Af hverju að spara vélaraflið?

Sérfræðingar hafa reiknað það út að með því að nýr Herjólfur risti mun minna en núverandi skip og taki ölduhreyfingar þar af leiðandi minna á sig, sé hægt að komast af með helmingi aflminni vélar og viðhalda samt stjórngetu skipsins. 

En þrátt fyrir aflmiklar vélar núverandi skips, sem sagt er að bjargað hafi því sem bjargað varð í óhöppum, sem það hefur orðið fyrir, hefur það ekki dugað til að forða því frá að rekast utan í eða taka niðri.

Sú spurning vakna því hvers vegna ekki sé hugað að því að skapa nýju skipi umframgetu hvað vélarafl snerti, þótt það kunni að kosta eitthvað meira í eldsneytiseyðslu, því að hvert óhapp er dýrt og ekki á að slá af kröfum um mesta mögulega öryggi, þegar verðmæti og mannslíf eru annars vegar.  

Sé vélaraflið vel í lagt á venjulegri siglingu ætti að vera hægt að skapa mótvægi við því með því að keyra alla jafna á lægra hlutfalli hámarksafls en á minni vélum. Stærri vélar eru að vísu dýrari og væntanlega þyngri og kalla á einhverja aukastyrkingu skipsins til að það þoli það, en það ætti að vega minna en öryggiskröfurnar. 

Viðfangsefnið er þekkt í flugvélum. Þar getur ákveðin vélarstærð reynst vera nóg í venjulegu flugi frá góðum flugvöllum við venjulegar aðstæður, en síðan geta komið fyrir erfiðari aðstæður fyrir notkun vélarinnar, þar sem aukins vélarafls er þörf, til dæmis í flugtaki og þörf á klifurgetu vegna fjallendis og hindrana.

Þá geta menn brugðist við meiri eyðslu með því að keyra í venjulegu flugi t. d. á 55% afli í stað 65% afls og fengið út svipaðan farflughraða og eyðslu á flogna vegalengd.  


mbl.is Straumar valda Herjólfi erfiðleikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Johnsen vildi grafa göng,
með gati báðu megin,
ansi hefðu orðið þröng,
en Árni er hinsegin.

Þorsteinn Briem, 24.3.2013 kl. 19:42

2 identicon

Þessi er til sölu.

http://en.wikipedia.org/wiki/File:MV_Susitna_-_Catamaran_Ice_Breaking_Ferry_for_Alaska.jpg

Þorfinnur (IP-tala skráð) 25.3.2013 kl. 00:00

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Miðað við gang mála út frá þessari höfn þá mætti ætla að allir sem að skipuleggingu vegna hafnarinnar eftir að hún varð að veruleika og byggingu hennar séu ekki með fullu ráði!

Sigurður Haraldsson, 26.3.2013 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband