"Aðrir flokkar" eru þriðji stærsti hópurinn.

Þau framboð, sem falla undir samheitið "aðrir flokkar" hafa samtals 13,2% fylgi sem er þriðji stærsti stjórnmálalegi hópur kjósenda, stærri en Sf, Björt framtíð og Vg.

En svo er að sjá að fólk láti sér það vel líka að 13,2% kjósenda þurfi að sæta því að vera í raun svipt rétti til að hafa áhrif á stjórn landsins með atkvæðum sínum, sem samanlagt myndi skila 8 - 9 mönnum´á þing.

Þetta þýðir í raun að Sjöllum og Framsókn myndi duga um fylgi um 44% kjósenda til að fá meirihluta þingmanna. Mikið lýðræði það !  


mbl.is Framsókn með 28,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Sammmála þér að þetta er ekki lýðræði.Var að benda fólki á að fara í samstarf en það eru margir Kóngar sem hugsa bara um sig.Þessar flokkar gætu einfaldlega kosið sín á milli fyrir aðalkosningar(forkosningar) og málið er leyst.

Jósef Smári Ásmundsson, 28.3.2013 kl. 19:04

2 Smámynd: Tryggvi Helgason

Þetta er alveg hárrétt hjá þér Ómar. Ég skildi vel sárindi þín, hérna um árið, þegar þinn flokkur fékk í-tæp fimm prósent atkvæða, en fékk engan mann kjörinn þrátt fyrir mikinn fjölda atkvæða.

Svona lagað er megnaðasta óréttlæti og ekki í neinu samræmi við lýðræðislegar kosningar, þar sem fjöldi atkvæða, á bak við hvern frambjóðanda, ræður úrslitum. Það þekkist, - (og hefur gerst t.d. í BNA), - að eitt atkvæði réði úrslitum um það hvor tveggja frambjóðenda náði kosningu. (Og í þeim tilfellum var endurtalið aftur og aftur, en þetta eina atkvæði "hékk" á sínum stað, hvað sem tautaði og raulaði).

Ég tel, - það er að segja, að það er að mínu mati, - að fimm prósent reglan séu ólög og standist ekki, hvorki stjórnarskrána né heldur önnur kosningalög.

Þetta þarf því snarlega að afnema og mér finnst að einhver nýju framboðanna eigi að höfða mál og krefjast þess að þetta verði leiðrétt og fellt út. Og fáist ekki jákvæð svör strax, þá verði þess krafist að málið fari fyrir Hæstarétt og þess jafnframt krafist að dómur Hæstaréttar liggji fyrir, ... tímanlega fyrir næstu kosningar.

Tryggvi Helgason, 28.3.2013 kl. 19:24

3 identicon

Staðreyndin er að þjóðin vil óbreytt ástand þ.a.s. meirihluti þjóðarinar vil áfram gömlu flokkanna við völd. Næst verða það Framsóknar -og Sjálfstæðismenn sem fara með prókúru Fjórflokksins.

Svona virkar lýðræðið  hvort sem maður er sáttur eða ei með niðurstöðuna.

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 28.3.2013 kl. 19:44

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd í 54 ár, um 80%, af þeim tíma sem liðinn er frá stofnun lýðveldis hér á Íslandi.

Og Sjálfstæðisflokkurinn hefur væntanlega talað niður gengi íslensku krónunnar mest allan þennan tíma.

Þessi gríðarlega langi valdatími endaði með gjaldþroti íslensku bankanna og Seðlabanka Íslands haustið 2008.

Ríkisstjórnatal


Og hversu margar þjóðaratkvæðagreiðslur voru haldnar hérlendis
1945-2009, í 65 ár??!!

Svar: Engin!!!

Þorsteinn Briem, 28.3.2013 kl. 21:05

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég er ekki sammála þér Baldvin að fólk vilji óbreytt ástand.Það eru 13,2 % sem kjósa þessa "Aðrir flokkar" þrátt fyrir það að þeir verða svolítið útundan í skoðanakönnunum.Ekki minnst á hvaða flokkar þetta eru og svo fá þeir engan mann.Ætti að slá á áhuga fólks.Síðan er stærri hluti en áður hefur gerst sem ætla ekki að kjósa eða skila auðu.Það og svo þessi mikli fjöldi framboða sínir það að fjöldi fólks er bullandi óánægt með flokkakerfið og hvernig þessir gömlu flokkar hafa staðið sig.Og Tryggvi,þessi 5000 regla er langt frá því að vera sanngjörn.Það eru sennilega ekki nema 150000 sem eru á kjörskrá og ef við deilum 62 í þá tölu kemur út nálægt 2500 sem ætti að vera á bak við hvern fulltrúa.

Jósef Smári Ásmundsson, 28.3.2013 kl. 23:00

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Aðeins í þremur löndum Evrópu er 5% regla, Þýskalandi, Tyrklandi og Íslandi.

Í Þýskalandi af ótta við nýnasista, í Tyrklandi af ótta við öfga múslima og á Íslandi af ótta við..., ja ótta við hvað ?

Ringulreið vegna ótal smáflokka. Nei, 1,6-1,7% þröskuldurinn, sem væri sjálfkrafa hér á landi ef ekkert ákvæði væri um þröskuld, er alveg nógu hár og nálægt þeim 2,5% sem eru þröskuldur í Danmörku.

Ástæðan er sú að þingmenn á Íslandi eru svo miklu færri en á öðrum þjóðþingum, þar sem þingmenn eru margfalt fleiri og því þarf margfalt minna prósentufylgi til að koma mönnum á þing.

Af þessum sökum er ekki sama ástæðan fyrir hækkuðum þröskuldi hér á landi.

Er það réttlátt að hver 1,6% atkvæða skili stærri flokkunum einum þingmanni, en að það þurfi 5% til að minni framboð komi manni að?

Í tilfelli Íslandshreyfingarinnar 2007 hefði 3,3% fylgi skilað 2 mönnum á þing ef þessi ósanngjarni þröskuldur hefði ekki verið. Og meira að segja hefði nægt að Reykjavík hefði verið eitt kjördæmi en ekki tvö kjördæmi með alveg fráleitri skiptingu i ofanálag á borg, sem er eitt sveitarfélag.

Reynar var ég heppinn að fara ekki inn á þing 2007. Þá hefðu ekki verið teknar þær einstæðu myndir af drekkingu og eyðileggingu í verstu framkvæmd Íslandssögunnar, sem ég tók það sumar.

Og reynslan sýnir að ólýðræðislegur þröskuldur kemur ekki í veg fyrir myndun smáhópa á þingi sem hefur til dæmis verið raunin síðasta "villikatta"kjörtímabil.

Það er einfaldlega lýðræðislegur réttur fólks að skipa sér í flokka og fylkingar eftir stjórnmálaskoðunum, en margir virðast eiga erfitt með að sætta sig við það.   

Ómar Ragnarsson, 29.3.2013 kl. 02:02

7 Smámynd: Gunnlaugur I.

En Ómar t.d. í Bretlandi fá svona 5 til 10% flokkar aldrei neinn, jafnvel ekki einn einasta mann kjörinn á 650 manna þjóðþing Bretlands.

Ekki einn einasta mann kjörinn á þing Bretlands eða til áhrifa.

Afhverju ?

Jú þar hafa stóru stjórnmálaflokkarnir Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn marg oft fengið hreinan meirhluta þingsæta og setið þannig lengi einir að völdum landsins með aðeins kannski rúmlega 40% atkvæða.

Er EvrópuSovétsambandið eitthvað að laga þetta fyrir þá ? Nei aldeilis ekki þeir þora ekki að skipta sér neitt af svona stórþjóðum eins og Bretum.

En þeir myndu eflaust reyna að setja okkur reglurnar og jafnvel svipta okkur bæði fjármunum og sjálfræðinu eins og Kýpverja og þar með sinna stundar hagsmunum Samfylkingarinnar !

Gunnlaugur I., 29.3.2013 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband