Var stærsti herflugvöllur í heimi.

Þegar Keflavíkurflugvöllur var tekinn í notkun er talið að hann hafi verið stærsti herflugvöllur í heimi, svo mikla áherslu lögðu Bandaríkjamenn á það að geta notað stærstu flugvélar þess tíma til þess að tryggja eins og frekast var unnt yfirráð í lofti yfir Norður-Atlantshafi.

Í upphafi stríðsins nægðu um 1200 metra langar flugbrautir stærstu flugvélum þess tíma.

Þetta breyttist hratt í stríðinu þegar stærstu flugvélarnar urðu þrefalt þyngri, með nær tvöfalt aflmeiri hreyflum og hleðslan á vængina jókst um helming.

Þetta kallaði á meira en tvöfallt lengri flugbrautir, ekki síst á flugvelli eins og Keflavíkurflugvelli, þar sem flugleiðirnar frá vellinum voru langar.

Keflavíkurflugvöllur var svo mikilvægur hernaðarlega að öll önnur hernaðarmannvirki á Norður-Atlantshafi bliknuðu í samanburðinum.

Upp komu hugmyndir með að byggja annan flugvöll til þess að dreifa áhættunni, og kom Geitasandur á Rangárvöllum einkum til greina. Aldrei varð þó úr því og áhugi Íslendinga á því var enginn.

Ýmislegt bendir til að ef til kjarnorkustyrjaldar hefði komið hefði Keflavíkurflugvöllur orðið eitt af allra fyrstu skotmörkum Sovétmanna og verið þegar í stað varpað á hann kjarnorkusprengju.

Þá hefði það allt verið komið undir vindátt hver afdrif fólks á þéttbýlasta svæði landins hefðu orðið.

Það var ekkert smáræðis mannvirki og mikilvægt sem Íslendingar fengu að gjöf í stríðlok enda kostaði völlurinn sitt.

Er þar ólíku saman að jafna, honum og næst stærsta flugvelli landsins hvað samanlagðar brautarlengdir snertir, en það er Sauðárflugvöllur á Brúaröræfum, sem hugsaður er sem varaflugvöllur fyrir Fokker F50 og sambærilegar flugvélar, ef þær skyldu lenda á vanda á leið yfir norðausturhálendið.


mbl.is Sjötugur flugvöllur slær met
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Annars leiðist mér að sjá í fréttinni tekið fram að öldungurinn hafi slegið nýtt met.  Venjulega er gamla metið slegið og þar með er nýtt met sett.  Nema metið sem slegið var hafi verið alveg splunkunýtt þegar enn nýrra var sett?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 23.3.2013 kl. 09:59

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hefðu Bretar byggt flugvöll á Geitasandi íá Rangárvöllum fremur en í Kaldaðarnesi, þá væri sá flugvöllur að öllum líkindum enn í notkun. Þarna eru norðlægar áttir ríkjandi og aðflug og sennilega allar aðstæður betri en í Kaldaðarnesi. En lengra hefði verið um aðdrætti, sjóleiðin með öllu móti lokuð og landflutningar frá Reykjavík lengri.

Þessi flugvöllur á Geitasandi hefði í dag verið mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf á Suðurlandi. Ferðaþjónusta er smám saman að verða að aðalatvinnuvegi Íslendinga, a.m.k. yfir sumartímann þegar sjávarútvegur er í lágmarki. Nú í dag hespa bændur heyskap á örfáum vikum, oft aðeins örfáir sem áður var mjög mannfrekt og tók lungann af sumrinu, sérstaklega á því úrkomumikla Suðurlandi þar sem oft hafa verið erfiðleikar við þurrkun töðu.

Fyrr eða síðar verður að byggja nýjan alþjóðaflugvöll á Suðurlandi. Geitasandur kemur til greina en ennfremur Skaftáreldahraun. Kosturinn við þann stað er að þar er um hálftíma skemur flug til meginlands Evrópu sem skiptir töluverðu máli.

Kannski ætti að rannsaka beri þessi atriði betur en þessi ofuráhersla á nýjan innanlandsflugvöll á Hólmsheiði. Líklegt er að við þurfum fleiri flugvelli innan næsta aldafjórðungs eða svo. Egilsstaðaflugvöllur er einnig mjög góður en spurning um Akureyri. Sennilega þætti Akureyringum nóg af allri traffíkinni ef þangað yrði beint reglulegum flugsamgöngum frá Evrópu.

Við erum að horfa fram á að í nánustu framtíð leggi meira en milljón ferðamanna leið sína hingað til lands. Keflavíkurflugvöllur er nú í dag nokkuð vel umsetinn. Stundum eru allt í 20 lendingar á sama klukkutímanum og mikil örtröð á vellinum þegar mest er þar um að vera. Aldrei var gert ráð fyrir svo mikillri aukningu enda stjórnvöld allt of upptekin lengi vel að semja við álbræðslur og virkjanir, oft á fremur barnalegan hátt.

Greinilegt er að unnt er að byggja atvinnulíf á ferðaþjónustu, jafnvel með minni tilkostnaði en virkjunum og stóriðjudraumum.

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 23.3.2013 kl. 10:37

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Arlanda Airport was used by 19 million passengers in 2012, with 14 million international passengers and 5 million domestic."

Stockholm Arlanda Airport


8.6.2012:


"Fjöldi farþega um Leifsstöð er nú um 2,3 milljónir farþega á ári en verður líklega á bilinu 3 til 6 milljónir á ári árið 2030."

Hugmyndir um nýja flugbraut á Keflavíkurflugvelli


"In 2014 or 2015, the current terminal will be enlarged or a new one will be built.

There are also plans to add a third runway."

Keflavík International Airport

Þorsteinn Briem, 23.3.2013 kl. 13:23

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.12.1979:

"Í þessum umræðum kom í ljós að herinn lét ekkert af mörkum til almannavarna hér á landi, sem þó hafði verið samið um í upphafi.

Eina húsið í bænum
, sem nokkurn veginn væri öruggt skjól í, væri kjallari Morgunblaðshússins, en þar er vart skjól fyrir fleiri en þingflokk Sjálfstæðisflokksins og ritstjóra Morgunblaðsins."

Aronska og ættjarðarást

Þorsteinn Briem, 23.3.2013 kl. 13:38

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.3.2013:

"Birnirnir voru helstu sprengjuflugvélar Sovétríkjanna, þær voru sífellt á ferðinni meðfram landamærum hins mikla ríkis og báru iðulega kjarnorkuvopn.

Sjálfsagt hafa kjarnorkuvopn stundum verið með í för þegar Björninn brá sér út á Atlantshaf til að sveima kringum landið."

Var treyst fyrir atómbombum Sovétríkjanna en afgreiðir nú á McDonald's

Þorsteinn Briem, 23.3.2013 kl. 13:53

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Steini Briem er að auglýsa sig hér sem mann sem virðist ekki í jafnvægi eða er einfaldlega svo illa upplýstur, að það háir honum tilfinnanlega.

Staðreynd er það, sem Ómar segir hér um þennan stærsta herflugvöll heims á þeim tíma. Ennfremur hitt líka, að 5. október 1946 GÁFU Bandaríkjamenn okkur þennan afar verðmæta flugvöll, auk þess að annast hér ókeypis landvarnir Íslands næstu 60 árin.

Höfðum við gríðarlegar tekjur af starfsemi Varnarliðsins hér á landi og þar að auki velvild Bandaríkjastjórnar í sambandi við viðskipti okkar vestanhafs.

En það er í takti við frétta- og söguritun kommúnista og nytsamra sakleysingja þeirra um þessi mál að gera á einhvern hátt lítið úr framgöngu Bandaríkjamanna hér á landi.

Jón Valur Jensson, 23.3.2013 kl. 14:32

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

25. október 1946 átti þetta að vera.

Jón Valur Jensson, 23.3.2013 kl. 14:34

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Ekki vantar nú gífuryrðin
af þinni hálfu, frekar en fyrri daginn.

Hélt því einhver fram hér að Íslendingar hefðu engar tekjur haft af bandaríska (og breska) hernum hér á Íslandi?!

Margir Íslendingar vildu að bandaríski herinn legði meira af mörkum til íslensks samfélags, ekki síst vegna þess að herinn væri hér til að verja Bandaríkin.

Bandaríski herinn er úti um allar heimsins koppagrundir til að verja eigin hagsmuni en ekki til dæmis íslenska.

Rétt eins og breski herinn kom hingað til Íslands í Seinni heimsstyrjöldinni til að gæta breskra hagsmuna en ekki íslenskra.

Enda sást undir iljarnar á bandaríska hernum þegar hann hafði sjálfur ekki hag af því að vera hér lengur árið 2006.

Þrátt fyrir að Davíð Oddsson grátbæði bandarísk stjórnvöld um það.


Íslenskir vinstrimenn vildu hins vegar margir hverjir að bandaríski herinn færi sem fyrst héðan frá Íslandi en ekki að hann færi að leggja hér meira af mörkum.

Herflugvélar frá nokkrum ríkjum, sem aðild eiga að Atlantshafsbandalaginu (NATO), þar á meðal Bandaríkjunum, hafa hins vegar komið hingað til Íslands undanfarin ár til æfinga í nokkrar vikur á ári, að beiðni íslenskra stjórnvalda, enda er Ísland í NATO.

Þessi ríki hafa sjálf hag af þessum æfingum og að þekkja þokkalega vel til aðstæðna hér á Íslandi.

En þetta er að sjálfsögðu allt mjög kommúnískt í þínum augum.

Þorsteinn Briem, 23.3.2013 kl. 15:51

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

George W. Bush og Davíð Oddsson í Hvíta húsinu í júlí 2004.

Þorsteinn Briem, 23.3.2013 kl. 15:54

10 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Svolítið skrýtið að tala um þetta sem gjöf.Var hann ekki bara skilinn eftir vegna þess að það var svo erfitt að taka hann með sér?

Jósef Smári Ásmundsson, 23.3.2013 kl. 18:34

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

29.7.1981:

"Stjórn Sovétríkjanna hóf nýja umferð í kjarnorkukapphlaupinu í fyrra þegar hún byrjaði að koma fyrir meðaldrægum SS-20 kjarnorkueldflaugum, sem ná til Kína og Evrópu, þar á meðal Íslands, en ekki til Bandaríkjanna.

Búizt er við, að um miðjan þennan áratug verði um 750 slíkum kjarnaoddum beint gegn Evrópu og Kína, hverjum um sig með afli 30 Hiroshima kjarnorkusprengja.
"

Þorsteinn Briem, 23.3.2013 kl. 19:36

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Það var dýrlegur sumarmorgunn 6. ágúst og ég var að leggja af stað í skólann.

Þegar ég kom fram í stigaganginn sundraðist allt umhverfis mig í ægibjörtu ljósi.

Allt hrundi í kringum mig og ég grófst undir spýtnabraki og glerbrotum.

Þegar ég kom aftur til meðvitundar hélt ég að komin væri nótt því niðamyrkur var en ég gat greint sólina sem hvíta kúlu.

Og á leiðinni brott sá ég skaðbrennd lík liggja eins og hráviði í skólagarðinum.
"

Kjarnorkuárásirnar á Hiroshima og Nagasaki


"... hverjum um sig með afli 30 Hiroshima kjarnorkusprengja.
"

Keflavíkurflugvöllur er í um 32ja kílómetra fjarlægð frá Reykjavík í beinni loftlínu.

"Algengustu vindstefnur á Keflavíkurflugvelli eru NNA og SA en SV-lægra átta gætir þar einnig."

Þorsteinn Briem, 23.3.2013 kl. 20:23

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kjarnorkusprengju varpað á Hiroshima:

"The radius of total destruction was about one mile (1.6 km)."

Atomic bombings of Hiroshima and Nagasaki


"... hverjum um sig með afli 30 Hiroshima kjarnorkusprengja.
"

Þrjátíu sinnum 1,6 kílómetrar er 48 kílómetra radíus en Keflavíkurflugvöllur er í um 32ja kílómetra fjarlægð frá Reykjavík í beinni loftlínu.

Og um 43 kílómetrar eru frá Keflavíkurflugvelli að Akranesi í beinni loftlínu.

Þorsteinn Briem, 24.3.2013 kl. 01:05

14 identicon

Sovétmenn voru með miðunarpunkta á Ísland. Þetta kom í ljós eftir lok kalda stríðsins, og var Íslenskur blaðamaður alveg hlessa þegar hann hnaut um þetta austur í rússíá.
Þeir nefnilega reiknuðu ekki með að splæsa kjarnaoddi á KEF, heldur á Reykjavík.
3ja punkta system.

Og Steini.....væntanlega hefur þú tekið með í reikninginn að þessir 2 glampar, - Hiroshima og Nagasaki, þýddu snögg endalok í Stríðinu við Japan. Til að setja hlutina í samhengi, þá kostaði tuskið á Okinawa fleiri mannslíf en árásin á Hiroshima, og við fall Manilla slátruðu Japanir fleiri heimamönnum en féllu í Nagasaki.
Áætlun um hernám Japans á hefðbundinn hátt var byggð á gögnum úr Kyrrahafsstríðinu, sérstaklega Iwo Jima og Okinawa. Sú gerði ráð fyrir mannfalli upp á allt að milljón bandmanna megin, og 4-5 Japana megin. Varlega áætlað.

Jón Logi (IP-tala skráð) 24.3.2013 kl. 07:36

15 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Jón logi,það að Sovétmenn hafi verið með miðunarpunkta á Ísland ætti ekki að koma neinum á óvart,ekki einusinni herstöðvaandstæðingum.Þetta var nú aðal rökin hjá þeim fyrir að herinn færi burt,þessi hætta á að rússarnir myndu varpa sprengju á okkur,ekki vegna þess að  þeim væri svo illa við okkur heldur bandaríkjamenn.Kalda stríðið var milli Sovétmanna og bandaríkjamanna,ekki íslands og sovétríkjanna.Bandaríkjamenn voru með herstöð hér vegna eigin hagsmuna,betri stöðu í stríðinu gegn Sovét.Þetta var stöðubarátta eins og á skákborðinu.Ef bandaríkjamenn hefðu ekki komið hefðu Sovétmenn örugglega gert það og þá hefði komið í hlut Steina Briem(afsakaðu steini,bara dæmi) að þakka gjöfina frá Sovétmönnum.Bandaríkjmenn"gáfu" okkur fleira,fullt af ruslafgöngum upp á hálendinu.Þegar ég hef stundum fengið efnisafganga gefins frá vinnuveitandanum þá hef ég bara stundum orðað það þannig að ég væri að minnka urðunarkostnaðinn hjá honum,og mjög sennilega er þetta beggja hagur,eins með herflugvöllinn.Hvað höfðu bandaríkjamenn að gera við flugvöllinn þegar þeir voru farnir.Selja hann? Varla heilbrigð  hugsun verandi á íslensku landi í 40 ár og notað landið í eigin þágu.Að tala um það að þetta hafi verið góðverk að vera með herstöð hér og flugvöll er einfaldlega heimska.Komið nú upp úr skotgröfunum og hættið þessum hélvítis kaldastríðshugsunarhætti.

Jósef Smári Ásmundsson, 24.3.2013 kl. 09:06

16 identicon

Atómsprengjan Little Boy, sem áhöfnin á Enola Gay varpaði úr 31 þúsund feta hæð yfir Hiroshima 6. ágúst 1945 hafði að geyma 64 kg af Uranium 235. Sprengjan féll í 43 sekúndur áður en hún sprakk í 2000 feta hæð yfir borginni. Aðeins 1.7% af málminum, eða l kg, breyttist í orku. Hvernig má það vera að eitt kíló af sprengiefni geti haft slíkan kraft?

Svarið átti Albert Einstein: E = mc2.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.3.2013 kl. 10:12

17 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Velti fyrir mér hvað Steini Briem á við er hann segir að "Í þessum umræðum kom í ljós að herinn lét ekkert af mörkum til almannavarna hér á landi"...

Veit ekki betur en að herinn hafi komið að mörgum verkefnum er snúa að almannavörnum, oftast í formi æfinga sem betur fer.

Með kveðju

Ólafur Björn Ólafsson, 24.3.2013 kl. 10:22

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ólafur Björn Ólafsson,

Ég vissi ekki að ég héti Páll Finnbogason.

Hins vegar kom ég oft í kjallara Morgunblaðshússins við Aðalstræti, þar sem ég var blaðamaður á Morgunblaðinu.

Þorsteinn Briem, 24.3.2013 kl. 11:02

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

22.9.2009:

"En viti menn, fyrir um 40 árum átti ég erindi í "Höllina" í leit að "kjarnorkubyrgjum" fyrir Reykvíkinga.

Kom í ljós að "pappírskjallarinn" í Morgunblaðshöllinni var með hæsta s.k. "Protection Factor" sem fundist hafði í Reykjavík eða um 240.000."

Guðjón Petersen fyrrverandi framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins - Morgunblaðið frá Austurstræti í Hádegismóa

Þorsteinn Briem, 24.3.2013 kl. 11:30

20 identicon

Jósef Smári:

Ég held þú hafir misst af punkti mínum.  Sá var, að kjarnaoddum USSR var miðað á borgina, og hefði slíkt steikt mestalla þjóðina á augabragði. En ekkiruggað við bækistöðUSA á Keflavík. Hernaðargeta þeirra hefði þar verið að öllu óskert!!!!

Jón Logi (IP-tala skráð) 24.3.2013 kl. 11:41

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Logi:

Þetta atriði kemur þessu máli ekki við:


"Og Steini.....væntanlega hefur þú tekið með í reikninginn að þessir 2 glampar, - Hiroshima og Nagasaki, þýddu snögg endalok í Stríðinu við Japan."

Þú týnir þér oft í þessum sjúklega hernaðaráhuga þínum og notar þar orð sem eru engan veginn viðeigandi, eins og til dæmis "glampar".

Þar að auki er aldrei réttlætanlegt að drepa börn til að bjarga eigin skinni.

Hér er verið að fjalla um áhrif kjarnorkueldflaugar sem Sovétmenn hefðu skotið á Keflavíkurflugvöll, þrjátíu sinnum öflugri en kjarnorkusprengjan sem varpað var á Hiroshima.

Litlu máli hefði skipt fyrir Keflvíkinga eða Reykvíkinga hvort slíkri kjarnorkueldflaug, eða eldflaugum, hefði verið skotið á Keflavík eða Reykjavík.

Þorsteinn Briem, 24.3.2013 kl. 12:25

22 identicon

Minn "sjúklegi hernaðaráhugi" hefur leitt til þess að þekking mín á ýmsu því tengdu hefur byggst upp.
Hvað heldur þú svo að margir óviðeigandi dauðar barna hefðu átt sér stað í hefðbundnum hernaði við Japani, eins kolklikkaðir og þeir uppförtuðu sig?
"Glampi" var mín þýðing á orðinu "flash". Nokkrum dögum síðar var seinna stríði lokið. Ekkert fallegt við þetta, en ekkert fallegt í stöðunni. Nema þú hafi lykilinn að sögulegri lausn Mr. Briem.
Og svo vanmetur þú í endann "blast radius" og fjarlægðina á milli. Höfuðatriðið er að Keflavík var EKKI einu sinni skotmarkið, en það sem hernaðarlega var mikilvægast að hæfa. Aðalatriði Sovétmanna virðist hafa verið mælt í mannslífum, og sú taktík var ekki ný á þeim bæ.
og svona fyndið p.s. Kallinn sem er að taka í spaðann á Bush á mynd ofar í þráðnum hitti ég í gær. Hann tók mig uppí á puttanum eins og miskunarsömum samverja sæmir.

Jón Logi (IP-tala skráð) 24.3.2013 kl. 13:46

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Logi,

Þeir sem varpa sprengjum á borgir voru, eru og verða vesalingar.


Og þá gildir einu hvort um er að ræða London, Dresden eða Hiroshima.

En af þessu öllu ert þú stórhrifinn af, dauða og limlestingum.


Faðir minn og föðurbróðir störfuðu báðir á Keflavíkurflugvelli og Sovétmenn höfðu miklu meiri áhuga á flugvellinum en Reykjavík, enda "báðu" þeir föðurbróður minn um að stunda þar njósnir.

Annars "kæmi eitthvað fyrir" fjölskyldu eiginkonu hans í Sovétríkjunum.

Föðurbróðir minn sagði hins vegar Bandaríkjamönnum frá öllu því sem Sovétmenn höfðu áhuga á að vita varðandi Keflavíkurflugvöll.

Þar að auki bjó hann um tíma í Sovétríkjunum og sjálfur hef ég búið í Rússlandi.

En allt þykist þú vita um annað fólk og í hvaða "tuski" það hefur lent í heiminum.

Þorsteinn Briem, 24.3.2013 kl. 15:44

24 identicon

Leggðu mér ekki til hugsabir Mr.Briem, reyndu frekar að færa fram þína eigin.
Miðunarpunktar USSR voru á Reykjavík, ekki á Miðnesheiðina. Jafnvel 20 mt skeyti dugar ekki til að bíta almennilega á Hernaðarmannvirki upp á Miðnesheiði, en vel til að slátra nær Öllum Reykvíkingum. Þessi staðreind kom því verulega á óvart.
Leggðu nú svo til hvernig Bandamenn gátu lokið stríðinu við Þjóðverja og svo Japani. Með uppgjöf kannski?

Jón Logi (IP-tala skráð) 25.3.2013 kl. 08:33

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jón Logi, segðu okkur betur frá þessum upplýsingum austur í Rússíá.

Jósef Smári, Bandaríkjamenn notuð völlinn í 60 ár, eftir að þeir gáfu okkur hann. Og þeir borguðu m.a.s. stóran hlut í Flugstöð Leifs Eiríkssonar (enn eitt dæmið um Aronskuna hér, þ.e. sníkjumennskuna).

Steini, lestu Val Ingimundarson í stað þessarar sjálfumgleði þinnar. Þú hefðir nú eitthvað sagt til að hæla Evrópusambandinu, ef það hefði átt hér í hlut. En það er nú alls vesalt í varnarmálum -- ennþá, þótt það langi til að komast yfir flotastöðvar Breta, hvað þá annað. Frammistaða Hollendinganna í Srebrenica er dæmigerðari fyrir Esb-lönd á því sviði, sem og linnulausar loftárásir á hálf-varnarlausa Líbýu.

Vitaskuld voru Bandaríkjamenn að verja sjálfa sig. En það gátu þeir ekki í þessu tilfelli án þess að verja okkur um leið.

Og reyndu ekki að neita því, að Esb. ætlar sér, SEM SLÍKT, að hervæðast.

Jón Valur Jensson, 25.3.2013 kl. 23:39

26 identicon

Jón Valur: Þetta er nú svo auðmjúkt, að þetta eru upplýsingar úr Mogganum frá því stuttlega eftir hrun. Það var heljar grein um opnar upplýsingar í Moskvu að ég held, - greinarhöfundur barasta rambaði á þetta, og gat "flett" sig í gegnum miðunarpunkta út og suður. Það mun þó vera nokkur vinna að finna þetta.
Blaðamaður var líka alveg steinhissa. Einn punkturinn var Öskjuhlíðin muni ég rétt.
En enginn punktur á Keflavík.

Það verður þó að segjast að stefnan í mögulegu kjarnorkustríði var útrýming á sem mestu fólki á báða bóga, og Bandaríkjamenn höfðu ekki langdrægar flaugar á miðnesheiði, á meðan mannfjöldatala (háar tölur=vinsælar f. kommissara) er náttúrulega mest í Rvík.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 27.3.2013 kl. 12:49

27 Smámynd: Jón Valur Jensson

Aha, en ég veit ekki, hvort ég get treyst þessu, þú manst það ekki einu sinni skýrt.

Jón Valur Jensson, 29.3.2013 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband