða út? Fyrir útfærslu var verið að selja landbúnaðarafurðir "úr landi" gegn gjaldeyri, án niðurgreiðslu, sem síðar þurfti að grípa til, svo hægt væri að selja þær afurðir á erlendum mörkuðum.

Var ekki verið að færa útgerðarmönnum tækifæri á kostnað bænda? Var réttur bænda fyrir borð borinn og ekki hugsað á hvern hátt átti að koma á móts við þá? Þurfa útgerðamenn ekki ögn að kæla sig niður og skoða hlutina í víðu samhengi?

Benedikt V. Warén, 15.3.2013 kl. 08:34

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Reykjavík er langmestum botnfiskafla landað hérlendis og jafnvel öllum heiminum, um 87 þúsund tonnum árið 2008, um tvisvar sinnum meira en í Grindavík og Vestmannaeyjum, fimm sinnum meira en á Akureyri og fjórum sinnum meira en í Hafnarfirði.

"Föst búseta hófst í Vestmannaeyjum seint á Landnámsöld, um 920, [hálfri öld síðar en í Reykjavík] en eins og segir í Sturlubók (Landnámu eftir handriti Sturlu Þórðarsonar) "var þar veiðistöð og lítil veturseta eða engin" fyrir þann tíma."

Við Gömlu höfnina í Reykjavík eru til dæmis fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækin Grandi og Fiskkaup, Lýsi og CCP sem selur útlendingum áskrift að Netleiknum EVE Online fyrir um 600 milljónir króna á mánuði sem myndi duga til að greiða öllum verkamönnum í öllum álverunum hérlendis laun og launatengd gjöld.

Þar að auki fara erlendir ferðamenn í hvalaskoðunarferðir frá Gömlu höfninni í Reykjavík.

Til landsins kemur nú árlega rúmlega hálf milljón erlendra ferðamanna, um 1.800 manns á dag að meðaltali í fyrra, og þeir fara langflestir í Kvosina vegna þess að hún er miðbærinn í Reykjavík en ekki til að mynda Kringlan.

Í Kvosinni, á Laugaveginum, sem er mesta verslunargata landsins, og Skólavörðustíg dvelja erlendir ferðamenn á hótelum, fara á veitingahús, krár, skemmtistaði, í bókabúðir, plötubúðir, tískuverslanir, Rammagerðina í Hafnarstræti og fleiri slíkar verslanir til að kaupa ullarvörur og minjagripi, skartgripi og alls kyns handverk.

Margar af þessum vörum eru hannaðar og framleiddar hérlendis, til að mynda fatnaður, bækur, diskar með tónlist og listmunir. Og í veitingahúsunum er selt íslenskt sjávarfang og landbúnaðarafurðir, sem eru þá í reynd orðnar útflutningsvara, rétt eins og ullarvörurnar, sem erlendir ferðamenn kaupa hér einnig.

Allar þessar vörur og þjónusta er seld fyrir marga milljarða króna á hverju ári, sem skilar bæði borgarsjóði og ríkissjóði miklum skatttekjum.


Og það er skemmtileg kenning að ég viti ekki hvar bestu fiskimiðin eru við landið, þar sem ég skrifaði í mörg ár fyrir hið svokallaða góðæri hér daglegar fréttir í Morgunblaðið um íslenska og erlenda útgerð og fiskvinnslu, sem voru lesnar af tvö hundruð þúsund Íslendingum á dag.

Hver eru helstu fiskimiðin við Ísland?


Hver eru bestu fiskimiðin í Faxaflóa?


Þar að auki hef ég unnið við fiskvinnslu og útgerð á Akureyri, í Hnífsdal, Reykjavík og Grindavík.

Hins vegar þáði ég ekki laun frá sparisjóðnum Byr, sem nú er gjaldþrota, fyrir að skrifa hér blogg og áróður fyrir álverum hérlendis í hinu svokallaða góðæri árið 2007, eins og sumir framsóknarmenn gerðu.

Hvor sjóður fær 900 milljónir króna
Myndskeið


Um 80% íslenskra sjávarafurða fara á markað í Evrópu og þaðan koma flestir erlendir ferðamenn. Þar af leiðandi mun Ísland fyrr eða síðar ganga í Evrópusambandið, taka upp evru og allir Íslendingar fá laun sín greidd í evrum en ekki bara sumir, eins og nú.

Þorsteinn Briem, 15.3.2013 kl. 10:58

27 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Síðan hvenær hefur Ómar Geirsson verið sérlegur talsmaður náttúrunnar, sbr. nr.21 hér að ofan?

Mér finnst hann taka ansi stórt skref, reyndar heljarstökk og er kannski enn í loftinu af uppblásnum belgingi. Eins gott að enginn verði fyrir þegar hann lendir!

Guðjón Sigþór Jensson, 15.3.2013 kl. 12:41

28 Smámynd: Ómar Geirsson

Æ Guðjón minn, æææ.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.3.2013 kl. 15:02

29 identicon

björgun er að heilbora frárennslisgöng niður á reyðarfj kostat mikið lögurinn kostar líka þetta eru ca

50-65km annaðeinshefur nú verið borað þarna

      kv AÞ

agust þorbjorns (IP-tala skráð) 16.3.2013 kl. 12:35

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.3.2013 (í gær):

Tíu milljarða króna fjárfesting á þessu ári


"Nærri 6,2 milljarðar króna af arði ríkisins af eignarhlutum þess í viðskiptabönkunum og hugsanlegrar sölu á þeim eignarhlutum verður varið til nýframkvæmda eða viðhalds fasteigna, örvunar græna hagkerfisins, skapandi greina og uppbyggingar ferðaþjónustunnar.

Áætluð skipting er sem hér segir:

  • Fangelsi 1.000 milljónir
  • Hús íslenskra fræða 800 milljónir
  • Herjólfur/Landeyjarhöfn 640 milljónir
  • Náttúruminjasafn 500 milljónir
  • Kirkjubæjarstofa 290 milljónir
  • Húsverndarsjóður 200 milljónir
  • Grænn fjárfestingasjóður 500 milljónir
  • Grænkun fyrirtækja 280 milljónir
  • Græn skref og vistvæn innkaup 150 milljónir
  • Grænar fjárfestingar 50 milljónir
  • Orkuskipti í skipum 50 milljónir 
  • Kvikmyndasjóður 470 milljónir 
  • Verkefnasjóður skapandi greina 250 milljónir 
  • Netríkið Ísland 200 milljónir 
  • Uppbygging ferðamannastaða 500 milljónir 
  • Innviðir friðlýstra svæða 250 milljónir."

Þorsteinn Briem, 19.3.2013 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband