1941 og 2013: Frišur į yfirboršinu en strķš ķ raun.

7. desember 1941 réšust Japanir į ašalherstöš Bandarķkjamanna ķ Perluhöfn į Hawai-eyjum įn strķšsyfirlżsingar meš meira en 300 flugvélum af žremur flugmóšurskipum, sökktu herskipum sem voru ķ höfninni og drįpu žśsundir manna.

Į sama tķma gengu hermenn žeirra į land į nokkrum stöšum ķ Sušaustur-Asķu og ķ hönd fór ein stórkostlegasta hernašarsókn allra tķma, žar sem žeir lögšu undir sig Sušaustur-Asķu og réšust meira aš segja į Ceylon (Shri Lanka) og Perth ķ Įstralķu.

Nišurlęgšu Breta meš töku sjįlfrar Singapśr.

Roosevelt Bandarķkjaforseti gaf 7. desember 1941 heitiš "Dagur svķviršunnar" (Date of infamy) vegna tilefnislausrar og lśalegrar įrįsar og innan fjögurra daga voru Bandarķkjamenn komnir ķ strķš viš bęši Žjóšverja og Japani.  

En mįliš var ekki svona einfalt ef žaš var skošaš frį sjónarhóli Japana.

Undanfari įrįsarinnar voru višskiptažvinganir, sem Bandarķkjamenn stóšu fyrir til žess aš žvinga Japani til aš draga her sinn frį Kķna, sem žeir réšust į 1937 og hįšu žar eitthvert skelfilegasta og villmannlegasta strķš allra tķma.

Įstęšan var hin sama og fyrir bįšum heimsstyrjöldunum, óįnęgja Japana, Žjóšverja og Ķtala vegna žess aš žeir hefšu boriš skaršan hlut frį borši ķ keppni nżlenduveldanna um aušlindir jaršar.

Ķ nóvember 1941 var svo komiš, aš ef ekki nęšist samkomulag viš Bandarķkin um aš aflétta žessum žvingunum yršu Japanir olķulausir innan tveggja mįnaša og žar meš fęri aš draga śr žeim allan hernašarmįtt.

Rįšamönnum Japans fannst žaš óbęrilegt og žar meš óhugsandi aš ganga aš kröfum Bandarķkjamanna um aš Japanir hęttu viš hernįm ķ Kķna og hyrfu meš žvķ frį žeirri stefnu sem žeir höfšu rekiš frį 1931.

Žaš yrši ķgildi algers ósigurs og žeir myndu "missa andlitiš", en žau tvö orš eru nokkurn veginn besta lżsingin į žvķ austręna og gróna višhorfi sem žį gilti varšandi heišur manna og ęru gagnvart samfélagi sķnu og kvišristan blasti viš.  

Žegar Bandarķkjamenn bökkušu ekki ķ samingunum viš Japani var ķ augum japanskra rįšamanna skolliš į strķš milli žjóšanna og kannski er eitthvaš svipaš sem rįšamenn Noršur-Kóreu hugsa nś.  

Ķ nóvember 1941 rķkti frišur į yfirboršinu į Kyrrahafi žótt strķš vęri ķ raun skolliš į ķ augum Japana. 

Įkvöršun žeirra um aš fara ķ strķš viš voldugasta efnahagsveldi heims var fķfildjörf og dęmd til aš mistakast, jafnvel žótt žeir hefšu veriš heppnir og getaš sökkt žeim žremur flugmóšurskipum sem Bandarķkjamenn įttu į Kyrrahafi, ef žau hefšu veriš ķ höfn.

En žegar ķ ljós kom aš žau voru öll į sjó og sluppu, var leikurinn ķ raun tapašur fyrir Japani žótt strķšsreksturinn gengi eindęma vel fyrsta hįlfa įriš.

Japanir létu blekkjast af einstęšum įrangri innrįsar Žjóšverja ķ Sovétrķkin fyrstu mįnuši hennar og vešjušu į hina óstöšvandi og sigursęlu Žjóšverja til aš halda óvinažjóšunum viš efniš. Sś von brįst.

Bandarķkjamenn treystu į žaš 1941 aš ekki žyrfti aš koma til beitingar hervalds til aš halda Japönum ķ skefjum. Žaš reyndist afdrifarķkt vanmat.  

Žaš sem gerir įstandiš į Kóreuskaga svo hęttulegt er, aš lķkur geta veriš į žvķ aš rįšamenn Noršur-Kóreu séu ķ svipušu hugarsįstandi og firringu og Japanskir rįšamenn voru 1941. Eftir žvķ sem velgengni og rķkidęmi Sušur-Kóreu eykst veršur skömm rįšamanna hinnar sveltandi og fįtęku Noršur-Kóreu enn meiri og óbęrilegri.

Haršari višskiptažvinganir kalla žvķ fram svipuš višbrögš og hjį Japönum 1941. Nś getur žaš veriš vanmat, rétt eins og 1941, aš ekki komi til beitingar hervalds ķ deilum Noršur-Kóreumanna viš umheiminn.  

Reynslan frį 1941 sżnir, aš firrtum rįšamönnum eins og valdhöfum Noršur-Kóreu er trśandi til alls, jafnvel til žess aš lįta sig og žjóš sķna fallast į eitt risastórt Samurajasverš frekar en aš "missa andlitiš."    


mbl.is Noršur-Kórea lżsir yfir strķši
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Teitur Haraldsson

Hvaš hefši frekar įtt aš gera?
Ekkert?
Vona žaš besta?

Teitur Haraldsson, 30.3.2013 kl. 17:33

2 Smįmynd: Siguršur Haraldsson

Ómar žś ert meš žetta, žrišja strķšöldinn er aš byrja žvķ mišur.

Siguršur Haraldsson, 30.3.2013 kl. 19:00

3 Smįmynd: Siguršur Haraldsson

Allt bendir til žess žaš er kreppa hungur og strķš!

Siguršur Haraldsson, 30.3.2013 kl. 19:13

4 Smįmynd: Teitur Haraldsson

Žaš fer algjörlega eftir hvaš Kķna gerir.

Teitur Haraldsson, 30.3.2013 kl. 19:14

5 Smįmynd: Žorsteinn Briem

Japan og Žżskaland uršu aftur stórveldi eftir Seinni heimsstyrjöldina meš miklum višskiptum viš önnur rķki.

En ekki meš žvķ aš leggja undir sig aušlindir žeirra.

Žorsteinn Briem, 30.3.2013 kl. 21:36

6 identicon

Japanir réšust 1. mars 1942 į herskipiš HMAS Perth og sökktu žvķ. Ég veit ekki til žess aš žeir hafi rįšist į vesturströnd Įstralķu žar sem borgin Perth er.

Halldór Jónsson (IP-tala skrįš) 31.3.2013 kl. 00:47

7 Smįmynd: Teitur Haraldsson

Algjörlega sammįla "Steini Briem".
Žeir voru ekki meš meiri aušlindir fyrir en eftir.

Og žessi įrįs žeirra var svo sannarlega aldrei tališ til annars en aumingjaskapar.

Teitur Haraldsson, 31.3.2013 kl. 04:08

8 identicon

Svona ķ stuttu, žį voru Japanir į fullu ķ śtženslustefnu, og hrottalegir ķ verki, en rįku sig į višskiptažvinganir Sįms fręnda, sem hefšu stöšvaš žį. Žaš gekk aš sjįlfsögšu ekki, žannig aš žeir "neyddust" til žess aš skella sér ķ strķš viš USA og Breska heimsveldiš. Ekkert skelfilega gįfulegt, en žó sį punktur ķ žvķ aš Bretar įttu ķ nógu basli heima, og meš žvķ aš hrekkja Bandarķkjamenn til heimahaga vęri kannski hęgt aš "bķta sig nógu fastan" til aš lķnurnar héldu.
En ógįfulegt, žar sem allt varš aš heppnast, og žį kom oršiš "kannski" samt upp, - USA var langstęrsta išnašarveldi heimsins. Og enn annar fķdus, - Hitler fór ķ Rśssana mörgum mįnušum fyrr, og var oršinn nokkuš stopp žegar Japan fór af staš gegn USA.
Enda taldi Yamamoto žetta vonlķtiš.
En hvaš svo sem N-Kóreu gaukurinn er aš pęla, žį er žaš blįtt įfram heimskulegt mišaš viš žaš sem Japanir lögšu ķ. Reyni hann aš uppfylla stóryršin, mį hann bśast viš žvķ aš vera saltašur į margvķslegan hįtt. Stóri jókerinn ķ spilastokknum er lķkast til Kķna, en eitthvaš eru žeir farnir aš verša pirrašir į lagsa.

Jón Logi (IP-tala skrįš) 31.3.2013 kl. 11:52

9 Smįmynd: Ómar Ragnarsson

Sóknin til Moskvu fór ekki aš hiksta svo eftir yrši tekiš fyrr en ķ lok nóvember og Japanir höfšu enga įstęšu til aš efast um aš Moskva myndi falla, enda Žjóšverjar bśnir aš mynda hįlfhring ķ kringum Moskvu, skera į žjóšleišina milli Leningrad og Moskvu, setja Leningrad og Sevastopol ķ herkvķ og taka Kharkov og Kursk.

26. nóvember höfnušu Bandarķkjamenn śrslitakostum Japana og žann sama dag lagši įrįsarflotinn af staš ķ įtt til Perluhafnar undir ķtrustu leynd og enginn mannlegur mįttur hefši getiš komiš ķ veg fyrir aš hann héldi įfram.

Daginn eftir stöšvašist žżska sóknin ašeins 30 kķlómetra frį mišborg Moskvu.

Lokaįrįsin į Moskvum hefst 1. desember og 2. desember stöšvast hśn viš Khimki brautarstöšina ašeins 19 kķlómetra frį mišborg Moskvu. (Hef komiš žangaš og tekiš žar myndir og uppistand)

Innan viš sólarhring įšur en japanski flotinn hefur įrįsinda į Perluhöfn fréttist af gagnsókn Rśssa viš Moskvu.

Śtilokaš var fyrir japanska rįšamenn aš sjį žetta fyrir, teningunum hafši veriš kastaš ellefu dögum fyrr og innan viš einn dagur eftir aš siglingu įrįsarflotans.  

Žį žegar var bśiš aš fķnpśssa įętlunina um herförina til Perluhafnar

Ómar Ragnarsson, 31.3.2013 kl. 21:08

10 identicon

Bjartsżni fyrir žvķ, žar sem herför Žjóšverja til Moskvu žżddi žaš aš Breska Ljóniš yrši ekki snśiš nišur į heimavelli.
Žaš er žó ljóst aš bįšir reiknušu meš sigri į tiltölulega skömmum tķma. Eftir afhroš Breta ķ austurlöndum var t.d. opiš fyrir japanska flotann aš Raušahafi ef śt ķ žaš fęri! Žaš hefši haft įhrif į żmislegt ķ N-Afrķku og vķšar, - hrįflutningar ķ mörgum geršum lįgu jś um Sśez.

Endalausir fletir į žessu.

Hvernig var žaš, - Sorge kom žeim upplżsingum til Rśssa aš Japanir hygšust ekkert athafna sig austast, en nįšist og var svo tekinn af lķfi. Afleišingin var sś aš Zhukov gat sent sitt sterka liš vestur um ķ tęka tķš, žegar tępast stóš.

Jón Logi (IP-tala skrįš) 1.4.2013 kl. 17:07

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband