3.4.2013 | 18:43
"Peningarnir urðu til í bankanum."
Ofangreind orð féllu af vörum Seðlabankastjóra hér um árið þegar upplýst var að bankinn hefði keypt listaverk fyrir háar upphæðir.
Þau koma upp í hugann þegar það fréttist að hugarfar af þessu tagi innan fjármálakerfisins hafi síður en svo beðið skipbrot í Hruninu, heldur sé það sprellifandi sem aldrei fyrr.
Bankastjórinn svaraði því til hér um árið að það væri eðlilegt að bankinn ráðstafaði fjármunum, sem væru í umferð í bankanum að vild sinni og væri með stóran útgjaldalið og fjárfestingu af þessu tagi. "Peningarnir urðu til í bankanum", sagði hann.
Af því orðalagi mátti ætla að þeir hefðu ekki komið inn í bankann utan frá heldur beinlínis orðið þar til af sjálfu sér.
Með svona orðalagi er gefið frat í það að verðmætin, sem felast í peningum, séu afakstur vinnu og hæfileika þeirra sem vinna fyrir þeim, eða afrakstur auðlindanotkunar, heldur eigi þeir sem vinna við fjármál og peninga skilið að vera með miklu meiri en jafnvel margfalt meiri tekjur en þeir sem vinna við framleiðslu eða sköpun verðmæta.
Bankamenn of hátt launaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Peningar urðu til í bankanum og apar urðu til í bankanum.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.4.2013 kl. 19:20
Auðinn hefur engan skapað,
öllu hefur Davíð tapað,
pening ætíð snúðugt snapað,
snakillur á fundum gapað.
Þorsteinn Briem, 3.4.2013 kl. 20:10
Að "gefa frat í eitthvað" er málleysa.
Annaðhvort lýsir maður frati á eitthvað húmbúkk eða gefur skít í það
Björn Jónsson (IP-tala skráð) 4.4.2013 kl. 12:27
Íslensk orðabók, Bókaútgáfa Menningarsjóðs.
frat:
gefa f. í e-ð (e-n), lýsa f-i á e-ð (e-n): telja e-ð (e-n) einskivert, kæra sig ekki um.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.4.2013 kl. 12:41
Verður ekki maturinn líka til í búðinni?
Jón Logi (IP-tala skráð) 4.4.2013 kl. 16:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.