Tvær af fyrirmyndum mínum: Dagfinnur og Magnús Norðdal.

Tvær af fyrirmyndum mínum síðustu árin eru gömlu flugstjórarnir Dagfinnur Stefánsson og Magnús Nordal. Mér finnst langt síðan ég hóf flugnám fyrir réttum 47 árum, hinn 29. mars 1966, en Dagfinnur Stefánsson hóf sitt nám 21 ári fyrr og er enn í fullu fjöri.

Dagfinnur fékk frá mér Dornier Do 27 flugvél fyrir 22 árum þegar ég gafst upp á að reka hana vegna stórviðgerðar, sem hún stefndi í, en hún bar einkennisstafina TF-FRÚ í fjögur ár. Hann notaði hluti úr mínum Dornier til að fullgera aðra vél af sömu gerð.

Á tímabili átti ég vél af gerðinni Piper PA 12 Super Cruiser, TF-GIN; sem góðir menn á Selfossi keyptu af mér 1991 og hafa gert glæsilega upp eins og sést á meðfylgjandi mynd. IMG_3833Þá var ég búinn að kaupa í hana kraftmeiri hreyfil og flapa á vængina og nú er hún alger draumaflugvél.

Vélin, sem Dagfinnur er nú að byrja að fljúga á er mjög svipuð en með enn aflmeiri hreyfil og fullkomnari búnaði á vængjum auk stórra hjólbarða. Hún er mun einfaldari og miklu ódýrari í rekstri en Dornier vél, liprari í snúningum og auðveldari í stjórn.

Sé Dagfinnur enn með ólíkindum hress er Magnús Norðdal það ekki síður, því að jafnvel þótt hann sé kominn vel á níræðisaldur er hann líkast til enn besti listflugmaður landsins!

Hann er viðundur að þessu leyti, því að mjög mikla líkamlega og andlega færni þar til að fljúga eins og Magnús gerir.

Bestu listflugmenn heims eru ungir og fara í harðar líkamsrækt oft í viku, jafnvel daglega.

Dagfinnur og Magnús eru stórkostlegar fyrirmyndir fyrir fólk á öllum aldri sem vill nýta líf sitt sem lengst og best.


mbl.is Nálgast nírætt á nýrri flugvél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Afar margar átt hann frúr,
öllum hefur verið trúr,
kallinn hann fer í og úr,
á því er ég nokkuð sjúr.

Þorsteinn Briem, 28.3.2013 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband