Katalónía, Baskaland, Flæmingjaland, Skotland og Brussel.

Washington District of Colombia er utan við ríki Bandaríkjanna og kannski vill yfirgnæfandi meirihluti Brusselbúa að borgin hljóti svipaða stöðu í Belgíu og Evrópu, ekki síst ef landið skiptist upp í tvö ríki.

Í borginni eru flest skilti með nöfnum bæði á flæmsku og vallónsku, en þó ekki öll, getur skapað misskilning og er stundum býsna fyndið hvernig skiltin geta verið þannig að engu er líkara en að staðurinn sem maður er á leiðinni til, eins og til dæmis Brusselflugvöllur, virðist hafa gufað upp.

Það er hreyfing víðar í Evrópu, svo sem á Spáni þar sem öflug sjálfstæðishreyfing hefur verið lengi í Baskalandi og vaxandi bylgja í Katalóníu.

Á Skotlandi er líka hreyfing sem erfitt er að átta sig á hvort muni ná árangri og hvort muni til dæmis hafa áhrif á veru Skotlands annars vegar og Englands hins vegar í ESB.

Vegna þess að engin sameiginleg þjóðtunga er töluð í Belgíu, var andsvar Gríms Thomsens snjallt og beitt þegar hann var í samkvæmi þar sem hann átti samtal við sendiherra Belgíu, sem spurði hvaðan Grímur væri.

Grímur svaraði honum um það og ljóst var á orðum sendiherrans fína að hann vissi að Ísland væri köld og hrjóstrug eyja með örfáa íbúa lengst úti í rassgati.

"Og hvaða mál talar fólk svo þarna úti á Íslandi?" spurði sendiherrann.

"Það talar belgísku" svaraði Grímur.      


mbl.is Brussel verði sjálfstætt borgríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þorði Grímur gamli ekki að svara öðruvísi, eða var þetta bara einhver minnimáttarkennd og afneitun í kallinum?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.3.2013 kl. 20:48

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Belgía liggur á mörkum germönsku og rómönsku Evrópu og skiptist á milli þessara menningarheima, þar sem í norðurhluta landsins, Flandri (Vlaanderen), er töluð hollenska, en í syðri hlutanum, Valloníu (Wallonie) er töluð franska.

Þýska er töluð í austurhluta landsins.

Brussel
, hin tvítyngda höfuðborg landsins, liggur í Flandri, nálægt mörkum að Vallóníu."

Belgía


"Auk þýsku, frönsku og hollensku sem eru ríkismál er fimm meginmállýskur að finna í Belgíu."

Vísindavefurinn - Belgía

Þorsteinn Briem, 23.3.2013 kl. 20:49

3 identicon

Bráðum fáum við víggirt svæði jafngilt þessum, ef tillaga gamals plötusnúðs verður samþykkt á Alþingi. Íslenskt mál fær að halda sér, með afbrigðum. Borgríkið mun eiga að nefnast Brusselshjáleiga, og mállýskan  heimska.

Almenningur (IP-tala skráð) 23.3.2013 kl. 22:24

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

78. gr. Sveitarfélög skulu sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða.

Tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveðnir með lögum, svo og réttur þeirra til að ákveða hvort og hvernig þeir eru nýttir."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 23.3.2013 kl. 22:34

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.3.2013 (í dag):

""Ég átta mig ekki á því hvaða heimildir Ásta Ragnheiður hefur fyrir því að taka skipulagsvöldin af borginni á einu allra vinsælasta svæði Reykjavíkur," segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í skipulagsráði Reykjavíkur."

Gísli Marteinn efast um að slíkt frumvarp standist stjórnarskrá Íslands en samkvæmt því fengi ráðherra skipulagsrétt á reitum sem ná allt í kringum þinghúsið frá Vonarstræti að Austurstræti og frá Aðalstræti að Lækjargötu.

"Borgin fer með skipulagsvaldið og Alþingi þarf bara að sætta sig við það eins og aðrir.""

Alþingi tekur ekki skipulagsvald af borginni

Þorsteinn Briem, 23.3.2013 kl. 22:58

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á þingi hlaðnir syndum snúðar,
svaðalegir allir lúðar,
Johnsen eins og tíu trúðar,
teppi stal þar innan búðar.

Þorsteinn Briem, 23.3.2013 kl. 23:26

7 identicon

Bravo, Steini Briem!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.3.2013 kl. 23:52

8 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Til að koma aftur að Brussel. Upplifun Ómars á sér skýringar. Það er enginn tilviljun að súrrealisminn varð að ríkjandi listastefnu í Belgíu (René Magritte t.d.). Eins og kemur fram í textanum af Vísindavefnum liggur Brussel í Flandri en rétt norðan við hina frönskumælandi Vallóníu (10 km). Fylkið Flandern gerir tilkall til Brussel og hefur allar sínar stofnanir þar. 90% - 95% borgarbúa hafa þó frönsku að móðurmáli.

Borgin er opinberlega tvítyngd. Hún er umkringd af Flandern á alla vegu. Velmegandi íbúar sem vilja búa í einbýli setjast að í úthverfum sem eru öll í Flandern. Þar eru öll önnur mál en hollenska stranglega bönnuð í opinberu lífi, jafnvel í hverfum þar sem nær allir eru frönskumælandi! Starfsmönnum sveitarstjórna er bannað að svara erindum munnlega eða skriflega á öðru máli.

Þess vegna hverfa líka öll skilti með frönskum staðarnöfnum í 10 km radíus í kring um borgina, aðkomumönnum til mikillar armæðu. Hver veit t.d. að bærinn Mons og Bergen (hollenska) er sami staður? Eða Courtray og Kortrijk. Eða stórborgin Liège sem á hollensku heitir Luik! Vonandi verður Brussel ekki næsta Sarajevo. Ég hef reyndar trú á því að húmor Belga forði þeim frá slíkum örlögum frekar en nærvera NATO og ESB.

Sæmundur G. Halldórsson , 24.3.2013 kl. 02:07

9 identicon

Upprunalega var sagan eitthvað á þessa leið:  Þeir ræddust við Grímur og Belginn.  Fannst þeim belgíska lítið til um Norðurlönd og þó sérstaklega allar eyjar lengst í norðri og lágkúrulegast af öllu var Ísland, enda hafði hann lesið sannar fréttir af þeim auma hundsskinnsútnára í frægum bókum, s.s. Blefken og öðrum þess nótar (má m.a. sjá sýnishorn af þeim fróðleik í Íslandsklukkunni þar sem óberstinn er að yfirheyra Jón Hreggviðsson um landshagi).  Þó vildi hann ekki hafa allt af eyjaskeggjum, enda sýndist honum Grímur jafnvel í mannsmynd, og spurði nokkurs um mannlíf norður þar.  Þar kom að hann spurði hvaða mál eyjaskeggjar töluðu.  „Við tölum íslensku, hina göfugu forntungu feðranna sem eitt sinn var allsherjarmál um öll Norðurlönd og jafnvel vestur um Bretlandseyjar“, kvað Grímur.  „Já, vitaskuld yfirstéttin, sem ég sé glögglega að þér tilheyrið.“, svaraði þá Belginn.  „En alþýðan, skríllinn?“  „Já, það fólk“, sagði Grímur.  „Það talar náttúrlega belgísku.“

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 24.3.2013 kl. 22:20

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk fyrir söguna alla og kórrétta, Þorvaldur. Mín kæra Anna Sigríður, þá var svar Gríms alger negla og mátulegt á hinn hrokafulla Belga, því að ekkert tungumál er til sem heitir belgíska.

Ómar Ragnarsson, 24.3.2013 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband