Hvaða fannkyngi og hvaða höfuðborg?

Frá blokkinni sem ég bý í, er furðu gott útsýni í allar áttir yfir Reykjavík. Sjá má að gránað hefur í rót þannig að grá snjóföl er yfir. Þetta blogg mitt er hins vegar tengt við frétt á mbl.is um að "snjó kyngi niður" í höfuðborginni.

Orðalagið að "snjó kyngi niður" og nafnorðið "fannkyngi" er notað um mjög mikla snjókomu. Það er bjart yfir að líta og ekki að sjá að nein úrkoma verði hér næstu klukkustundir að minnsta kosti.

Ef fólk vestan, norðan og austan af landi les þessa frétt myndi það skella upp úr ef þessi frétt um á við gránuðu grasrótina í Reykjavík og að þetta sé kallað að snjó kyngi niður eða að það sé að verða fannkyngi hér. En hvergi er nafn Reykjavíkur nefnt í fréttinni, svo að séð verði, svo að þessi frétt er kannski um mikla snjókomu í Osló eða Stokkhólmi.  

Þessi snjóföl, sem ég giska á að sé um einn sentimetri á þykkt hið mesta, féll um tvöleytið í nótt.

Þess vegna vaknar tvær spurningar: Hvaða fannkyngi er þetta og í hvaða höfuðborg?


mbl.is Snjó kyngir niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÞAð var reyndar töluvert mikil snjókoma við Grafarvoginn í morgun um 8, stórar flygsur og já töluvert mikið en ég myndi nú ekki segja að snjó hafi kyngt niður... :p

Margrét (IP-tala skráð) 14.3.2013 kl. 10:46

2 identicon

 Kl 11:40, 14.03 anno 2013. Frá fréttaritara í Árbæ, upplendum Reykjavíkur.

 Andavari. Snjóföl.

Hrúturinn (IP-tala skráð) 14.3.2013 kl. 11:42

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Kyngimögnuð fréttamennska - eins og svo oft áður.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 14.3.2013 kl. 11:55

4 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Varstu nokkuð að stela þessu frá mér Ómar minn?

Annars hefur fréttaritari mbl bætt við orðunum "í efri byggðum" eftir athugasemdirnar!

Torfi Kristján Stefánsson, 14.3.2013 kl. 12:18

5 Smámynd: corvus corax

Hvaða andsk.... bull er þetta eiginlega? Snjónum kyngir ekkert niður þótt það komi smávægileg snjómugga. Þetta eru ekki einu sinni almennileg él! Þarf fjölmiðlafólk alltaf að láta eins og fífl þótt ekki sé 20 til 25 stiga hiti og logn. Það er vetur ennþá á Íslandi ef þetta lið skyldi ekki vita það. Það svona rétt aular niður snjónum annað slagið!

corvus corax, 14.3.2013 kl. 15:17

6 identicon

Já það má með sanni segja að ef að frétta menn sjá snjókorn einhversstaðar þá er snjónum farið að kyngja niður, og fólk jafnvel varað við að vera á ferð í þessu "óveðri" þessir höfðingja ættu að prufa að búa t.d. norður í landi eins einn vetur, þá fengju þeir að sjá snjónum kyngja niður og það svo hressilega í mörgum eða flestum bæjum að það er ekki einu sinni reynt að moka, nei þeir keyra bara upp á sjóinn þegar að hættir að kyngja niður og þjappa snjóinn vel í byrjun, og er þá að mynnsta kosti hægt að keyra alminnilegum bílum þarna upp á, og aka menn þá fram hjá eldhúsgluggunum á annarri hæð! Það væri gaman að sjá þessa menn sem að æða út í vitleysuna hér fyrir sunnan á vanbúnum bílum og segja svo að allt sé svo kolófært að það komist ekki nokkur bíll áfram, enn þeir virðast ekki átta sig á því að það eru þeir sem að skapa teppuna, jafnvel á sumardekkjum eða einhverju verra!!

Palli (IP-tala skráð) 15.3.2013 kl. 02:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband