14.3.2013 | 20:22
Besta fyrirkomulag flugvallarins útilokað.
Einskis jafnræðis hefur verið gætt við það að ákveða hvernig best væri að nýta það svæði, þar sem Reykjavíkurflugvöllur er núna.
Á sínum tíma var haldin samkeppni um það hvernig hægt væri að skipulegga svæðið þar sem Reykjavíkurflugvöllur er núna , ef hann yrði lagður niður.
Hins vegar var engin samkeppni haldin um það sérstaklega, hvernig hægt væri að haga skipulagi svæðisins sem best með því að hafa þar flugvöll áfram.
Einn möguleikinn var sá að leggja norður-suður-flugbrautina niður og gera i staðinn mun styttri braut sem hafði þann kost að liggja mitt á milli stefnu n-s-brautarinnar og sv-na-brautarinnar og sameina þar með kosti tveggja brauta.
Með þessu hefði losnað jafn mikið svæði handa íbúðabyggð og með því sem gerst hefur nú, en í staðinn fenginn besta fyrirkomulag flugvallarins með því að lengja austur-vesturbraut vallarins og gera hana að aðalbraut hans, enda stefnir hún best gagnvart algengustu hvassviðrunum og með lengingu hennar hefði hún aukið notagildi vallarins verulega til dæmis sem varavöllur fyrir millilandaflug.
Ókostur n-s-brautarinnar er sá að hún liggur ekki nógu þvert á stefnu austur-vestur-brautarinnar og hefur litla brautin bjargað í nokkra daga á ári þegar án hennar getur orðið ófært á veturna, þegar hvöss suðvestanátt ríkir.
Ný braut hefði lagfært þetta en auk þess hefði brottflug og aðflug yfir Kársnesið lagst af.
En hvað um það, eins og svo oft fara menn nú ódýrustu leiðina til skamms tíma litið en hyggja ekki að langtímahagsmunum.
Ný 800 íbúða byggð í Skerjafirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þar sem nú er flugvöllurinn á Vatnsmýrarsvæðinu verður reist um 4.500 manna byggð, samkvæmt verðlaunatillögu:
Verðlaunatillaga Graeme Massie, Stuart Dickson, Alan Keane, Tim Ingleby, Edinborg
Þorsteinn Briem, 14.3.2013 kl. 20:56
Á Hólmsheiði er nægt rými fyrir alhliða innanlandsflugvöll, kennsluflug, einkaflug og flugsvið Landhelgisgæslunnar.
Og flugvöllurinn yrði í einungis 15 mínútna akstursfjarlægð frá Lækjartorgi.
Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum á Vatnsmýrarsvæðinu 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.
Apríl 2007: Úttekt á framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar, bls. 64-65
Þorsteinn Briem, 14.3.2013 kl. 21:09
Er þarna ekki nægjanlegt pláss fyrir hátæknisjúkrahúsið einnig?
Er það ekki heppilegra en að hola því niður við umferðarteppuna niður í bæ?
Varla þarf hátæknisjúkrahús að vera í göngufæri frá Alþingi og helstu stofnunum stjórnsýslunnar?
Benedikt V. Warén, 14.3.2013 kl. 21:47
13.12.2012:
Deiliskipulag fyrir Landspítala við Hringbraut samþykkt
Hins vegar er löngu ákveðið að flugvöllurinn fer úr Vatnsmýrinni, samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur.
Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024 var samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur 18. apríl 2002, afgreitt af Skipulagsstofnun til staðfestingar umhverfisráðherra 19. desember 2002 og staðfest af umhverfisráðherra 20. desember 2002.
Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024
Þorsteinn Briem, 14.3.2013 kl. 22:02
Nú er í boði tækifæri sem býðst ekki aftur strákar!
Byggja nýtt (hátækni)sjúkrahús við Keflavíkurflugvöll, lappa upp á það sem til er í bænum svo það dugi fyrir bráðatilfelli. Borgarspítali og lóðin í kring er skárri heldur en miðbærinn hvað varðar aðgengi og staðsetningu.
Með því spörum við okkur að reka tvo flugvelli, nóg pláss fyrir sjúkrahúsið og stutt þaðan á flugvöllinn og nóg til af húsnæði fyrir mannskapinn sem myndi fylgja með.
Karl J. (IP-tala skráð) 14.3.2013 kl. 22:24
7.10.2011:
"Landspítalinn er mikilvægur hlekkur í þeim þekkingarklasa sem hefur myndast við Vatnsmýrina.
Nálægð við Háskóla Íslands, Háskóla Reykjavíkur, hús Íslenskrar erfðagreiningar og fyrirhugaða Vísindagarða styrkir þekkingarmiðju borgarinnar á þessu svæði.
Svæðið liggur upp við Miklubraut sem er aðalsamgönguæð borgarinnar en liggur einnig vel við öðrum mikilvægum umferðaræðum eins og Hringbraut, Bústaðavegi og Snorrabraut.
Kannanir sýna að helmingur núverandi starfsmanna Landspítalans býr í innan við 14 mínútna hjólafjarlægð í vinnuna og fjórðungur starfsmanna býr í innan við 14 mínútna göngufjarlægð.
Þarna er langtímastaðsetningin farin að móta rétt búsetumynstur, þar sem fólk býr nálægt vinnustað en keyrir ekki borgarenda á milli.
Þetta eru mikilvæg verðmæti í borgarsamfélaginu sem ber að varðveita. Þar fyrir utan starfa á annað hundrað starfsmenn spítalans einnig við kennslu og rannsóknir í Háskóla Íslands."
Þorsteinn Briem, 14.3.2013 kl. 22:26
Það er ekkert skrýtið að enginn samkeppni hafi verið haldinn um besta skipulagið með flugvöllinn á svæðinu. Það er róið að því öllum árum af ákveðnum aðilum að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður, og annar byggður á öðrum stað, eða allt flug fært til Keflavíkur. Þaðan af síður vilja þessir sömu aðilar greiðari aðgang millilandaflugs að Reykjavíkurflugvelli eða að hann nýtist á nokkurn hátt betur en nú er, þó ekki væri nema sem varaflugvöllur. Að þeirra mati á hann að fara, punktur og basta.
Erlingur Alfreð Jónsson, 14.3.2013 kl. 22:39
Sælir,
samkeppnin á sínum tíma var reyndar alveg opin fyrir tillögum sem gerðu ráð fyrir flugvelli. Þegar til kom barst hins vegar aðeins ein sem gerði ráð fyrir því. Hún komst reyndar ekki í lokaúrtak vegna þess að hún þótti ekki styrkja borgarþróunina nægilega. Þetta tvennt segir etv einhverja sögu. Hægt er að skoða þær tillögur sem komust í lokaúrtak á þessari síðu: http://www.vatnsmyri.is/isexhib.asp
DBE (IP-tala skráð) 14.3.2013 kl. 22:54
Í 101 Reykjavík eru um 7.400 heimili, í póstnúmeri 107 um fjögur þúsund og póstnúmeri 105 um 6.600.
Í göngufjarlægð frá Kvosinni eru því um átján þúsund heimili og þar búa um 40 þúsund manns, þriðjungur allra Reykvíkinga.
Og fjöldinn allur af stórum vinnustöðum á þessu svæði, þar sem þessir íbúar geta unnið.
Á svæðinu frá Gömlu höfninni að Nauthólsvík eru til að mynda Háskólinn í Reykjavík, Háskóli Íslands, Landspítalinn, Hótel Loftleiðir (Reykjavík Natura), Umferðarmiðstöðin, Norræna húsið, Íslensk erfðagreining, Þjóðminjasafnið, Ráðhúsið og Alþingi.
Þar að auki til dæmis Menntaskólinn í Reykjavík, Kvennaskólinn í Reykjavík, Stjórnarráðið, Seðlabankinn, Þjóðleikhúsið, Þjóðmenningarhúsið, Hæstiréttur, Héraðsdómur Reykjavikur, Borgarbókasafnið, Tollstjórinn, Kolaportið, Listasafn Reykjavíkur, Listasafn Íslands og tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa.
Þorsteinn Briem, 14.3.2013 kl. 22:59
Flugsvið Landhelgisgæslunnar yrði á innanlandsflugvellinum á Hólmsheiði og hægt að flytja sjúklinga þaðan með þyrlu Gæslunnar á þyrlupall Landspítalans við Hringbraut, ef á þyrfti að halda.
Það tæki um þrjár mínútur, jafn langan tíma og nú tekur að flytja sjúklinga með sjúkrabíl frá flugvellinum í Vatnsmýrinni að Landspítalanum við Hringbraut.
Og í langflestum tilfellum eru sjúklingar fluttir með sjúkrabíl á höfuðborgarsvæðinu.
Þar að auki eru sjúklingar á Suðurlandi og Vesturlandi nú þegar fluttir á Landspítalann með þyrlum.
Og í fjölmörgum tilfellum eru sjúklingar á öðrum landsvæðum einnig fluttir þangað með þyrlu, auk allra þeirra sem sóttir eru af hafinu allt í kringum landið í alls kyns veðrum.
Þorsteinn Briem, 14.3.2013 kl. 23:30
Finnið lækni sem vinnur á LHS og kannið hversu oft hann og læknanemar sem eru að vinna á spítalanum þá stundina fara upp í háskóla eða kennarar þaðan mæta á LHS.
Hvernig væri að einhver myndi hlusta á hvað starfsfólk LHS vill en ekki einhverjir "sérfræðingar" og opinberir starfsmenn hjá ríki og borg? Og kannski svona einu sinni líta til nágrannaþjóða okkar og kanna góðar lausnir og slæmar lausnir og nýta reynslu þeirra.
Mistök eru DÝR og við erum ekki að finna upp hjólið hérna!
Karl J. (IP-tala skráð) 14.3.2013 kl. 23:48
Eins og áður hefur komið fram hjá mér, fékk ég þau ráð, þegar ég fór til Noregs til að kynna mér spítalamálin þar að skoða og taka myndir af tveimur sjúkrahúsum og fá umsagnir um þau.
1. Sjúkrahúsið í Osló. Reist frá grunni. Besta í Evrópu og fyrirmynd um sjúkrahús.
2. Sjúkrahúsið í Þrándheimi. Bútasaumur gamalla og nýrra bygginga með tilheyrandi tengingum ofan og neðan jarðar. Víti til varnaðar.
Tvær umfjallanir um spítala hér:
Á læknaráðstefnu og fyrirlesarinn sérfræðingur í "bútasaumi" spítala sem bar auðvitað í bætifláka fyrir slíka aðferð.
Kastljós. Rætt við "sérfræðing". Og hvern haldið þið? Nú, en auðvitað þann sem hannaði "bútasauminn", vítið til varnaðar í Þrándheimi !
Ómar Ragnarsson, 15.3.2013 kl. 00:29
Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum á Vatnsmýrarsvæðinu 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.
Apríl 2007: Úttekt á framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar, bls. 64-65
Og enda þótt þessar upphæðir hafi ekki fylgt verðbólgunni hér á Íslandi hefur hún verið 64,2% frá ársbyrjun 2006, þannig að 74,5 milljarðar króna væru nú 122,3 milljarðar króna.
Þorsteinn Briem, 15.3.2013 kl. 00:42
Ítreka það. Hátæknisjúkrahúsið á Hólmsheiðina, byggt frá grunni eins og Ómar leggur til. Ef fársjúkum einstaklingum af lansdbyggðinn er treystandi til að skrölta ofan af heiðum sunnanlands niður í miðbæ höfuðstaðarins, vorkenni ég ekki hætis hót fullfrískum námsmönnum á besta aldri að ferðast þessa sömu leið frá Háskólasamfélaginu, enda ganga strætisvagnar þessa leið.
Dagur B Eggertsson ætlast örugglega til að aðkomu sjúklingarnir nýti þann valkost þegar þeir koma í bæinn, að taka strætó á spítalann, svo veruleikafyrrtur læknir sem hann er.
Benedikt V. Warén, 15.3.2013 kl. 08:43
Það hlýtur að vera til bullandi peningur þar sem ráðgert er að salta niður íbúabyggð á flugvallarsvæðinu, og svo ekkert mál að vippa upp hátæknisjúkrahúsi.
En....ekki nógur aur til að halda flugtengingu við landsbyggðina, nú eða halda uppi skurðstofum og fæðingardeildum sem þegar eru til.
Botna bara ekkert í þessu. Sorrý.
Jón Logi (IP-tala skráð) 15.3.2013 kl. 10:29
"Flugfélagið Ernir hefur beint áætlunarflug til Húsavíkur í dag kl. 15:00 og er áætluð lending á Húsavík 15:45.
Þetta er fyrsta áætlunarflug frá Reykjavík til Húsavíkur í 12 ár."
Fyrsta áætlunarflug frá Reykjavík til Húsavíkur í tólf ár
30.7.2012:
"Flugfélagið Ernir hefur ákveðið að halda flugi til Húsavíkur áfram allt árið um kring en upphaflega var áætlunarflugið, sem hófst í vor, tilraunaverkefni og átti að standa út september."
Flogið til Húsavíkur allt árið
Þorsteinn Briem, 15.3.2013 kl. 11:20
"Eyjaflug ætlar að hefja áætlunarflug á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja 12. desember næstkomandi og fljúga alla daga vikunnar nema laugardaga."
"Flugfélagið Ernir flýgur einnig áætlunarflug á þessari leið."
"Þá ætlar Eyjaflug að halda uppi flugi á milli Eyja og Bakkaflugvallar eftir þörfum."
Eyjaflug með áætlunarflug á milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur
Þorsteinn Briem, 15.3.2013 kl. 11:26
Steini þú hefur svo gaman af fréttum og tölum, kannaðu ríkisstyrki í innanlandsfluginu!
Bara til gamans þá er hérna gamla góða skýrslan frá KPMG.
Karl J. (IP-tala skráð) 15.3.2013 kl. 13:40
14.3.2013 (í gær):
"Katrín Júlíusdóttir, fjármálaráðherra, og Dagur B. Eggertsson, staðgengill borgarstjóra, undirrituðu samninginn, sem var samþykktur í borgarráði í morgun með öllum greiddum atkvæðum.
Samningurinn er svokallaður marksamningur og skuldbindur Reykjavík sig til að selja allar lóðir á markaði."
Reykjavík kaupir land í Skerjafirði
Þorsteinn Briem, 15.3.2013 kl. 13:52
Já Ómar, það er furðulegt þetta flugvallarmál. Virðist helst vera áhugamál örfárra borgarfulltrúa í Reykjavík, sem sjá í hillingum þétta byggð í Vatnsmýri, fulla af háskólanemum sem fara allar sínar leiðir á reiðhjólum. Engin virðis geta hugsað að hátækni sjúkrahúsi væri betur komið þar sem berta aðgengi ( sjúkrabíla og annarra bíla ) væri.Nei heldur skal þverskallast við og byggja upp Vatnsmýrina og flytja flugvöllin. Það má greinilega ekki athuga með breytingar eins og þú bendir á, því miður. Það er von mín að mistækt Alþingi haldi vellinum þar sm hann er. Steini Briem? nenni einfaldlega ekki að að lesa hans innleg með alskyns tilvísunum og rúlla því allment yfir þær.
Kjartan (IP-tala skráð) 15.3.2013 kl. 15:26
11.7.2012:
"Reykjavíkurborg fer með skipulagsvald á flugvallarsvæðinu og það verður innanríkisráðherra að virða eins og aðrir.
Þetta segir formaður borgarráðs sem telur að áætlanir um íbúðabyggð í Vatnsmýrinni standist og flugvöllurinn verði farinn þaðan árið 2024."
Segir innanríkisráðherra þurfa að virða skipulagsvald Reykjavíkur
Þorsteinn Briem, 15.3.2013 kl. 18:18
5.5.2009:
"Kauptilboð vegna lóða sunnan Sléttuvegar í Fossvogi voru í gær opnuð eftir að tilboðsfrestur rann út að viðstöddum áhugasömum bjóðendum.
Samtals bárust 1.609 tilboð frá 167 bjóðendum.
Hæsta tilboð í byggingarétt á lóð fyrir fjölbýlishús með 28 íbúðum var 369,6 milljónir króna.
Hæsta tilboð í byggingarétt tvíbýlishúss var 42,3 milljónir króna og hæsta tilboð í byggingarétt keðjuhúss (pr. íbúð) var 34,070 milljónir króna."
Reykjavíkurborg - Hæsta tilboð í byggingarétt á lóð fyrir fjölbýlishús með 28 íbúðum í Fossvogi um 370 milljónir króna
Þorsteinn Briem, 15.3.2013 kl. 22:06
FRÁBÆRAR fréttir af 28 íbúða blokkinni, hver einasta íbúð komin upp í 13,2 milljónir og ekkert búið að gera!
Karl J. (IP-tala skráð) 16.3.2013 kl. 16:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.