"Alþjóðlegir fjárfestar bíða þangað til sést til sólar."

Ofangreind orð mælti forstjóri Landsvirkjun hvað eftir annað á haustfundi fyrirtækisins, þegar hann lýsti fjárfestingarumhverfinu sem Landsvirkjun er í á alþjóðlegum vettvangi.

Samkvæmt lýsingu hans bíða hugsanlegir fjárfestar ekki aðeins eftir því að gjaldeyrishöftum, verðbólgu og afleiddu aumingjastandi krónunnar linni, heldur líka eftir því að "sjái til sólar" vegna hinnar alþjóðlegu peningakreppu. 

En hér ríkja draumórar um ríka útlendinga sem komi hingað í hrönnum um leið og ný ríkisstjórn taki við völdum sem muni "koma hjólum atvinnulífsins af stað" og skapa stórfellda atvinnuuppbyggingu og nýtt gróðæri a la 2007.

Verkefni nýrrar ríkisstjórnar eigi að verða að standa við loforð sumra framboðanna nú um erlend fjárfesting streymi til landsins um leið og þau nái völdum.

Augljóslega getur það ekki gerst á meðan hér eru gjaldeyrishöft og verðbólga sem gerir krónuna ónýta, nema við förum að eins og fátækustu þjóðir heims, þegar þær falla á kné og bjóða alþjóðlegum fyrirtækjum "lægsta orkuverð í heimi" með mestu hugsanlegum fríðindum og ívilnunum og "sveigjanlegu mati á umhverfisáhrifum" eins og gert var 1995.   

 

 


mbl.is Draumórar um ríku útlendingana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bíðum þar til sést til sólar,
senn hér aftur 007,
Sigmundur nú sveittur gólar,
svínin fleiri, me og mö.

Þorsteinn Briem, 24.3.2013 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband